Beindu stýriflaugum og drónum að Odessa Samúel Karl Ólason skrifar 18. júlí 2023 08:03 Gífurlega mikið magn farms getur farið í gegnum höfnina í Odessa en hún hefur verið títt skotmark Rússa frá því innrás þeirra hófst. EPA/Bo Amstrup Rússar skutu stýriflaugum og flugu sjálfsprengidrónum að höfninni í Odessa við Svartahaf í nótt. Árásin er sögð hafa valdið skemmdum á innviðum í höfninni, sem er mikilvæg fyrir kornútflutning Úkraínumanna. Rússar neituðu í gær að framlengja kornsamkomulagið svokallaða og ráðamenn í Rússlandi hafa einnig heitið hefndum vegna árásar Úkraínumanna á brúnna yfir Kerch-sund, sem tengir Krímskaga við meginland Rússlands. Úkraínumenn segjast hafa skotið allar stýriflaugarnar sex niður og sömuleiðis alla drónana, en Rússar eru sagðir hafa flogið fleiri en þrjátíu Shahed-drónum að borginni frá Krímskaga. Brak úr stýriflaugunum og drónunum og sprengingar munu þó hafa ollið skaða á höfninni og íbúðarhúsnæði en einn eldri maður er sagður hafa særst, samkvæmt frétt Reuters. Sjá einnig: Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur Talsmenn úkraínska hersins í suðri segja stýriflaugarnar hafa verið skotnar niður yfir Odessa en að flestir drónanna hefðu verið skotnir niður áður en þeir náðu þangað. Myndefni sem hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum er sagt sýna hluta árásarinnar á Odessa í nótt. Russian Sources are reporting that a 3M54-1 Kalibr Cruise Missile has Targeted the Large Commercial Port in the Ukrainian City of Odesa tonight, with a Pillar of Black Smoke seen coming from the Location after the Explosion; the Port of Odesa was the Primary Port during the pic.twitter.com/Nc1oOMemhT— OSINTdefender (@sentdefender) July 18, 2023 Andriy Yermak, starfsmannstjóri Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, sagði í morgun að árásin væri enn ein sönnun þess að Rússar ógnuðu lífum þeirra fjögur hundruð milljóna sem treysti á matvælaútflutning frá Úkraínu. Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20 Tveir látnir í kjölfar sprenginga á brúnni milli Rússlands og Krímskaga Tveir eru látnir og Kerch-brúnni, sem tengir Krímskaga við Rússland, hefur verið lokað eftir að sprengingar heyrðust þar snemma í morgun. Svo virðist sem látnu hafi verið að aka yfir brúna þegar þau létust en yfirvöld í Belgorod segja um að ræða par, mann og konu. 17. júlí 2023 06:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Rússar neituðu í gær að framlengja kornsamkomulagið svokallaða og ráðamenn í Rússlandi hafa einnig heitið hefndum vegna árásar Úkraínumanna á brúnna yfir Kerch-sund, sem tengir Krímskaga við meginland Rússlands. Úkraínumenn segjast hafa skotið allar stýriflaugarnar sex niður og sömuleiðis alla drónana, en Rússar eru sagðir hafa flogið fleiri en þrjátíu Shahed-drónum að borginni frá Krímskaga. Brak úr stýriflaugunum og drónunum og sprengingar munu þó hafa ollið skaða á höfninni og íbúðarhúsnæði en einn eldri maður er sagður hafa særst, samkvæmt frétt Reuters. Sjá einnig: Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur Talsmenn úkraínska hersins í suðri segja stýriflaugarnar hafa verið skotnar niður yfir Odessa en að flestir drónanna hefðu verið skotnir niður áður en þeir náðu þangað. Myndefni sem hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum er sagt sýna hluta árásarinnar á Odessa í nótt. Russian Sources are reporting that a 3M54-1 Kalibr Cruise Missile has Targeted the Large Commercial Port in the Ukrainian City of Odesa tonight, with a Pillar of Black Smoke seen coming from the Location after the Explosion; the Port of Odesa was the Primary Port during the pic.twitter.com/Nc1oOMemhT— OSINTdefender (@sentdefender) July 18, 2023 Andriy Yermak, starfsmannstjóri Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, sagði í morgun að árásin væri enn ein sönnun þess að Rússar ógnuðu lífum þeirra fjögur hundruð milljóna sem treysti á matvælaútflutning frá Úkraínu.
Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20 Tveir látnir í kjölfar sprenginga á brúnni milli Rússlands og Krímskaga Tveir eru látnir og Kerch-brúnni, sem tengir Krímskaga við Rússland, hefur verið lokað eftir að sprengingar heyrðust þar snemma í morgun. Svo virðist sem látnu hafi verið að aka yfir brúna þegar þau létust en yfirvöld í Belgorod segja um að ræða par, mann og konu. 17. júlí 2023 06:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20
Tveir látnir í kjölfar sprenginga á brúnni milli Rússlands og Krímskaga Tveir eru látnir og Kerch-brúnni, sem tengir Krímskaga við Rússland, hefur verið lokað eftir að sprengingar heyrðust þar snemma í morgun. Svo virðist sem látnu hafi verið að aka yfir brúna þegar þau létust en yfirvöld í Belgorod segja um að ræða par, mann og konu. 17. júlí 2023 06:51