Skaut fólk af handahófi á götum Fíladelfíu Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2023 08:41 Lögreglumenn á vettvangi skotárásarinnar í Kingsessing-hverfinu í Fíladelfíu í gærkvöldi. AP/Yong Kim/The Philadelphia Inquirer Vopnaður karlmaður skaut fjóra til bana og særði tvo drengi í að því er virðist handahófskenndri árás á götum Fíladelfíu í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Lögreglumenn handtóku manninn eftir að hann gafst upp. Árásin var gerð í hverfinu Kingsessing í suðvestanverðri Fíladelfíu á níunda tímanum að staðartíma í gærkvöldi. Byssumaðurinn er sagður um fertugt. Hann var vopnaður árásarriffli og klæddur skotheldu vesti. Hann hélt áfram að skjóta á meðan lögreglumenn veittu honum eftirför. Hann gafst á endanum upp og var handtekinn, að sögn AP-fréttastofunnar. Öll fórnarlömbin voru karlmenn. Þrír þeirra voru á aldrinum tuttugu til 59 ára en sá yngsti á bilinu sextán til tuttugu og eins árs. Auk þeirra voru tveggja og þrettán ára drengi færðir á sjúkrahús. Ástand þeirra er sagt stöðugt. Engin augljós tengsl voru á milli byssumannsins og fórnarlamba hans, að sögn Danielle Outlaw, lögreglustjóra Fíladelfíu. „Á þessari stundu vitum við það eitt að þessi maður ákvað að fara að heiman og ráðast á fólk,“ sagði Outlaw á blaðamannafundi. Annar maður var handtekinn á vettvangi vegna gruns um að hann hafi svarað skothríð byssumannsins. Ekki liggur fyrir hvort að þeir tengist. Fjöldamorðið í gær var það tuttugusta og níunda í Bandaríkjunum það sem af er ári samkvæmt gagnagrunni AP og USA Today. Þau hafa aldrei verið fleiri þegar svo skammt er liðið af ári. Þá hafa heldur aldrei fleiri verið myrtir í fjöldaskotárásum svo snemma á árinu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Árásin var gerð í hverfinu Kingsessing í suðvestanverðri Fíladelfíu á níunda tímanum að staðartíma í gærkvöldi. Byssumaðurinn er sagður um fertugt. Hann var vopnaður árásarriffli og klæddur skotheldu vesti. Hann hélt áfram að skjóta á meðan lögreglumenn veittu honum eftirför. Hann gafst á endanum upp og var handtekinn, að sögn AP-fréttastofunnar. Öll fórnarlömbin voru karlmenn. Þrír þeirra voru á aldrinum tuttugu til 59 ára en sá yngsti á bilinu sextán til tuttugu og eins árs. Auk þeirra voru tveggja og þrettán ára drengi færðir á sjúkrahús. Ástand þeirra er sagt stöðugt. Engin augljós tengsl voru á milli byssumannsins og fórnarlamba hans, að sögn Danielle Outlaw, lögreglustjóra Fíladelfíu. „Á þessari stundu vitum við það eitt að þessi maður ákvað að fara að heiman og ráðast á fólk,“ sagði Outlaw á blaðamannafundi. Annar maður var handtekinn á vettvangi vegna gruns um að hann hafi svarað skothríð byssumannsins. Ekki liggur fyrir hvort að þeir tengist. Fjöldamorðið í gær var það tuttugusta og níunda í Bandaríkjunum það sem af er ári samkvæmt gagnagrunni AP og USA Today. Þau hafa aldrei verið fleiri þegar svo skammt er liðið af ári. Þá hafa heldur aldrei fleiri verið myrtir í fjöldaskotárásum svo snemma á árinu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira