Gagnrýnandi Trump býður sig fram gegn honum Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2023 15:47 Will Hurd bætist í stóran hóp frambjóðenda í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar 2024. AP/Charlie Neibergall Will Hurd, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Texas, skilaði inn formlegu framboði í forvali flokksins fyrir forsetakosningar næsta árs í dag. Hurd skaut föstum skotum að Donald Trump þegar hann tilkynnti um framboðið. Sextán frambjóðendur hafa nú staðfest þátttöku í forvali repúblikana sem fer fram á næsta ári, þar á meðal Trump sem sækist eftir að endurheimta forsetastólinn. Hurd þykir ekki sérstaklega líklegur til afreka í forvalinu miðað við stemminguna í Repúblikanaflokknum undanfarin ár. Flokkurinn hefur færst æ lengra út á hægri jaðar bandarískra stjórnmála en Hurd þykir tiltölulega hófsamur íhaldsmaður. Lítil eftirspurn hefur verið eftir slíkum frambjóðendum í seinni tíð. Gagnrýni Hurd á Trump, sem nýtur enn hylli stórs hluta kjósenda flokksins, er heldur ekki talin hjálpa honum. Engu að síður lét Hurd fyrrverandi forsetann heyra það þegar hann greindi frá framboðinu í myndbandi í dag. „Ef við tilnefnum löglausan, sjálfselskan og misheppnaðan stjórnmálamann eins og Donald Trump, hann tapaði fulltrúadeildinni, öldungadeildinni og Hvíta húsinu, vitum við öll að Joe Biden vinnur aftur,“ sagði Hurd í myndbandi sem hann birti. Lagði Hurd áherslu á einingu og efnahagsleg tækifæri og jöfnuð fyrir landsmenn alla í ummælum sínum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hurd starfaði fyrir bandarísku leyniþjónustuna CIA í Miðausturlöndum og Suður-Asíu. Hann náði kjöri sem fulltrúadeildarþingmaður árið 2014 og sat í leyniþjónustunefnd hennar. Hann gaf ekki kost á sér í þingkosningunum árið 2020. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Pence býður sig fram Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninga sem haldnar verða á næsta ári. Mun hann því aftur fara gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta, en forsetatíð hans endaði á árásinni á þinghúsið þar sem stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að Pence yrði hengdur. 5. júní 2023 15:51 DeSantis staðfestir forsetaframboð sitt Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur lýst formlega yfir framboði sínu til forseta Bandaríkjanna. DeSantis hefur sagst vera sá eini í forvali Repúblikana sem eigi möguleika á að skáka Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í komandi kosningum. 24. maí 2023 23:30 Enn bætist í hóp frambjóðenda hjá repúblikönum Tíundi frambjóðandinn bætist við í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar á næsta ári þegar Tim Scott, öldungadeildarþingmaður flokksins, lýsir formlega yfir framboði sínu í dag. Fastlega er búist við því að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og helsti áskorandi Donalds Trump, kynni sitt framboð í vikunni. 22. maí 2023 13:59 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Sextán frambjóðendur hafa nú staðfest þátttöku í forvali repúblikana sem fer fram á næsta ári, þar á meðal Trump sem sækist eftir að endurheimta forsetastólinn. Hurd þykir ekki sérstaklega líklegur til afreka í forvalinu miðað við stemminguna í Repúblikanaflokknum undanfarin ár. Flokkurinn hefur færst æ lengra út á hægri jaðar bandarískra stjórnmála en Hurd þykir tiltölulega hófsamur íhaldsmaður. Lítil eftirspurn hefur verið eftir slíkum frambjóðendum í seinni tíð. Gagnrýni Hurd á Trump, sem nýtur enn hylli stórs hluta kjósenda flokksins, er heldur ekki talin hjálpa honum. Engu að síður lét Hurd fyrrverandi forsetann heyra það þegar hann greindi frá framboðinu í myndbandi í dag. „Ef við tilnefnum löglausan, sjálfselskan og misheppnaðan stjórnmálamann eins og Donald Trump, hann tapaði fulltrúadeildinni, öldungadeildinni og Hvíta húsinu, vitum við öll að Joe Biden vinnur aftur,“ sagði Hurd í myndbandi sem hann birti. Lagði Hurd áherslu á einingu og efnahagsleg tækifæri og jöfnuð fyrir landsmenn alla í ummælum sínum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hurd starfaði fyrir bandarísku leyniþjónustuna CIA í Miðausturlöndum og Suður-Asíu. Hann náði kjöri sem fulltrúadeildarþingmaður árið 2014 og sat í leyniþjónustunefnd hennar. Hann gaf ekki kost á sér í þingkosningunum árið 2020.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Pence býður sig fram Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninga sem haldnar verða á næsta ári. Mun hann því aftur fara gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta, en forsetatíð hans endaði á árásinni á þinghúsið þar sem stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að Pence yrði hengdur. 5. júní 2023 15:51 DeSantis staðfestir forsetaframboð sitt Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur lýst formlega yfir framboði sínu til forseta Bandaríkjanna. DeSantis hefur sagst vera sá eini í forvali Repúblikana sem eigi möguleika á að skáka Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í komandi kosningum. 24. maí 2023 23:30 Enn bætist í hóp frambjóðenda hjá repúblikönum Tíundi frambjóðandinn bætist við í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar á næsta ári þegar Tim Scott, öldungadeildarþingmaður flokksins, lýsir formlega yfir framboði sínu í dag. Fastlega er búist við því að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og helsti áskorandi Donalds Trump, kynni sitt framboð í vikunni. 22. maí 2023 13:59 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Pence býður sig fram Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninga sem haldnar verða á næsta ári. Mun hann því aftur fara gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta, en forsetatíð hans endaði á árásinni á þinghúsið þar sem stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að Pence yrði hengdur. 5. júní 2023 15:51
DeSantis staðfestir forsetaframboð sitt Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur lýst formlega yfir framboði sínu til forseta Bandaríkjanna. DeSantis hefur sagst vera sá eini í forvali Repúblikana sem eigi möguleika á að skáka Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í komandi kosningum. 24. maí 2023 23:30
Enn bætist í hóp frambjóðenda hjá repúblikönum Tíundi frambjóðandinn bætist við í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar á næsta ári þegar Tim Scott, öldungadeildarþingmaður flokksins, lýsir formlega yfir framboði sínu í dag. Fastlega er búist við því að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og helsti áskorandi Donalds Trump, kynni sitt framboð í vikunni. 22. maí 2023 13:59