Brexit eftirsjá í hæstu hæðum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. júní 2023 14:23 Ósáttur mótmælandi í Lundúnum á þessu ári. EPA Stuðningur við aðild að Evrópusambandinu hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti tíu ár í Bretlandi. Aðeins í einu kjördæmi eru fleiri á þeirri skoðun að útganga úr Evrópusambandinu hafi verið rétt ákvörðun en röng. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum í Bretlandi vilja 58 prósent svarenda ganga aftur inn í Evrópusambandið. 42 prósent telja það hafa verið rétta ákvörðun að ganga út úr Evrópusambandinu. Síðan Bretar kusu um útgönguna, þann 23. júní árið 2016, hafa þeir sem vilja ganga aftur í Evrópusambandið yfirleitt verið fleiri en þeir sem töldu ákvörðunina rétta. Hefur verið talað um brexit-eftirsjá í því samhengi. Munurinn hefur hins vegar sjaldan verið mikill, hvor blokkin rétt um 50 prósent. Síðan árið 2021 hefur munurinn verið að aukast. Vöruskortur og verðhækkanir Bretland hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika eftir útgönguna, sem var gengið frá með samningum árið 2020. Vöruflutningar til landsins hafa gengið brösuglega og iðulega komið upp vöruskortur. Þá hefur verðlag í landinu hækkað mikið, umfram þær hækkanir sem önnur ríki hafa verið að glíma við, meðal annars vegna stríðsins í Úkraínu og orkukrísuna. Stuðningurinn við aðild er mestur í stórborgum eins og London, Birmingham og Manchester sem og í Skotlandi. Í sumum kjördæmum er stuðningurinn yfir 70 prósent. Fylgi Íhaldsflokksins er í kjallaranum og forsætisráðherranum Rishi Sunak hefur ekki tekist að snúa taflinu við.EPA Aðeins í einu kjördæmi af 650 mælist minni stuðningur með aðild en útgöngu, Boston og Skegness í Lincoln-skíri á austurströnd Bretlands. Óánægja með Íhaldsflokkinn Þá er stuðningurinn við stjórn Íhaldsflokksins, sem studdi útgönguna, í kjallaranum. Flokkurinn hefur mælst með undir 30 prósenta fylgi í tæpt ár á meðan Verkamannaflokkurinn hefur verið að mælast með um 45 prósenta fylgi og Frjálslyndir demókratar yfir 10 prósentum. Þrátt fyrir að stuðningurinn við aðild að Evrópusambandinu hafi rokið upp í Bretlandi er hann ekki jafn mikill og í flestum löndum sem eru enn þá í því. 87 prósent Spánverja styðja veru landsins í sambandinu, 79 prósent Dana, 70 prósent Svía, 69 prósent Þjóðverja, 63 prósent Ítala og 62 prósent Frakka. Bretland Evrópusambandið Brexit Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggjast aftur yfir myndefnið Innlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum í Bretlandi vilja 58 prósent svarenda ganga aftur inn í Evrópusambandið. 42 prósent telja það hafa verið rétta ákvörðun að ganga út úr Evrópusambandinu. Síðan Bretar kusu um útgönguna, þann 23. júní árið 2016, hafa þeir sem vilja ganga aftur í Evrópusambandið yfirleitt verið fleiri en þeir sem töldu ákvörðunina rétta. Hefur verið talað um brexit-eftirsjá í því samhengi. Munurinn hefur hins vegar sjaldan verið mikill, hvor blokkin rétt um 50 prósent. Síðan árið 2021 hefur munurinn verið að aukast. Vöruskortur og verðhækkanir Bretland hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika eftir útgönguna, sem var gengið frá með samningum árið 2020. Vöruflutningar til landsins hafa gengið brösuglega og iðulega komið upp vöruskortur. Þá hefur verðlag í landinu hækkað mikið, umfram þær hækkanir sem önnur ríki hafa verið að glíma við, meðal annars vegna stríðsins í Úkraínu og orkukrísuna. Stuðningurinn við aðild er mestur í stórborgum eins og London, Birmingham og Manchester sem og í Skotlandi. Í sumum kjördæmum er stuðningurinn yfir 70 prósent. Fylgi Íhaldsflokksins er í kjallaranum og forsætisráðherranum Rishi Sunak hefur ekki tekist að snúa taflinu við.EPA Aðeins í einu kjördæmi af 650 mælist minni stuðningur með aðild en útgöngu, Boston og Skegness í Lincoln-skíri á austurströnd Bretlands. Óánægja með Íhaldsflokkinn Þá er stuðningurinn við stjórn Íhaldsflokksins, sem studdi útgönguna, í kjallaranum. Flokkurinn hefur mælst með undir 30 prósenta fylgi í tæpt ár á meðan Verkamannaflokkurinn hefur verið að mælast með um 45 prósenta fylgi og Frjálslyndir demókratar yfir 10 prósentum. Þrátt fyrir að stuðningurinn við aðild að Evrópusambandinu hafi rokið upp í Bretlandi er hann ekki jafn mikill og í flestum löndum sem eru enn þá í því. 87 prósent Spánverja styðja veru landsins í sambandinu, 79 prósent Dana, 70 prósent Svía, 69 prósent Þjóðverja, 63 prósent Ítala og 62 prósent Frakka.
Bretland Evrópusambandið Brexit Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggjast aftur yfir myndefnið Innlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira