Tveggja ára drengur skaut ólétta móður sína óvart til bana Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. júní 2023 00:26 Laura Ilg lést af sárum sínum eftir að tveggja ára sonur hennar skauta hana óvart í bakið. Skammbyssan var í eigu Alek Ilg, eiginmanns Lauru. Facebook/Skjáskot Tveggja ára drengur í Ohio skaut móður sína, sem var gengin átta mánuði á leið, óvart í bakið þegar hann lék sér með skammbyssu sem hann fann í náttborði foreldra sinna. Móðirin og ófætt barn hennar létust bæði. Hin 31 árs gamla Laura Ilg hringdi í neyðarlínuna á föstudagseftirmiðdag og sagði að hún hefði verið skotin í bakið af tveggja ára gömlum syni sínum. Þegar lögregluþjónar mættu á vettvang komu þeir að Lauru, sem var komin 33 vikur á leið, og tveggja ára syni hennar auk hlaðinnar hálfsjálfvirkrar skammbyssu. Að sögn lögreglu var Laura með fullri meðvitund og hafi hún greint lögregluþjónunum frá framvindu atburða. Laura var í kjölfarið flutt í hraði á Fisher-Titus-læknastöðina þar sem skurðlæknar framkvæmdu bráðakeisaraskurð á henni. Þeim tókst hins vegar ekki að bjarga ófæddu barni Lauru og um þremur tímum síðar var hún sjálf úrskurðuð látin. Lék sér með byssuna á meðan móðirin þvoði þvott Lögreglan segir að byssan, sem var í eigu Alek Ilg, eiginmanns Lauru, hafi vanalega verið geymd í náttborði í svefnherbergi hjónanna. Laura greindi lögreglunni frá því að svefnherbergið væri vanalega læst. Þá hafi verið fjöldi barnahliða um allt hús til að hefta för barnsins. Hún sagði drengnn hafa einhvern veginn komist inn í herbergið og byrjað að leika sér með byssuna á meðan hún var að þvo þvott. Þegar lögregluþjónar grannskoðuðu heimilið fundu þeir tvö skotvopn til viðbótar, hlaðna haglabyssu í fataskáp í hjónaherberginu og loftriffill í skáp í tölvuherbergi hússins. Að sögn Cleveland 19 News er drengurinn hjá föður sínum á meðan rannsókn lögreglu stendur yfir. Alek Ilg greindi frá fréttunum hræðilegu á Facebook þar sem hann sagði að Laura og ófæddur sonur þeirra, Talisen, hefðu látist á föstudag. Skotvopn Bandaríkin Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Hin 31 árs gamla Laura Ilg hringdi í neyðarlínuna á föstudagseftirmiðdag og sagði að hún hefði verið skotin í bakið af tveggja ára gömlum syni sínum. Þegar lögregluþjónar mættu á vettvang komu þeir að Lauru, sem var komin 33 vikur á leið, og tveggja ára syni hennar auk hlaðinnar hálfsjálfvirkrar skammbyssu. Að sögn lögreglu var Laura með fullri meðvitund og hafi hún greint lögregluþjónunum frá framvindu atburða. Laura var í kjölfarið flutt í hraði á Fisher-Titus-læknastöðina þar sem skurðlæknar framkvæmdu bráðakeisaraskurð á henni. Þeim tókst hins vegar ekki að bjarga ófæddu barni Lauru og um þremur tímum síðar var hún sjálf úrskurðuð látin. Lék sér með byssuna á meðan móðirin þvoði þvott Lögreglan segir að byssan, sem var í eigu Alek Ilg, eiginmanns Lauru, hafi vanalega verið geymd í náttborði í svefnherbergi hjónanna. Laura greindi lögreglunni frá því að svefnherbergið væri vanalega læst. Þá hafi verið fjöldi barnahliða um allt hús til að hefta för barnsins. Hún sagði drengnn hafa einhvern veginn komist inn í herbergið og byrjað að leika sér með byssuna á meðan hún var að þvo þvott. Þegar lögregluþjónar grannskoðuðu heimilið fundu þeir tvö skotvopn til viðbótar, hlaðna haglabyssu í fataskáp í hjónaherberginu og loftriffill í skáp í tölvuherbergi hússins. Að sögn Cleveland 19 News er drengurinn hjá föður sínum á meðan rannsókn lögreglu stendur yfir. Alek Ilg greindi frá fréttunum hræðilegu á Facebook þar sem hann sagði að Laura og ófæddur sonur þeirra, Talisen, hefðu látist á föstudag.
Skotvopn Bandaríkin Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira