Pence segir óbeinum orðum að Trump sé vanhæfur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júní 2023 08:12 Pence sagði Repúblikanaflokkinn verða að standa vörð um stjórnarskrá Bandaríkjanna. AP/Charlie Neibergall „Sjötti janúar var sorgardagur í sögu þjóðar okkar. En þökk sé hugrekki löggæsluyfirvalda náðist að kveða ofbeldið niður og hefja þingfund á ný. Sama dag ógnuðu kæruleysisleg orð Trump forseta fjölskyldu minni og öllum í þinghúsinu.“ Þetta sagði Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í gær og tilkynnti formlega um hann sæktist eftir því að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins í kosningunum 2024. Pence sagði enn fremur að Bandaríkjamenn verðskulduðu að vita að Donald Trump, þáverandi forseti, hefði krafist þess að Pence, þá varaforseti, myndi velja milli hans og stjórnarskrárinnar. „Nú standa kjósendur frammi fyrir sama valinu. Ég vel stjórnarskrána og mun alltaf gera það.“ Eins og þekkt er orðið lagði Trump hart að Pence á sínum tíma um að nota vald sitt á þinginu til að koma í veg fyrir að Joe Biden yrði staðfestur sigurvegari forstakosninganna 2020. Þá greindu tvö vitni frá því fyrir þingnefnd að Trump hefði látið þau orð falla að ef til vill hefðu þeir mótmælendur haft rétt fyrir sér sem kölluðu eftir því að Pence yrði hengdur. Pence er fyrsti frambjóðandinn úr röðum Repúblikana til að ráðast að Trump en hann sagði einnig í gær að hver sá sem raðaði sjálfum sér framar stjórnarskránni væri óhæfur til að vera forseti. Spekingar gera lítið úr möguleikum Pence að verða forsetaefni Repúblikana en framboð hans og framboð Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóra New jersey, sem einnig er sagður eiga litla sem enga möguleika, þykja áhugaverð og spennandi að því leiti að þeir eru einu þekktu frambjóðendurnir sem eru taldir munu verða óhræddir við að ráðast beint gegn Trump. Aðrir frambjóðendur eiga of mikið undir stuðningsmönnum Trump og eru sagðir munu veigra sér við því að hjóla beint í forsetann fyrrverandi. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Sjá meira
Þetta sagði Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í gær og tilkynnti formlega um hann sæktist eftir því að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins í kosningunum 2024. Pence sagði enn fremur að Bandaríkjamenn verðskulduðu að vita að Donald Trump, þáverandi forseti, hefði krafist þess að Pence, þá varaforseti, myndi velja milli hans og stjórnarskrárinnar. „Nú standa kjósendur frammi fyrir sama valinu. Ég vel stjórnarskrána og mun alltaf gera það.“ Eins og þekkt er orðið lagði Trump hart að Pence á sínum tíma um að nota vald sitt á þinginu til að koma í veg fyrir að Joe Biden yrði staðfestur sigurvegari forstakosninganna 2020. Þá greindu tvö vitni frá því fyrir þingnefnd að Trump hefði látið þau orð falla að ef til vill hefðu þeir mótmælendur haft rétt fyrir sér sem kölluðu eftir því að Pence yrði hengdur. Pence er fyrsti frambjóðandinn úr röðum Repúblikana til að ráðast að Trump en hann sagði einnig í gær að hver sá sem raðaði sjálfum sér framar stjórnarskránni væri óhæfur til að vera forseti. Spekingar gera lítið úr möguleikum Pence að verða forsetaefni Repúblikana en framboð hans og framboð Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóra New jersey, sem einnig er sagður eiga litla sem enga möguleika, þykja áhugaverð og spennandi að því leiti að þeir eru einu þekktu frambjóðendurnir sem eru taldir munu verða óhræddir við að ráðast beint gegn Trump. Aðrir frambjóðendur eiga of mikið undir stuðningsmönnum Trump og eru sagðir munu veigra sér við því að hjóla beint í forsetann fyrrverandi.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Sjá meira