Lumbraði á löggu í ölæði Árni Sæberg skrifar 16. júní 2023 12:14 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Austurlands þann 6. júní. Vísir/Vilhelm Karlmaður á Austurlandi hefur verið dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að kýla lögregluþjón. Í dómi Héraðsdóms Austurlands segir að maðurinn hafi verið handtekinn í september í fyrra nálægt heimili sínu á ótilgreindum stað á Austurlandi. Samkvæmt lögregluskýrslu var maðurinn mjög ölvaður og æstur í þokkabót. Í frumskýrslu fjögurra lögreglumanna, sem afskipti höfðu af manninum á lögreglustöð bæjarins, segir að maðurinn hafi verið í annarlegu ástandi og að hann hafi meðal annars viðhaft svigurmæli og ógnandi hegðun, þar á meðal eftir að hann hafði verið færður í fangaklefa. Fram kemur að fylgst hafi verið með manninum í klefanum af öryggisástæðum, en hljóð-og myndefni þar um eru á meðal rannsóknargagna. Samkvæmt gögnum var meðal annars haft tal af manninum í gegnum lúgu á klefahurð nokkru eftir miðnætti og má meðal annars heyra í upptökum að maðurinn óskar eftir því að fá að fara á salerni,en er neitað af öryggisástæðum. Piparúði olli vandræðum Vegna atgangs og aðgerða mannsins tókst lögreglumönnum ekki að loka fyrrnefndri lúgu og voru klefadyrnar því opnaðar. Maðurinn brást þá skjótt við og í framhaldinu af því urðu átök með honum og tveimur lögreglumönnum. Maðurinn var færður á gólfið með valdi og piparúða var úðað á hann. Ekki fór betur en svo að úðinn fór einnig yfir annan lögreglumanninn sem olli því að hinn var í stuttan tíma einn með manninum. Lögreglumaðurinn sat ofan á manninum og heldur um hendur hans þar sem hann liggur á bakinu. Við þessar aðstæður náði maðurinn að losa um hægri hönd sína og kýla í framhaldi af því á gagnauga og vinstri augabrún lögreglumannsins. Lögreglumaðurinn hlaut af þessu skurð á vinstri augabrún, mar á efra augnloki og mar á vinstra kinnbeini. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust og því var maðurinn sakfelldur án frekari sönnunarfærslu. Maðurinn var dæmdur til fjögurra mánaða fangelsisvistar, sem var skilorðsbundin til þriggja ára. Þá var maðurinn dæmdur til þess að greiða allan sakarkostnað, alls 619 þúsund krónur. Dómsmál Lögreglan Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Austurlands segir að maðurinn hafi verið handtekinn í september í fyrra nálægt heimili sínu á ótilgreindum stað á Austurlandi. Samkvæmt lögregluskýrslu var maðurinn mjög ölvaður og æstur í þokkabót. Í frumskýrslu fjögurra lögreglumanna, sem afskipti höfðu af manninum á lögreglustöð bæjarins, segir að maðurinn hafi verið í annarlegu ástandi og að hann hafi meðal annars viðhaft svigurmæli og ógnandi hegðun, þar á meðal eftir að hann hafði verið færður í fangaklefa. Fram kemur að fylgst hafi verið með manninum í klefanum af öryggisástæðum, en hljóð-og myndefni þar um eru á meðal rannsóknargagna. Samkvæmt gögnum var meðal annars haft tal af manninum í gegnum lúgu á klefahurð nokkru eftir miðnætti og má meðal annars heyra í upptökum að maðurinn óskar eftir því að fá að fara á salerni,en er neitað af öryggisástæðum. Piparúði olli vandræðum Vegna atgangs og aðgerða mannsins tókst lögreglumönnum ekki að loka fyrrnefndri lúgu og voru klefadyrnar því opnaðar. Maðurinn brást þá skjótt við og í framhaldinu af því urðu átök með honum og tveimur lögreglumönnum. Maðurinn var færður á gólfið með valdi og piparúða var úðað á hann. Ekki fór betur en svo að úðinn fór einnig yfir annan lögreglumanninn sem olli því að hinn var í stuttan tíma einn með manninum. Lögreglumaðurinn sat ofan á manninum og heldur um hendur hans þar sem hann liggur á bakinu. Við þessar aðstæður náði maðurinn að losa um hægri hönd sína og kýla í framhaldi af því á gagnauga og vinstri augabrún lögreglumannsins. Lögreglumaðurinn hlaut af þessu skurð á vinstri augabrún, mar á efra augnloki og mar á vinstra kinnbeini. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust og því var maðurinn sakfelldur án frekari sönnunarfærslu. Maðurinn var dæmdur til fjögurra mánaða fangelsisvistar, sem var skilorðsbundin til þriggja ára. Þá var maðurinn dæmdur til þess að greiða allan sakarkostnað, alls 619 þúsund krónur.
Dómsmál Lögreglan Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira