Skaut fólk af handahófi á götum Fíladelfíu Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2023 08:41 Lögreglumenn á vettvangi skotárásarinnar í Kingsessing-hverfinu í Fíladelfíu í gærkvöldi. AP/Yong Kim/The Philadelphia Inquirer Vopnaður karlmaður skaut fjóra til bana og særði tvo drengi í að því er virðist handahófskenndri árás á götum Fíladelfíu í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Lögreglumenn handtóku manninn eftir að hann gafst upp. Árásin var gerð í hverfinu Kingsessing í suðvestanverðri Fíladelfíu á níunda tímanum að staðartíma í gærkvöldi. Byssumaðurinn er sagður um fertugt. Hann var vopnaður árásarriffli og klæddur skotheldu vesti. Hann hélt áfram að skjóta á meðan lögreglumenn veittu honum eftirför. Hann gafst á endanum upp og var handtekinn, að sögn AP-fréttastofunnar. Öll fórnarlömbin voru karlmenn. Þrír þeirra voru á aldrinum tuttugu til 59 ára en sá yngsti á bilinu sextán til tuttugu og eins árs. Auk þeirra voru tveggja og þrettán ára drengi færðir á sjúkrahús. Ástand þeirra er sagt stöðugt. Engin augljós tengsl voru á milli byssumannsins og fórnarlamba hans, að sögn Danielle Outlaw, lögreglustjóra Fíladelfíu. „Á þessari stundu vitum við það eitt að þessi maður ákvað að fara að heiman og ráðast á fólk,“ sagði Outlaw á blaðamannafundi. Annar maður var handtekinn á vettvangi vegna gruns um að hann hafi svarað skothríð byssumannsins. Ekki liggur fyrir hvort að þeir tengist. Fjöldamorðið í gær var það tuttugusta og níunda í Bandaríkjunum það sem af er ári samkvæmt gagnagrunni AP og USA Today. Þau hafa aldrei verið fleiri þegar svo skammt er liðið af ári. Þá hafa heldur aldrei fleiri verið myrtir í fjöldaskotárásum svo snemma á árinu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Árásin var gerð í hverfinu Kingsessing í suðvestanverðri Fíladelfíu á níunda tímanum að staðartíma í gærkvöldi. Byssumaðurinn er sagður um fertugt. Hann var vopnaður árásarriffli og klæddur skotheldu vesti. Hann hélt áfram að skjóta á meðan lögreglumenn veittu honum eftirför. Hann gafst á endanum upp og var handtekinn, að sögn AP-fréttastofunnar. Öll fórnarlömbin voru karlmenn. Þrír þeirra voru á aldrinum tuttugu til 59 ára en sá yngsti á bilinu sextán til tuttugu og eins árs. Auk þeirra voru tveggja og þrettán ára drengi færðir á sjúkrahús. Ástand þeirra er sagt stöðugt. Engin augljós tengsl voru á milli byssumannsins og fórnarlamba hans, að sögn Danielle Outlaw, lögreglustjóra Fíladelfíu. „Á þessari stundu vitum við það eitt að þessi maður ákvað að fara að heiman og ráðast á fólk,“ sagði Outlaw á blaðamannafundi. Annar maður var handtekinn á vettvangi vegna gruns um að hann hafi svarað skothríð byssumannsins. Ekki liggur fyrir hvort að þeir tengist. Fjöldamorðið í gær var það tuttugusta og níunda í Bandaríkjunum það sem af er ári samkvæmt gagnagrunni AP og USA Today. Þau hafa aldrei verið fleiri þegar svo skammt er liðið af ári. Þá hafa heldur aldrei fleiri verið myrtir í fjöldaskotárásum svo snemma á árinu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira