Finnskur ráðherra segir af sér vegna tengsla við hægriöfgamenn Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2023 11:23 Frá finnska þinginu þar sem Junnila stóð af sér vantrauststillögu í gær. Hann sagði af sér í dag. Vísir/EPA Vilhelm Junnila, efnahagsráðherra Finnlands, tilkynnti að hann ætlaði að segja af sér í dag í kjölfar uppljóstrana um tengsl hans við hægriöfgamenn og grín um nasisma. Junnila entist aðeins í ráðherrastóli í um viku. „Brandarinn“ sem kom Junnila í klandur snerist um frambjóðendanúmer hans fyrir kosningar. Í Finnlandi skrifa kjósendur númer frambjóðanda á kjörseðilinn. Hann var rifjaður upp eftir að Junnila var gerður að efnahagsráðherra í nýrri samsteypustjórn hægriflokka í Finnlandi sem tók við völdum í síðustu viku. „Fyrst af öllu, til hamingju með þetta frábæra frambjóðendanúmer. Ég veit að þetta er vinningsmiðinn. Augljóslega vísar þetta „88“ í tvo stafi H sem við skulum ekki segja meira um,“ sagði Junnila á framboðsfundi í maí, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Talan áttatíu og átta er eitt algengasta tákn nýnasista og hvítra þjóðernissinna. Hún stendur fyrir „Heil Hitler“, hyllingu nasista á leiðtoga sínum, þar sem „H“ er áttundi bókstafurinn í ensku starfrófi. Junnila hélt einnig ræðu á samkomu hægriöfgamanna til að minnasta fórnarlamba árásar marokkósks hælisleitanda árið 2019. Junnila resigns after week-long row over far-right links https://t.co/4CuyOPAcL0— Yle News (@ylenews) June 30, 2023 Hvatti til þungunarrofs í Afríku en hafnaði því heima Junnila, sem kemur úr hægrijaðarflokknum Sönnum Finnum, baðst afsökunar á flíminu með nasisma og sagðist fordæma helförina og gyðingahatur. Hann stóð af sér vantrauststillögu á finnska þinginu vegna málsins í gær. Riikka Purra, leiðtogi Sannra Finna, gagnrýndi stjórnarandstöðuna fyrir að ætla að bola Junnila úr embætti fyrir óviðeigandi húmor. Petteri Orpi, forsætisráðherra, sagði hafa gefið ráðherranum alvarlega viðvörun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þrátt fyrir það sá ráðherrann sæng sína upp reidda í dag. „Þrátt fyrir traust flokksins og þingflokksins sé ég stöðuna svona: svo að ríkisstjórnin geti haldið áfram og fyrir orðspor Finnlands held ég að mér sé ómögulegt að halda áfram sem ráðherra með fullnægjandi hætti,“ sagði í yfirlýsingu frá Junnila. Sjö þingmenn Sænska þjóðarflokksins, eins stjórnarflokkanna, greiddu atkvæði með vantrauststillögunni. Junnila stóð vantraustið aðeins af sér þar sem tólf stjórnarandstöðuþingmenn voru ekki viðstaddir atkvæðagreiðsluna, að sögn YLE. Junnila þurfti einnig að réttlæta fyrirspurn sína á þingi árið 2019 þar sem hann hvatti ríkisstjórnina til þess að hvetja til þungunarrofs í Afríkuríkjum til þess að draga úr mannfjölgun og berjast gegn loftslagsbreytingum. Hann greiddi þó atkvæði gegn rýmri lögum um þungunarrof í Finnlandi. Finnland Tengdar fréttir Hörð hægristjórn tekur við völdum í Finnlandi Finnska þingið lagði blessun sína yfir nýja fjögurra flokka samsteypustjórn hægriflokka undir forsæti Petteris Orpo í dag. Leiðtogi hægrijaðarflokksins Sannra Finna verður fjármálaráðherra nýju stjórnarinnar sem boðar skarpa hægri beygju í útlendingamálum. 20. júní 2023 12:03 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
