Um orðskrípagerð aktívista Eldur Ísidór skrifar 7. júlí 2023 07:30 Svokölluð hýryrðakeppni Samtakanna ´78 hefur borist í umræðuna undanfarna daga. Samtökin auglýsa eftir kynhlutlausum orðum enn eina ferðina sem eiga að ,,auðga tungumálið”. Í þetta sinn óska þau eftir orði sem á að vera kynhlutlaus amma/afi. Kynjafræðingarnir á Suðurgötunni hafa efnt til svona samkeppni áður og þá urðu til orðskrípin hán, kvár og stálp. Þessi orð eiga að lýsa manneskju sem er hvorki kona né karl og hvorki strákur né stelpa. En af hverju vantar þeim þessi nýju orð? Síðustu 10 ár eða svo hafa Samtökin ´78 þróast úr því að vera mannréttindasamtök yfir í að verða lífskoðunarfélag. Það er auðrannsakanlegt viðfangsefni og við þurfum aðeins og skoða þróunina hjá Samtökunum ´78 og öðrum sambærilegum félögum á Vesturlöndum. Félögin eru ekki lengur grasrótarsamtök, heldur orðin að ríkisstyrktum lífskoðunarfélögum sem er stjórnað af kynjafræðingum. Eftir að ein hjúskaparlög tóku gildi var orðið ansi lítið eftir í lagalegri réttindabaráttu samkynhneigðra. Lagalegu jafnrétti hefur verið náð og það er mikið gleðiefni. Það er ekki sjálfsagt að búa í landi sem býr svona vel að minnihlutahóp eins og okkar. En því miður, þá er aktívismi ekki alltaf einungis drifinn af hugsjónum. Aktívismi er einnig stökkbretti á völd, frama og peninga. Alveg sérstaklega þegar bæði ríkisvaldið og stórfyrirtækin eru til í tuskið. Samkvæmt ársskýrslu Samtakanna ´78 eru þau farin að velta vel á annan hundrað milljón króna á ári; svona álíka og meðal ríkisstofnun. Þetta á kostnað skattgreiðanda. En aftur að orðunum sem þeim vantar? Af hverju vantar þeim þessi orð? Félag sem er ekki lengur í beinni mannréttindabaráttu til þess að sækja rétt einhvers til jafns við aðra þarf að þróa eitthvað nýtt til þess að berjast fyrir. Núna er okkur sagt það að við eigum að viðurkenna ótalmörg kyn og að kyn mannfólksins séu fleiri en tvö. Lög um kynrænt sjálfræði sem voru samþykkt árið 2019 án nokkurrar þjóðfélagslegrar umræðu eru notuð sem rök í þessu efni. Kynin eru fleiri vegna þess að lögin segja það. Það er nú ekki eins og lög hafa ekki staðist tímans tönn áður, þannig að ég tek þessum rökum með töluverðum fyrirvara þangað til betri og lógískri rök koma í ljós. Til þess að berjast fyrir réttindum einhvers til jafnræðis við aðra, þarf því að búa til nýjan hóp sem þarf að berjast fyrir. Í þetta sinn er það fólkið sem af einhverjum ástæðum telur sig kynhlutlaust- þrátt fyrir að vera jafnhallærislega konur eða karlar, eins og við hin. Þau vita að kraftur tungumálsins er máttugur. Þau halda að ef þau breyta málinu, þá breytist raunveruleikinn með. Um það snýst málið. Höfundur er formaður Samtakanna 22 - hagsmunasamtaka samkynhneigðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Sjá meira
Svokölluð hýryrðakeppni Samtakanna ´78 hefur borist í umræðuna undanfarna daga. Samtökin auglýsa eftir kynhlutlausum orðum enn eina ferðina sem eiga að ,,auðga tungumálið”. Í þetta sinn óska þau eftir orði sem á að vera kynhlutlaus amma/afi. Kynjafræðingarnir á Suðurgötunni hafa efnt til svona samkeppni áður og þá urðu til orðskrípin hán, kvár og stálp. Þessi orð eiga að lýsa manneskju sem er hvorki kona né karl og hvorki strákur né stelpa. En af hverju vantar þeim þessi nýju orð? Síðustu 10 ár eða svo hafa Samtökin ´78 þróast úr því að vera mannréttindasamtök yfir í að verða lífskoðunarfélag. Það er auðrannsakanlegt viðfangsefni og við þurfum aðeins og skoða þróunina hjá Samtökunum ´78 og öðrum sambærilegum félögum á Vesturlöndum. Félögin eru ekki lengur grasrótarsamtök, heldur orðin að ríkisstyrktum lífskoðunarfélögum sem er stjórnað af kynjafræðingum. Eftir að ein hjúskaparlög tóku gildi var orðið ansi lítið eftir í lagalegri réttindabaráttu samkynhneigðra. Lagalegu jafnrétti hefur verið náð og það er mikið gleðiefni. Það er ekki sjálfsagt að búa í landi sem býr svona vel að minnihlutahóp eins og okkar. En því miður, þá er aktívismi ekki alltaf einungis drifinn af hugsjónum. Aktívismi er einnig stökkbretti á völd, frama og peninga. Alveg sérstaklega þegar bæði ríkisvaldið og stórfyrirtækin eru til í tuskið. Samkvæmt ársskýrslu Samtakanna ´78 eru þau farin að velta vel á annan hundrað milljón króna á ári; svona álíka og meðal ríkisstofnun. Þetta á kostnað skattgreiðanda. En aftur að orðunum sem þeim vantar? Af hverju vantar þeim þessi orð? Félag sem er ekki lengur í beinni mannréttindabaráttu til þess að sækja rétt einhvers til jafns við aðra þarf að þróa eitthvað nýtt til þess að berjast fyrir. Núna er okkur sagt það að við eigum að viðurkenna ótalmörg kyn og að kyn mannfólksins séu fleiri en tvö. Lög um kynrænt sjálfræði sem voru samþykkt árið 2019 án nokkurrar þjóðfélagslegrar umræðu eru notuð sem rök í þessu efni. Kynin eru fleiri vegna þess að lögin segja það. Það er nú ekki eins og lög hafa ekki staðist tímans tönn áður, þannig að ég tek þessum rökum með töluverðum fyrirvara þangað til betri og lógískri rök koma í ljós. Til þess að berjast fyrir réttindum einhvers til jafnræðis við aðra, þarf því að búa til nýjan hóp sem þarf að berjast fyrir. Í þetta sinn er það fólkið sem af einhverjum ástæðum telur sig kynhlutlaust- þrátt fyrir að vera jafnhallærislega konur eða karlar, eins og við hin. Þau vita að kraftur tungumálsins er máttugur. Þau halda að ef þau breyta málinu, þá breytist raunveruleikinn með. Um það snýst málið. Höfundur er formaður Samtakanna 22 - hagsmunasamtaka samkynhneigðra.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun