Lýðræðisflokkur Mitsotakis með stórsigur í Grikklandi Eiður Þór Árnason skrifar 25. júní 2023 19:17 Kyriakos Mitsotakis, leiðtogi Lýðræðisflokksins fyrir miðju ásamt börnum sínum á kjörstað í Aþenu í dag. AP/Yorgos Karahalis Lýðræðisflokkur forsætisráðherra Grikklands vann stórsigur í þingkosningum sem fram fóru þar í landi í dag. Mældist íhaldsflokkur Kyriakos Mitsotakis með rétt yfir 40% atkvæða þegar tölur höfðu borist frá um 90% kjörstaða á landsvísu. Á sama tíma mælist hinn vinstri sinnaði Syriza-flokkur með undir 18% fylgi. Þetta er í annað sinn á fimm vikum sem þingkosningar fara fram í Grikklandi og benda bráðabirgðaniðurstöðurnar til þess að Lýðræðisflokkurinn hafi tryggt sér rúman þingmeirihluta og endurnýjað stjórnarumboð sitt til næstu fjögurra ára. Kosningarnar í dag fara fram um viku eftir að yfirfullur fiskibátur sökk við vesturströnd Grikklands með þeim afleiðingum að hundruð flóttamanna ýmist týndust eða fórust í Miðjarðarhafinu. Atvikið hefur vakið upp spurningar um stranga flóttamannastefnu landsins og aðgerðir stjórnvalda í málaflokknum. Harmleikurinn, sem telst vera einn sá versti í Miðjarðarhafinu í fleiri ár, virðist ekki hafa haft mikil áhrif á kosningarnar þar sem innlend efnahagsmál voru hvað efst í huga kjósenda. Hljóta meirihluta með hjálp lagabreytingar AP fréttaveitan greinir frá því að Lýðræðisflokki Mitsotakis sé nú spáð 157 eða 158 af alls 300 þingsætum á gríska þinginu, þökk sé breytingu á kosningalögum sem veitir stærsta flokknum sérstök aukasæti. Þetta eru fyrstu kosningarnar frá því að lagabreytingin tók gildi en í þingkosningunum í maí vantaði sama flokk fimm sæti til að tryggja sér meirihluta með 41% fylgi. Átta flokkum er spáð þingsætum og hefur sá fjöldi áhrif á það hversu mörg sæti stærsti flokkurinn fær. Í kosningabaráttu sinni lagði Mitsotakis, sitjandi forsætisráðherra einkum áherslu á að tryggja efnahagsvöxt og pólitískan stöðugleika í ríki sem er enn að ná vopnum sínum eftir nærri áratugalanga fjármálakreppu. Grikkland Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Sjá meira
Þetta er í annað sinn á fimm vikum sem þingkosningar fara fram í Grikklandi og benda bráðabirgðaniðurstöðurnar til þess að Lýðræðisflokkurinn hafi tryggt sér rúman þingmeirihluta og endurnýjað stjórnarumboð sitt til næstu fjögurra ára. Kosningarnar í dag fara fram um viku eftir að yfirfullur fiskibátur sökk við vesturströnd Grikklands með þeim afleiðingum að hundruð flóttamanna ýmist týndust eða fórust í Miðjarðarhafinu. Atvikið hefur vakið upp spurningar um stranga flóttamannastefnu landsins og aðgerðir stjórnvalda í málaflokknum. Harmleikurinn, sem telst vera einn sá versti í Miðjarðarhafinu í fleiri ár, virðist ekki hafa haft mikil áhrif á kosningarnar þar sem innlend efnahagsmál voru hvað efst í huga kjósenda. Hljóta meirihluta með hjálp lagabreytingar AP fréttaveitan greinir frá því að Lýðræðisflokki Mitsotakis sé nú spáð 157 eða 158 af alls 300 þingsætum á gríska þinginu, þökk sé breytingu á kosningalögum sem veitir stærsta flokknum sérstök aukasæti. Þetta eru fyrstu kosningarnar frá því að lagabreytingin tók gildi en í þingkosningunum í maí vantaði sama flokk fimm sæti til að tryggja sér meirihluta með 41% fylgi. Átta flokkum er spáð þingsætum og hefur sá fjöldi áhrif á það hversu mörg sæti stærsti flokkurinn fær. Í kosningabaráttu sinni lagði Mitsotakis, sitjandi forsætisráðherra einkum áherslu á að tryggja efnahagsvöxt og pólitískan stöðugleika í ríki sem er enn að ná vopnum sínum eftir nærri áratugalanga fjármálakreppu.
Grikkland Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Sjá meira