„Brandarinn“ sem kom Junnila í klandur snerist um frambjóðendanúmer hans fyrir kosningar. Í Finnlandi skrifa kjósendur númer frambjóðanda á kjörseðilinn. Hann var rifjaður upp eftir að Junnila var gerður að efnahagsráðherra í nýrri samsteypustjórn hægriflokka í Finnlandi sem tók við völdum í síðustu viku. „Fyrst af öllu, til hamingju með þetta frábæra frambjóðendanúmer. Ég veit að þetta er vinningsmiðinn. Augljóslega vísar þetta „88“ í tvo stafi H sem við skulum ekki segja meira um,“ sagði Junnila á framboðsfundi í maí, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Talan áttatíu og átta er eitt algengasta tákn nýnasista og hvítra þjóðernissinna. Hún stendur fyrir „Heil Hitler“, hyllingu nasista á leiðtoga sínum, þar sem „H“ er áttundi bókstafurinn í ensku starfrófi. Junnila hélt einnig ræðu á samkomu hægriöfgamanna til að minnasta fórnarlamba árásar marokkósks hælisleitanda árið 2019. Junnila resigns after week-long row over far-right links https://t.co/4CuyOPAcL0— Yle News (@ylenews) June 30, 2023 Hvatti til þungunarrofs í Afríku en hafnaði því heima Junnila, sem kemur úr hægrijaðarflokknum Sönnum Finnum, baðst afsökunar á flíminu með nasisma og sagðist fordæma helförina og gyðingahatur. Hann stóð af sér vantrauststillögu á finnska þinginu vegna málsins í gær. Riikka Purra, leiðtogi Sannra Finna, gagnrýndi stjórnarandstöðuna fyrir að ætla að bola Junnila úr embætti fyrir óviðeigandi húmor. Petteri Orpi, forsætisráðherra, sagði hafa gefið ráðherranum alvarlega viðvörun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þrátt fyrir það sá ráðherrann sæng sína upp reidda í dag. „Þrátt fyrir traust flokksins og þingflokksins sé ég stöðuna svona: svo að ríkisstjórnin geti haldið áfram og fyrir orðspor Finnlands held ég að mér sé ómögulegt að halda áfram sem ráðherra með fullnægjandi hætti,“ sagði í yfirlýsingu frá Junnila. Sjö þingmenn Sænska þjóðarflokksins, eins stjórnarflokkanna, greiddu atkvæði með vantrauststillögunni. Junnila stóð vantraustið aðeins af sér þar sem tólf stjórnarandstöðuþingmenn voru ekki viðstaddir atkvæðagreiðsluna, að sögn YLE. Junnila þurfti einnig að réttlæta fyrirspurn sína á þingi árið 2019 þar sem hann hvatti ríkisstjórnina til þess að hvetja til þungunarrofs í Afríkuríkjum til þess að draga úr mannfjölgun og berjast gegn loftslagsbreytingum. Hann greiddi þó atkvæði gegn rýmri lögum um þungunarrof í Finnlandi.
Finnland Tengdar fréttir Hörð hægristjórn tekur við völdum í Finnlandi Finnska þingið lagði blessun sína yfir nýja fjögurra flokka samsteypustjórn hægriflokka undir forsæti Petteris Orpo í dag. Leiðtogi hægrijaðarflokksins Sannra Finna verður fjármálaráðherra nýju stjórnarinnar sem boðar skarpa hægri beygju í útlendingamálum. 20. júní 2023 12:03 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Hörð hægristjórn tekur við völdum í Finnlandi Finnska þingið lagði blessun sína yfir nýja fjögurra flokka samsteypustjórn hægriflokka undir forsæti Petteris Orpo í dag. Leiðtogi hægrijaðarflokksins Sannra Finna verður fjármálaráðherra nýju stjórnarinnar sem boðar skarpa hægri beygju í útlendingamálum. 20. júní 2023 12:03