Lögreglumaður sem brást ekki við skólaskotárás sýknaður Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2023 09:15 Scot Peterson, fyrrverandi lögreglumaður við framhaldsskólann í Parkland, hrærður eftir að kviðdómur sýknaði hann af ákæru um að vanrækja börn sem voru skotin til bana í árásinni. AP/Amy Beth Bennett/South Florida Sun-Sentinel Kviðdómur í Flórída í Bandaríkjunum sýknaði skólalögreglumann sem var sakaður um að flýja af hólmi þegar byssumaður hóf skothríð í framhaldsskóla í Parkland árið 2018. Byssumaðurinn náði að skjóta sautján manns til bana áður en lögregla hafði hendur í hári hans. Réttarhöldin voru þau fyrstu í sögu Bandaríkjanna þar sem lögreglumaður var ákærður fyrir framgöngu sína í skólaskotárás. Scot Peterson, lögreglumaður við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Flórída, var ákærður fyrir að reyna ekki að stöðva byssumanninn og hafa þannig gerst sekur um vanrækslu á börnum. Myndbandsupptökur sýndu að Peterson hefði farið að byggingunni þar sem nítján ára gamall fyrrverandi nemandi gekk berserksgang með árásarriffli. Byssumaðurinn hafi verið við hinn enda gangs sem lögreglumaðurinn kom að. Í stað þess að ráðast inn kom Peterson sér í var 23 metra í burtu í útskoti á annarri byggingu með byssu sína á lofti. Hann hélt kyrru fyrir þar í fjörtíu mínútur, löngu eftir að árásinni lauk og aðrir lögreglumenn höfðu ráðist til inngöngu. Peterson, sem var ekki í skotheldu vesti þegar árásin átti sér stað, hélt því fram að hann hefði reynt að stöðva byssumanninn en að hann hafi ekki átta sig á því hvaðan skothvellirnir komu vegna þess hvernig þeir bergmáluðu um svæðið. Yfirmaður Peterson sagði fyrir dómi að hann hefði ekki farið eftir verklagsreglum. Segist aldrei gleyma fórnarlömbunum Mikil fagnaðarlæti brutust út á meðal fjölskyldu Peterson og vina þegar kviðdómurinn tilkynnti niðurstöðu sína í gær. „Ég fékk líf mitt aftur. Við fengum líf okkar aftur,“ sagði Peterson þegar hann yfirgaf dómsalinn með eiginkonu sinni og lögmanni. Hann sagðist heldur aldrei gleyma fórnarlömbunum. Feður tveggja nemenda sem féllu í árásinni voru ekki jafnánægðir, að sögn AP-fréttastofunnar. Þeir telja að Peterson hafi vitað hvar byssumaðurinn var en sett eigið öryggi ofar barnanna og flúið af hólmi. Byssumaðurinn, sem nú er 24 ára gamall, var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðin þar sem kviðdómendur voru ekki á einu máli um hvort hann ætti skilið dauðarefsingu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ekki dæmdur til dauða fyrir árásina í Parkland Kviðdómendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að Nikolas Cruz, sem myrti sautján manns í skóla í Parkland í Flórída árið 2018, eigi ekki að vera tekinn af lífi. Þetta var gert opinbert rétt í þessu en saksóknarar höfðu farið fram á dauðadóm eftir að Cruz, sem er fæddur árið 1998, játaði ódæðið í Marjory Stoneman Douglas-skólanum. 13. október 2022 15:18 Allir kennarar Flórída geta nú borið vopn Þing ríkisins samþykkti í gær lög þess eðlis og er þeim ætlað að koma í veg fyrir eða draga úr mannskæðum skotárásum í skólum Flórída. 2. maí 2019 14:01 Sýslumannsfulltrúi stóð hjá á meðan blóðbaðið fór fram Vopnaður fulltrúi sýslumanns fór aldrei inn í framhaldsskólann á Flórída þar sem byssumaður drap sautján unglinga í síðustu viku. 22. febrúar 2018 23:51 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Réttarhöldin voru þau fyrstu í sögu Bandaríkjanna þar sem lögreglumaður var ákærður fyrir framgöngu sína í skólaskotárás. Scot Peterson, lögreglumaður við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Flórída, var ákærður fyrir að reyna ekki að stöðva byssumanninn og hafa þannig gerst sekur um vanrækslu á börnum. Myndbandsupptökur sýndu að Peterson hefði farið að byggingunni þar sem nítján ára gamall fyrrverandi nemandi gekk berserksgang með árásarriffli. Byssumaðurinn hafi verið við hinn enda gangs sem lögreglumaðurinn kom að. Í stað þess að ráðast inn kom Peterson sér í var 23 metra í burtu í útskoti á annarri byggingu með byssu sína á lofti. Hann hélt kyrru fyrir þar í fjörtíu mínútur, löngu eftir að árásinni lauk og aðrir lögreglumenn höfðu ráðist til inngöngu. Peterson, sem var ekki í skotheldu vesti þegar árásin átti sér stað, hélt því fram að hann hefði reynt að stöðva byssumanninn en að hann hafi ekki átta sig á því hvaðan skothvellirnir komu vegna þess hvernig þeir bergmáluðu um svæðið. Yfirmaður Peterson sagði fyrir dómi að hann hefði ekki farið eftir verklagsreglum. Segist aldrei gleyma fórnarlömbunum Mikil fagnaðarlæti brutust út á meðal fjölskyldu Peterson og vina þegar kviðdómurinn tilkynnti niðurstöðu sína í gær. „Ég fékk líf mitt aftur. Við fengum líf okkar aftur,“ sagði Peterson þegar hann yfirgaf dómsalinn með eiginkonu sinni og lögmanni. Hann sagðist heldur aldrei gleyma fórnarlömbunum. Feður tveggja nemenda sem féllu í árásinni voru ekki jafnánægðir, að sögn AP-fréttastofunnar. Þeir telja að Peterson hafi vitað hvar byssumaðurinn var en sett eigið öryggi ofar barnanna og flúið af hólmi. Byssumaðurinn, sem nú er 24 ára gamall, var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðin þar sem kviðdómendur voru ekki á einu máli um hvort hann ætti skilið dauðarefsingu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ekki dæmdur til dauða fyrir árásina í Parkland Kviðdómendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að Nikolas Cruz, sem myrti sautján manns í skóla í Parkland í Flórída árið 2018, eigi ekki að vera tekinn af lífi. Þetta var gert opinbert rétt í þessu en saksóknarar höfðu farið fram á dauðadóm eftir að Cruz, sem er fæddur árið 1998, játaði ódæðið í Marjory Stoneman Douglas-skólanum. 13. október 2022 15:18 Allir kennarar Flórída geta nú borið vopn Þing ríkisins samþykkti í gær lög þess eðlis og er þeim ætlað að koma í veg fyrir eða draga úr mannskæðum skotárásum í skólum Flórída. 2. maí 2019 14:01 Sýslumannsfulltrúi stóð hjá á meðan blóðbaðið fór fram Vopnaður fulltrúi sýslumanns fór aldrei inn í framhaldsskólann á Flórída þar sem byssumaður drap sautján unglinga í síðustu viku. 22. febrúar 2018 23:51 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Ekki dæmdur til dauða fyrir árásina í Parkland Kviðdómendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að Nikolas Cruz, sem myrti sautján manns í skóla í Parkland í Flórída árið 2018, eigi ekki að vera tekinn af lífi. Þetta var gert opinbert rétt í þessu en saksóknarar höfðu farið fram á dauðadóm eftir að Cruz, sem er fæddur árið 1998, játaði ódæðið í Marjory Stoneman Douglas-skólanum. 13. október 2022 15:18
Allir kennarar Flórída geta nú borið vopn Þing ríkisins samþykkti í gær lög þess eðlis og er þeim ætlað að koma í veg fyrir eða draga úr mannskæðum skotárásum í skólum Flórída. 2. maí 2019 14:01
Sýslumannsfulltrúi stóð hjá á meðan blóðbaðið fór fram Vopnaður fulltrúi sýslumanns fór aldrei inn í framhaldsskólann á Flórída þar sem byssumaður drap sautján unglinga í síðustu viku. 22. febrúar 2018 23:51