Ráðherrar til bjargar Reykvíkingum? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 21. júní 2023 07:01 Á síðustu dögum þingsins samþykkti Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins um breytingu á lögum um útlendinga. Breytingin sneri m.a. að rýmkuðum reglum um dvalarleyfi á grundvelli samnings um vistráðningu (au pair). Nú verður því heimilt að endurnýja leyfin í eitt ár, að hámarki í tvö ár, en áður var ekki heimilt að endurnýja slík dvalarleyfi. Í vetur hvatti ég ráðherra einmitt til að gera þessa breytingu sem kemur sér vonandi vel og gerir sitt til að minnka pressuna á foreldra ungra barna í Reykjavík. Þar bíða hátt í þúsund börn eftir leikskólaplássi og meðalaldur barna við innritun á leikskóla er 23 mánuðir. Þetta er þung staða og kjósendur meirihlutans í Reykjavík, sem létu m.a. glepjast af margendurunnu kosningaloforði um leikskólapláss fyrir 12 mánaða borgarbúa, eru orðnir þreyttir á ástandinu. Ég verð ekki mjög hissa ef þeir endurvekja mótmælin frá s.l. hausti og mæta í Ráðhúsið eftir sumarleyfi. Fróðlegt verður líka að fylgjast með stöðunni á frístundamálum borgarinnar í haust. Ég hef fengið samhljóða tölvupóst öll mín ár sem foreldri grunnskólabarns í Reykjavík – „Barn á biðlista um sinn“ – og læt mér því ekki bregða ef hann poppar upp núna í ágúst. Ég leyfi spenntum lesendum hér á Vísi að fylgjast með framvindunni. Ég er þingmaður Reykvíkinga og er boðin og búin að aðstoða íbúana í mínu kjördæmi eftir fremsta megni. Það er jákvætt að ríkið hafi tekið skref til að koma til móts við foreldra í dagvistunarmálum. Munar um það vegna vangetu sumra sveitarfélaga til að brúa bilið frá fæðingarorlofi. Ég hef því áfram augun opin varðandi önnur mál í borginni okkar, a.m.k. þar til ný stjórnvöld sem forgangsraða í þágu grunnþjónustu borgarbúa taka þar við stjórnartaumunum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Alþingi Fjölskyldumál Leikskólar Diljá Mist Einarsdóttir Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á síðustu dögum þingsins samþykkti Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins um breytingu á lögum um útlendinga. Breytingin sneri m.a. að rýmkuðum reglum um dvalarleyfi á grundvelli samnings um vistráðningu (au pair). Nú verður því heimilt að endurnýja leyfin í eitt ár, að hámarki í tvö ár, en áður var ekki heimilt að endurnýja slík dvalarleyfi. Í vetur hvatti ég ráðherra einmitt til að gera þessa breytingu sem kemur sér vonandi vel og gerir sitt til að minnka pressuna á foreldra ungra barna í Reykjavík. Þar bíða hátt í þúsund börn eftir leikskólaplássi og meðalaldur barna við innritun á leikskóla er 23 mánuðir. Þetta er þung staða og kjósendur meirihlutans í Reykjavík, sem létu m.a. glepjast af margendurunnu kosningaloforði um leikskólapláss fyrir 12 mánaða borgarbúa, eru orðnir þreyttir á ástandinu. Ég verð ekki mjög hissa ef þeir endurvekja mótmælin frá s.l. hausti og mæta í Ráðhúsið eftir sumarleyfi. Fróðlegt verður líka að fylgjast með stöðunni á frístundamálum borgarinnar í haust. Ég hef fengið samhljóða tölvupóst öll mín ár sem foreldri grunnskólabarns í Reykjavík – „Barn á biðlista um sinn“ – og læt mér því ekki bregða ef hann poppar upp núna í ágúst. Ég leyfi spenntum lesendum hér á Vísi að fylgjast með framvindunni. Ég er þingmaður Reykvíkinga og er boðin og búin að aðstoða íbúana í mínu kjördæmi eftir fremsta megni. Það er jákvætt að ríkið hafi tekið skref til að koma til móts við foreldra í dagvistunarmálum. Munar um það vegna vangetu sumra sveitarfélaga til að brúa bilið frá fæðingarorlofi. Ég hef því áfram augun opin varðandi önnur mál í borginni okkar, a.m.k. þar til ný stjórnvöld sem forgangsraða í þágu grunnþjónustu borgarbúa taka þar við stjórnartaumunum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun