Vinstri stjórn Spánar heldur velli samkvæmt skoðanakönnunum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 17. júní 2023 14:31 Yolanda Díaz, atvinnumálaráðherra og varaforsætisráðherra Spánar og Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar. A. Perez Meca/Getty Images) Nýjar skoðanakannanir benda til þess að ríkisstjórn sósíalista haldi velli í þingkosningunum eftir mánuð. Fyrir viku bentu skoðanakannanir til hins gagnstæða. Vika er langur tími Það sannast enn og aftur að vika er langur tími í pólitík. Fyrir viku bentu fyrstu skoðanakannanir til þess, eftir að Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, boðaði óvænt til kosninga þann 23. júlí, að samsteypustjórn vinstri flokkanna, sú fyrsta á lýðveldistímanum, myndi falla. Síðan þá hefur þrennt gerst sem virðist hafa snúið dæminu við. 16 flokkar á vinstri vængnum sameinast Í fyrsta lagi hafa sósíalistar hamrað á þeirri grýlu að nái hægri vængurinn meirihluta þá verði ekki hægt að mynda stjórn án öfgahægriflokksins VOX og að þar með sé þjóðin á hraðri leið aftur í stjórnarfar Franco-tímabilsins sem kennt var við fasisma. Í öðru lagi þá tókst heilum 16 smáum vinstri flokkum vestan við sósíalista að komast að samkomulagi um sameiginlegt framboð. Það hefur aldrei gerst áður og má án nokkurs vafa rekja til hræðslu þessara flokka við að bjóði þeir fram hver í sínu lagi þá muni það stuðla að hægri stjórn eftir kosningar. VOX vill nema lög um jafnrétti og þungunarrof úr gildi Í þriðja lagi þá hefur það gerst víða á Spáni á liðnum dögum að hinn borgaralegi hægri flokkur, Lýðflokkurinn, og öfgahægriflokkurinn VOX hafa náð samkomulagi um meirihluta í nokkrum héruðum og borgum Spánar. Þar með ómar enn hærra en áður stefna VOX, en flokkurinn hefur boðað að komist hann til valda í ríkisstjórn þá verði öllum nýlegum lögum um aukið jafnrétti snarlega snúið við sem og lögum sem tryggja réttindi hinsegin fólks. Lög um þungunarrof verði sömuleiðs felld úr gildi og ráðuneyti neytendamála og jafnréttis lögð niður. Hafna því að kynbundið ofbeldi fyrirfinnist Þá hafnar flokkurinn því alfarið að á Spáni sé til eitthvað sem heitir kynbundið ofbeldi, en um það hefur ríkt nokkuð þétt samstaða á spænska þinginu að sé þvílíkt samfélagsmein að skera verði upp herör gegn því. Á þessu ári hafa 20 konur verið myrtar af maka sínum og yfir 1.200 konur síðan 2003. Síðast í þessari viku hélt þingmaður VOX í Valencia-héraði, þar sem flokkurinn myndaði meirihluta með Lýðflokknum í vikunni, því fram í fréttum ríkissjónvarpsins að kynbundið ofbeldi karla gegn konum væri tómur hugarburður. Rétt er að geta þess að oddviti flokksins í Valencia hefur hlotið dóm fyrir ofbeldi gegn fyrrverandi eiginkonu sinni. Spánn Kosningar á Spáni Tengdar fréttir Mikil hægrisveifla knýr fram þingkosningar á Spáni Allt stefnir í gríðarlega harða og snarpa kosningabaráttu fyrir þingkosningar á Spáni í næsta mánuði. Talsverðar líkur eru á að öfgahægriflokkurinn VOX komist í ríkisstjórn í fyrsta sinn. 4. júní 2023 16:31 Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Sjá meira
Vika er langur tími Það sannast enn og aftur að vika er langur tími í pólitík. Fyrir viku bentu fyrstu skoðanakannanir til þess, eftir að Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, boðaði óvænt til kosninga þann 23. júlí, að samsteypustjórn vinstri flokkanna, sú fyrsta á lýðveldistímanum, myndi falla. Síðan þá hefur þrennt gerst sem virðist hafa snúið dæminu við. 16 flokkar á vinstri vængnum sameinast Í fyrsta lagi hafa sósíalistar hamrað á þeirri grýlu að nái hægri vængurinn meirihluta þá verði ekki hægt að mynda stjórn án öfgahægriflokksins VOX og að þar með sé þjóðin á hraðri leið aftur í stjórnarfar Franco-tímabilsins sem kennt var við fasisma. Í öðru lagi þá tókst heilum 16 smáum vinstri flokkum vestan við sósíalista að komast að samkomulagi um sameiginlegt framboð. Það hefur aldrei gerst áður og má án nokkurs vafa rekja til hræðslu þessara flokka við að bjóði þeir fram hver í sínu lagi þá muni það stuðla að hægri stjórn eftir kosningar. VOX vill nema lög um jafnrétti og þungunarrof úr gildi Í þriðja lagi þá hefur það gerst víða á Spáni á liðnum dögum að hinn borgaralegi hægri flokkur, Lýðflokkurinn, og öfgahægriflokkurinn VOX hafa náð samkomulagi um meirihluta í nokkrum héruðum og borgum Spánar. Þar með ómar enn hærra en áður stefna VOX, en flokkurinn hefur boðað að komist hann til valda í ríkisstjórn þá verði öllum nýlegum lögum um aukið jafnrétti snarlega snúið við sem og lögum sem tryggja réttindi hinsegin fólks. Lög um þungunarrof verði sömuleiðs felld úr gildi og ráðuneyti neytendamála og jafnréttis lögð niður. Hafna því að kynbundið ofbeldi fyrirfinnist Þá hafnar flokkurinn því alfarið að á Spáni sé til eitthvað sem heitir kynbundið ofbeldi, en um það hefur ríkt nokkuð þétt samstaða á spænska þinginu að sé þvílíkt samfélagsmein að skera verði upp herör gegn því. Á þessu ári hafa 20 konur verið myrtar af maka sínum og yfir 1.200 konur síðan 2003. Síðast í þessari viku hélt þingmaður VOX í Valencia-héraði, þar sem flokkurinn myndaði meirihluta með Lýðflokknum í vikunni, því fram í fréttum ríkissjónvarpsins að kynbundið ofbeldi karla gegn konum væri tómur hugarburður. Rétt er að geta þess að oddviti flokksins í Valencia hefur hlotið dóm fyrir ofbeldi gegn fyrrverandi eiginkonu sinni.
Spánn Kosningar á Spáni Tengdar fréttir Mikil hægrisveifla knýr fram þingkosningar á Spáni Allt stefnir í gríðarlega harða og snarpa kosningabaráttu fyrir þingkosningar á Spáni í næsta mánuði. Talsverðar líkur eru á að öfgahægriflokkurinn VOX komist í ríkisstjórn í fyrsta sinn. 4. júní 2023 16:31 Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Sjá meira
Mikil hægrisveifla knýr fram þingkosningar á Spáni Allt stefnir í gríðarlega harða og snarpa kosningabaráttu fyrir þingkosningar á Spáni í næsta mánuði. Talsverðar líkur eru á að öfgahægriflokkurinn VOX komist í ríkisstjórn í fyrsta sinn. 4. júní 2023 16:31