Á annað þúsund kynferðisglæpamanna hefur fengið dóma sína mildaða Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 11. júní 2023 15:45 Irene Montero, jafnréttismálaráðherra Spánar. Hæstiréttur hefur staðfest að lög sem hún fékk samþykkt í október og áttu að auka öryggi fórnarlamba kynferðisofbeldis og stuðla að þyngri dómum hafa haft þveröfug áhrif. Flest bendir til þess að dagar hennar í stjórnmálum séu senn taldir og sameinað framboð vinstri flokka vestan við Sósíaldemókrata hefur aftekið að hún verði í framboði við þingkosningarnar sem fram fara 23. júlí nk. A. Perez Meca/Getty Images 1.120 kynferðisglæpamenn á Spáni hafa fengið refsingu sína mildaða og 114 kynferðisglæpamönnum hefur sleppt áður en þeir luku afplánun vegna mistaka í nýrri lagasetningu sem var ætlað að auka öryggi og réttarstöðu fórnarlamba kynferðisofbeldis. Meinsemd í spænsku samfélagi Kynferðisofbeldi er mikil meinsemd í spænsku samfélagi og samsteypustjórn vinstri flokkanna sór þess eið að bæta stöðu og öryggi fórnarlamba þegar hún tók við völdum fyrir tæpum fjórum árum. Lög sem kallast í daglegu tali „Sólo sí es sí“, „Einungis já merkir já“ tóku loks gildi í byrjun október á síðasta ári. Þar voru, í grófum dráttum, sameinuð tvenn lög þar sem greinarmunur var gerður á, annars vegar kynferðislegu ofbeldi og hins vegar kynferðislegu áreiti. Nýju lögin eru hrákasmíð Fljótlega sýndi sig að þessi lög voru hrein og klár hrákasmíð. Fregnir fóru að berast af því að dómarar um allan Spán væru farnir að sleppa kynferðisglæpamönnum út í samfélagið áður en þeir höfðu lokið afplánun og fjöldi dæmdra kynferðisglæpamanna fékk refsingu sína mildaða. Í ljós kom að við sameiningu refsiramma lækkaði refsiramminn fyrir sum brot og lög á Spáni kveða á um að menn skuli alltaf njóta lægstu refsingar sé lögum breytt. Enginn hafði varað við því að þetta yrðu afleiðingar lagabreytingarinnar, og hinn róttæki kvenréttindaflokkur Podemos, sem situr í stjórn með sósíalistum og fer með ráðuneyti jafnréttismála, sakaði dómara landsins um karlrembu. Ekkert gert í 4 mánuði Ekkert var gert í 4 mánuði til að laga þennan galla á lögunum og það var ekki fyrr en í apríl að sósíalistar í samstarfi við erkióvin sinn, hægriflokkinn Lýðflokkinn, gerðu betrumbætur á lögunum. Podemos harðneitaði að taka þátt og hélt fast við sinn keip að hér væri bara karlremba á ferðinni. Nú hefur Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að öll dómaframkvæmd hafi verið í stakasta lagi og í samræmi við lög. Á þessum tíma hefur 114 kynferðisglæpamönnum verið sleppt áður en upprunalegur refsitími þeirra var liðinn og 1.120 dómar hafa verið mildaðir. Þungur áfellisdómur yfir stjórnvöldum Málið þykir gríðarlegt reiðarslag fyrir vinstri stjórnina á Spáni rétt rúmum mánuði fyrir kosningar. Ekki síst fyrir litlu flokksbrotin á vinstri væng spænskra stjórnmála sem eru að reyna bjóða sameinað fram í þingkosningunum. En það er eins og vís kona sagði eitt sinn, eins og að reyna að smala villiköttum. Spánn Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Meinsemd í spænsku samfélagi Kynferðisofbeldi er mikil meinsemd í spænsku samfélagi og samsteypustjórn vinstri flokkanna sór þess eið að bæta stöðu og öryggi fórnarlamba þegar hún tók við völdum fyrir tæpum fjórum árum. Lög sem kallast í daglegu tali „Sólo sí es sí“, „Einungis já merkir já“ tóku loks gildi í byrjun október á síðasta ári. Þar voru, í grófum dráttum, sameinuð tvenn lög þar sem greinarmunur var gerður á, annars vegar kynferðislegu ofbeldi og hins vegar kynferðislegu áreiti. Nýju lögin eru hrákasmíð Fljótlega sýndi sig að þessi lög voru hrein og klár hrákasmíð. Fregnir fóru að berast af því að dómarar um allan Spán væru farnir að sleppa kynferðisglæpamönnum út í samfélagið áður en þeir höfðu lokið afplánun og fjöldi dæmdra kynferðisglæpamanna fékk refsingu sína mildaða. Í ljós kom að við sameiningu refsiramma lækkaði refsiramminn fyrir sum brot og lög á Spáni kveða á um að menn skuli alltaf njóta lægstu refsingar sé lögum breytt. Enginn hafði varað við því að þetta yrðu afleiðingar lagabreytingarinnar, og hinn róttæki kvenréttindaflokkur Podemos, sem situr í stjórn með sósíalistum og fer með ráðuneyti jafnréttismála, sakaði dómara landsins um karlrembu. Ekkert gert í 4 mánuði Ekkert var gert í 4 mánuði til að laga þennan galla á lögunum og það var ekki fyrr en í apríl að sósíalistar í samstarfi við erkióvin sinn, hægriflokkinn Lýðflokkinn, gerðu betrumbætur á lögunum. Podemos harðneitaði að taka þátt og hélt fast við sinn keip að hér væri bara karlremba á ferðinni. Nú hefur Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að öll dómaframkvæmd hafi verið í stakasta lagi og í samræmi við lög. Á þessum tíma hefur 114 kynferðisglæpamönnum verið sleppt áður en upprunalegur refsitími þeirra var liðinn og 1.120 dómar hafa verið mildaðir. Þungur áfellisdómur yfir stjórnvöldum Málið þykir gríðarlegt reiðarslag fyrir vinstri stjórnina á Spáni rétt rúmum mánuði fyrir kosningar. Ekki síst fyrir litlu flokksbrotin á vinstri væng spænskra stjórnmála sem eru að reyna bjóða sameinað fram í þingkosningunum. En það er eins og vís kona sagði eitt sinn, eins og að reyna að smala villiköttum.
Spánn Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira