Banna teiknimyndina um Bósa Ljósár Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 8. júlí 2023 14:30 Bósa Ljósári haldið hátt á lofti í hinsegin göngu í Valencia á Spáni. Xisco Navarro/Getty Images Nýr meirihluti hægri flokkanna á Spáni hefur bannað sýningu myndarinnar um Bósa ljósár í litlum bæ á Norður-Spáni. Í myndinni sjást tvær konur kyssast eitt augnablik. VOX stendur við það sem hann lofar Það er ekki hægt að segja að öfgahægriflokkurinn VOX hér á Spáni standi ekki við það sem hann lofar. Hann hefur lofað því fyrir þingkosningarnar eftir tvær vikur að komist hann í ríkisstjórn þá verði lögum sem auki jafnrétti kynjanna og réttindi hinsegin fólks snúið við og lög um þungunarrof felld úr gildi. Og nú hefur flokkurinn gefið kjósendum smjörþefinn af því sem koma skal. VOX og Lýðflokkurinn, sem er borgaralegur hægri flokkur og stærsti flokkur landsins samkvæmt nýjum skoðanakönnunum, mynda nýjan meirihluta í litlum bæ á norðurströnd Spánar, Santa Cruz de Bezana. Saman felldu þeir Sósíalistaflokkinn sem hafði skipulagt sumarbíó bæjarins, sem eru kvikmyndasýningar á föstudagskvöldum undir heiðum sumarhimni á aðaltorgi bæjarins. Sumarbíóið átti að byrja í gærkvöld, og fyrsta mynd sumarsins átti að vera teiknimynd Pixars um Bósa ljósár, sem frumsýnd var í fyrrasumar. Fyrir þá sem ekki muna þá er Bósi ljósár geimfari sem rekur upphaf sitt til Toy Story myndanna. Teiknimyndin um Bósa ljósár hefur nú verið bönnuð á bænum Santa Cruz de Bezana á Norður-Spáni en öfgahægriflokkurinn VOX myndar meirihluta þar ásamt Lýðflokknum eftir sveitarstjórnarkosningarnar á Spáni í lok maí.Public Domain Út með Bósa, inn með slæmu strákana En núna fer VOX með menningarmál bæjarins og þar var brugðist hratt við sumardagskránni, Ljósári var kippt út og þess í stað var teiknimynd Dreamworks, The Bad Guys, sýnd í gærkvöldi. Nokkur umræða varð um myndina Ljósár þegar hún var frumsýnd í fyrra og hún var bönnuð í a.m.k. 16 múslimalöndum í Austurlöndum nær. Ástæðan var sú að tvær konur sjást kyssast eitt örstutt augnablik. Og einmitt vegna þessa olli hún þó nokkru fjaðrafoki í Bandaríkjunum þar sem bókabann er t.a.m. stundað af miklum þrótti þessi misserin. Létu líka fjarlægja Regnbogafánann Myndin hefur þó hvergi í Evrópu verið bönnuð, þar til núna að henni er kippt út af sumardagskrá Santa Cruz de Bezana. Þetta er ekki eina atlagan að hinsegin fólki sem VOX hefur lagt í síðan flokkurinn komst í meirihluta í bænum. Eitt fyrsta verk hans var að láta fjarlægja Regnbogafána hinsegin fólks af ráðhúsi bæjarins þar sem hann hafði lengi fengið að blakta óáreittur. Enginn úr röðum hinna ráðandi hægri flokka hefur viljað tjá sig um málið við spænska fjölmiðla. Spánn Menning Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
VOX stendur við það sem hann lofar Það er ekki hægt að segja að öfgahægriflokkurinn VOX hér á Spáni standi ekki við það sem hann lofar. Hann hefur lofað því fyrir þingkosningarnar eftir tvær vikur að komist hann í ríkisstjórn þá verði lögum sem auki jafnrétti kynjanna og réttindi hinsegin fólks snúið við og lög um þungunarrof felld úr gildi. Og nú hefur flokkurinn gefið kjósendum smjörþefinn af því sem koma skal. VOX og Lýðflokkurinn, sem er borgaralegur hægri flokkur og stærsti flokkur landsins samkvæmt nýjum skoðanakönnunum, mynda nýjan meirihluta í litlum bæ á norðurströnd Spánar, Santa Cruz de Bezana. Saman felldu þeir Sósíalistaflokkinn sem hafði skipulagt sumarbíó bæjarins, sem eru kvikmyndasýningar á föstudagskvöldum undir heiðum sumarhimni á aðaltorgi bæjarins. Sumarbíóið átti að byrja í gærkvöld, og fyrsta mynd sumarsins átti að vera teiknimynd Pixars um Bósa ljósár, sem frumsýnd var í fyrrasumar. Fyrir þá sem ekki muna þá er Bósi ljósár geimfari sem rekur upphaf sitt til Toy Story myndanna. Teiknimyndin um Bósa ljósár hefur nú verið bönnuð á bænum Santa Cruz de Bezana á Norður-Spáni en öfgahægriflokkurinn VOX myndar meirihluta þar ásamt Lýðflokknum eftir sveitarstjórnarkosningarnar á Spáni í lok maí.Public Domain Út með Bósa, inn með slæmu strákana En núna fer VOX með menningarmál bæjarins og þar var brugðist hratt við sumardagskránni, Ljósári var kippt út og þess í stað var teiknimynd Dreamworks, The Bad Guys, sýnd í gærkvöldi. Nokkur umræða varð um myndina Ljósár þegar hún var frumsýnd í fyrra og hún var bönnuð í a.m.k. 16 múslimalöndum í Austurlöndum nær. Ástæðan var sú að tvær konur sjást kyssast eitt örstutt augnablik. Og einmitt vegna þessa olli hún þó nokkru fjaðrafoki í Bandaríkjunum þar sem bókabann er t.a.m. stundað af miklum þrótti þessi misserin. Létu líka fjarlægja Regnbogafánann Myndin hefur þó hvergi í Evrópu verið bönnuð, þar til núna að henni er kippt út af sumardagskrá Santa Cruz de Bezana. Þetta er ekki eina atlagan að hinsegin fólki sem VOX hefur lagt í síðan flokkurinn komst í meirihluta í bænum. Eitt fyrsta verk hans var að láta fjarlægja Regnbogafána hinsegin fólks af ráðhúsi bæjarins þar sem hann hafði lengi fengið að blakta óáreittur. Enginn úr röðum hinna ráðandi hægri flokka hefur viljað tjá sig um málið við spænska fjölmiðla.
Spánn Menning Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira