Heimsmarkmið um sjálfbæra þróun og alþjóðleg smitáhrif Íslands Lára Hrönn Hlynsdóttir og Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifa 7. júlí 2023 07:01 Sjálfbærni og sjálfbær þróun eru lykilhugtök fyrir framtíð Jarðar og velsæld okkar og komandi kynslóða. Sjálfbær þróun hefur verið skilgreind sem þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta sínum þörfum. Það er nokkuð algengur misskilningur að sjálfbærni snúist aðeins um náttúru og umhverfismál, þó þau séu vissulega ein af þremur meginstoðum sjálfbærrar þróunar. Hinar stoðirnar eru efnahagslíf og samfélagslegir þættir s.s. jafnrétti, heilsa, velferð og menning. Þessar þrjár stoðir tengjast innbyrðis og spila saman. Á síðustu árum hefur sjálfbærnihugtakið þróast enda er það óumflýjanleg staðreynd að efnahagslegur vöxtur getur ekki farið út fyrir þau mörk sem náttúra Jarðarinnar setur okkur. Það að vera sjálfbær snýst því um að búa til félagsleg og efnahagsleg kerfi sem eru ekki skaðleg náttúrunni og tryggja þannig lífsgæði okkar og framtíðarkynslóða. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru leiðarvísir fyrir ríki heims til að takast á við þær stóru áskoranir sem að okkur stafa, s.s. loftslagsvána, ójöfnuð, ófrið og fátækt. Þau leggja áherslu á að samþætta hinar þrjár meginstoðir sjálfbærni; náttúru og umhverfi, samfélag og efnahagslíf. Með heimsmarkmiðunum er einnig lögð áhersla á að engir hópar né einstaklingar verði skildir eftir þegar heimsmarkmiðin eru innleidd. Almennt gengur efnamestu ríkjum heims, Íslandi þar á meðal, vel að innleiða heimsmarkmiðin heima fyrir. Á Íslandi stöndum við nokkuð vel þegar kemur að jafnrétti, menntun og heilbrigðismálum, svo fátt eitt sé nefnt. Hins vegar stöndum við okkur ekki eins vel þegar kemur að svokölluðum neikvæðum smitáhrifum (negative spillover effects) á önnur ríki eða svæði, en með smitáhrifum er átt við hvernig aðgerðir landa hafa neikvæð eða jákvæð áhrif á getu annarra landa til að ná heimsmarkmiðunum. Smitáhrif verða t.d. þegar rík og neyslufrek samfélög eins og Ísland hafa neikvæð áhrif á samfélög, umhverfi, efnahag og öryggi annarra landa með t.d. innflutningi okkar og neyslu. Ekki er nóg fyrir ríki að huga einungis að innleiðingu heimsmarkmiðanna innanlands heldur þarf einnig að vinna markvisst að því að minnka neikvæð smitáhrif svo þau skerði ekki tækifæri annarra landa, sér í lagi fátækari landa, til að ná heimsmarkmiðunum heima fyrir. Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands vann nýlega úttekt á smitáhrifum Íslands að beiðni íslenskra stjórnvalda. Niðurstöður úttektarinnar sýna að helstu neikvæðu smitáhrif Íslands eru tengd mikilli neyslu og innflutningi auk þess sem hringrásarhagkerfið er enn óþroskað. Einnig benda nýlegar rannsóknir til að kolefnisspor Íslendinga sé með því hæsta í heimi þegar allar innfluttar vörur eru teknar með í reikninginn. Leitað var til sérfræðinga sem voru sammála um að mikið og þarft verk lægi fyrir stjórnvöldum til að ná utan um og vinna gegn neikvæðum smitáhrifum Íslands. Helstu verkefnin framundan eru að setja fram skýra framtíðarsýn, markmið og fjármagnaða aðgerðaráætlun, auka rannsóknir og gagnaöflun um smitáhrif Íslands, efla hringrásarhagkerfi og minnka neyslu og hækka framlag Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Íslensk stjórnvöld hafa nú lagt aukna áherslu á að kortleggja og kynna smitáhrif Íslands. Í tengslum við það mun Ísland standa fyrir sérstökum hliðarviðburði um smitáhrif þann 11. júlí næstkomandi kl. 14:00. Fundurinn er haldinn í tengslum við ráðherrafund Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og verður hægt að fylgjast með hliðarviðburðinum á vefsíðu Sjálfbærs Íslands. Höfundar eru forstöðumaður og verkefnisstjóri Sjálfbærnistofnunar Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sjálfbærni og sjálfbær þróun eru lykilhugtök fyrir framtíð Jarðar og velsæld okkar og komandi kynslóða. Sjálfbær þróun hefur verið skilgreind sem þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta sínum þörfum. Það er nokkuð algengur misskilningur að sjálfbærni snúist aðeins um náttúru og umhverfismál, þó þau séu vissulega ein af þremur meginstoðum sjálfbærrar þróunar. Hinar stoðirnar eru efnahagslíf og samfélagslegir þættir s.s. jafnrétti, heilsa, velferð og menning. Þessar þrjár stoðir tengjast innbyrðis og spila saman. Á síðustu árum hefur sjálfbærnihugtakið þróast enda er það óumflýjanleg staðreynd að efnahagslegur vöxtur getur ekki farið út fyrir þau mörk sem náttúra Jarðarinnar setur okkur. Það að vera sjálfbær snýst því um að búa til félagsleg og efnahagsleg kerfi sem eru ekki skaðleg náttúrunni og tryggja þannig lífsgæði okkar og framtíðarkynslóða. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru leiðarvísir fyrir ríki heims til að takast á við þær stóru áskoranir sem að okkur stafa, s.s. loftslagsvána, ójöfnuð, ófrið og fátækt. Þau leggja áherslu á að samþætta hinar þrjár meginstoðir sjálfbærni; náttúru og umhverfi, samfélag og efnahagslíf. Með heimsmarkmiðunum er einnig lögð áhersla á að engir hópar né einstaklingar verði skildir eftir þegar heimsmarkmiðin eru innleidd. Almennt gengur efnamestu ríkjum heims, Íslandi þar á meðal, vel að innleiða heimsmarkmiðin heima fyrir. Á Íslandi stöndum við nokkuð vel þegar kemur að jafnrétti, menntun og heilbrigðismálum, svo fátt eitt sé nefnt. Hins vegar stöndum við okkur ekki eins vel þegar kemur að svokölluðum neikvæðum smitáhrifum (negative spillover effects) á önnur ríki eða svæði, en með smitáhrifum er átt við hvernig aðgerðir landa hafa neikvæð eða jákvæð áhrif á getu annarra landa til að ná heimsmarkmiðunum. Smitáhrif verða t.d. þegar rík og neyslufrek samfélög eins og Ísland hafa neikvæð áhrif á samfélög, umhverfi, efnahag og öryggi annarra landa með t.d. innflutningi okkar og neyslu. Ekki er nóg fyrir ríki að huga einungis að innleiðingu heimsmarkmiðanna innanlands heldur þarf einnig að vinna markvisst að því að minnka neikvæð smitáhrif svo þau skerði ekki tækifæri annarra landa, sér í lagi fátækari landa, til að ná heimsmarkmiðunum heima fyrir. Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands vann nýlega úttekt á smitáhrifum Íslands að beiðni íslenskra stjórnvalda. Niðurstöður úttektarinnar sýna að helstu neikvæðu smitáhrif Íslands eru tengd mikilli neyslu og innflutningi auk þess sem hringrásarhagkerfið er enn óþroskað. Einnig benda nýlegar rannsóknir til að kolefnisspor Íslendinga sé með því hæsta í heimi þegar allar innfluttar vörur eru teknar með í reikninginn. Leitað var til sérfræðinga sem voru sammála um að mikið og þarft verk lægi fyrir stjórnvöldum til að ná utan um og vinna gegn neikvæðum smitáhrifum Íslands. Helstu verkefnin framundan eru að setja fram skýra framtíðarsýn, markmið og fjármagnaða aðgerðaráætlun, auka rannsóknir og gagnaöflun um smitáhrif Íslands, efla hringrásarhagkerfi og minnka neyslu og hækka framlag Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Íslensk stjórnvöld hafa nú lagt aukna áherslu á að kortleggja og kynna smitáhrif Íslands. Í tengslum við það mun Ísland standa fyrir sérstökum hliðarviðburði um smitáhrif þann 11. júlí næstkomandi kl. 14:00. Fundurinn er haldinn í tengslum við ráðherrafund Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og verður hægt að fylgjast með hliðarviðburðinum á vefsíðu Sjálfbærs Íslands. Höfundar eru forstöðumaður og verkefnisstjóri Sjálfbærnistofnunar Háskóla Íslands.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun