Litríkar lausnir sem geta bætt líf okkar allra Sigþór U. Hallfreðsson skrifar 19. júlí 2023 08:00 Í enskri tungu er að finna hugtakið „Curb-Cut Effect“ um hönnun sem upphaflega var hugsuð til að auðvelda líf og aðgengi minnihlutahópa en kemur öllum öðrum líka til góða. Fjöldi uppfinninga sem við þekkjum úr daglegu lífi spruttu af löngun fólks með skapandi hugsun til að styðja annað fólk til sjálfstæðis og jafnari aðstöðu í samfélaginu. Sem dæmi um slíkar uppfinningar má nefna talgervils- og raddgreiningartækni. Góður talgervill gerir sjónskertum og þeim sem eru með lestrarvanda kleift að hlusta á texta í tölvu eða síma og raddgreiningartæknin kemur töluðum orðum í stafrænan texta eða skipanir og hefur meðal annars fært okkur þær tæknifrænkur, Siri og Alexu, sem flest okkar þekkja. Þá má líka nefna að fyrstu ritvélar heimsins voru hannaðar til að auðvelda blindu fólki skrif og svo við komum aftur að hugtakinu „Curb-Cut Effect“ þá vísar það til fláa eða rampa á gangstéttum, sem upphaflega voru ætlaðir til að bæta aðgengi fólks í hjólastólum en bæta vitanlega aðgengi mun fleiri hópa. Í ljósi þess öfluga starfs sem unnið hefur verið hér á landi undir slagorðinu „Römpum upp Reykjavík“ liggur því beint við að snara „Curb-Cut Effect“ yfir á íslensku sem „rampa-áhrif“. Hugmyndin að því verkefni kviknaði hjá frumkvöðlinum Haraldi Þorleifssyni þegar hann sat í hjólastól sínum fyrir utan verslun í Reykjavík á meðan fjölskylda hans var þar inni, því trappa skildi þau á milli. Fæstir tóku eftir tröppunni en fyrir fólk í hjólastól var hún óyfirstíganleg hindrun. Með því að setja sig í spor minnihlutahóps í eitt augnablik er hægt að breyta eða bæta hönnun sem bætir aðgengi, þátttöku og sjálfstæði fatlaðs fólks en gagnast líka öllum öðrum. Nýtum okkur öll litadýrðina Glænýtt dæmi um slíkt er uppsetning NaviLens-kóða á öllum biðstöðvum og vögnum Strætó á höfuðborgarsvæðinu. NaviLens-kóðar eru samsettir úr litríkum ferningum og virka á svipaðan hátt og QR-kóðar. Þau ykkar sem hafa skannað QR-kóða óttast ef til vill að NaviLens kalli á sömu nákvæmnisvinnuna og hægaganginn en óttist eigi. Hægt er að skanna NaviLens-merki úr miklu meiri fjarlægð, víðara sjónarhorni (allt að 160 gráðu) en QR-kóða og þótt síminn sé á hreyfingu. Einnig er hægt að lesa NaviLens-merki mjög hratt eða á um 0,03 sekúndum og við öll birtuskilyrði. Notendurnir skanna merkin með því að nota ókeypis app sem veitir heyranlegar upplýsingar í samhengi við staðsetningu og stefnu notandans og getur auk þess greint mörg merki samtímis og miðlað til notandans. Engin þörf er því á sérstakri einbeitingu að kóðanum sjálfum enda nauðsynlegt fyrir fólk með sjónskerðingu að hafa fókus á fleiri þáttum umhverfisins á ferðum sínum. Sjáandi fólk ætti einnig að hafa mikinn hag af þessum merkingum enda getur NaviLens líka þýtt upplýsingarnar sjálfvirkt á 34 mismunandi tungumál og þannig nýst fólki sem ekki hefur íslensku sem fyrsta tungumál nú og ferðamönnum. Merkin má svo nýta til að veita leiðbeiningar, upplýsingar og leiðsögn í almenningsrýmum, strætóskýlum, söfnum eða opinberum byggingum og víðar enda bjóða þau upp á mun fleiri notkunarmöguleika en við höfum enn náð að tileinka okkur. Já-vinirnir færa okkur seint nýjar lausnir „Fjölmörg fleiri dæmi en hér hafa verið talin upp sýna hve gagnlegt það er að geta sett sig í spor annarra og hugsað hlutina upp á nýtt. Svo ég leyfi mér smá útúrdúr, en samt ekki, þá má í þessu samhengi nefna að greiningar McKinsey & Company á yfir 1.000 stórfyrirtækjum í 15 löndum hafa ítrekað sýnt að fyrirtæki með fjölbreytt stjórnendateymi eru jafnan með arðbærari rekstur en þau sem hafa einsleit teymi. Enda segir sig kannski sjálft að ef markmiðið er að leysa flókin vandamál eða skapa eitthvað sem skiptir máli er oftast gagnlegra að fá sjónarhorn fólks með ólíkan bakgrunn, reynslu og þekkingu en þéttan félagahóp eða já-vini. Það sem gerir okkur ólík getur verið frjór jarðvegur sköpunargáfunnar og með því að virkja og styrkja aðra í samfélaginu gerum við lífið auðveldara, heilsusamlegra og vingjarnlegra fyrir alla. Höfundur er formaður Blindrafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í enskri tungu er að finna hugtakið „Curb-Cut Effect“ um hönnun sem upphaflega var hugsuð til að auðvelda líf og aðgengi minnihlutahópa en kemur öllum öðrum líka til góða. Fjöldi uppfinninga sem við þekkjum úr daglegu lífi spruttu af löngun fólks með skapandi hugsun til að styðja annað fólk til sjálfstæðis og jafnari aðstöðu í samfélaginu. Sem dæmi um slíkar uppfinningar má nefna talgervils- og raddgreiningartækni. Góður talgervill gerir sjónskertum og þeim sem eru með lestrarvanda kleift að hlusta á texta í tölvu eða síma og raddgreiningartæknin kemur töluðum orðum í stafrænan texta eða skipanir og hefur meðal annars fært okkur þær tæknifrænkur, Siri og Alexu, sem flest okkar þekkja. Þá má líka nefna að fyrstu ritvélar heimsins voru hannaðar til að auðvelda blindu fólki skrif og svo við komum aftur að hugtakinu „Curb-Cut Effect“ þá vísar það til fláa eða rampa á gangstéttum, sem upphaflega voru ætlaðir til að bæta aðgengi fólks í hjólastólum en bæta vitanlega aðgengi mun fleiri hópa. Í ljósi þess öfluga starfs sem unnið hefur verið hér á landi undir slagorðinu „Römpum upp Reykjavík“ liggur því beint við að snara „Curb-Cut Effect“ yfir á íslensku sem „rampa-áhrif“. Hugmyndin að því verkefni kviknaði hjá frumkvöðlinum Haraldi Þorleifssyni þegar hann sat í hjólastól sínum fyrir utan verslun í Reykjavík á meðan fjölskylda hans var þar inni, því trappa skildi þau á milli. Fæstir tóku eftir tröppunni en fyrir fólk í hjólastól var hún óyfirstíganleg hindrun. Með því að setja sig í spor minnihlutahóps í eitt augnablik er hægt að breyta eða bæta hönnun sem bætir aðgengi, þátttöku og sjálfstæði fatlaðs fólks en gagnast líka öllum öðrum. Nýtum okkur öll litadýrðina Glænýtt dæmi um slíkt er uppsetning NaviLens-kóða á öllum biðstöðvum og vögnum Strætó á höfuðborgarsvæðinu. NaviLens-kóðar eru samsettir úr litríkum ferningum og virka á svipaðan hátt og QR-kóðar. Þau ykkar sem hafa skannað QR-kóða óttast ef til vill að NaviLens kalli á sömu nákvæmnisvinnuna og hægaganginn en óttist eigi. Hægt er að skanna NaviLens-merki úr miklu meiri fjarlægð, víðara sjónarhorni (allt að 160 gráðu) en QR-kóða og þótt síminn sé á hreyfingu. Einnig er hægt að lesa NaviLens-merki mjög hratt eða á um 0,03 sekúndum og við öll birtuskilyrði. Notendurnir skanna merkin með því að nota ókeypis app sem veitir heyranlegar upplýsingar í samhengi við staðsetningu og stefnu notandans og getur auk þess greint mörg merki samtímis og miðlað til notandans. Engin þörf er því á sérstakri einbeitingu að kóðanum sjálfum enda nauðsynlegt fyrir fólk með sjónskerðingu að hafa fókus á fleiri þáttum umhverfisins á ferðum sínum. Sjáandi fólk ætti einnig að hafa mikinn hag af þessum merkingum enda getur NaviLens líka þýtt upplýsingarnar sjálfvirkt á 34 mismunandi tungumál og þannig nýst fólki sem ekki hefur íslensku sem fyrsta tungumál nú og ferðamönnum. Merkin má svo nýta til að veita leiðbeiningar, upplýsingar og leiðsögn í almenningsrýmum, strætóskýlum, söfnum eða opinberum byggingum og víðar enda bjóða þau upp á mun fleiri notkunarmöguleika en við höfum enn náð að tileinka okkur. Já-vinirnir færa okkur seint nýjar lausnir „Fjölmörg fleiri dæmi en hér hafa verið talin upp sýna hve gagnlegt það er að geta sett sig í spor annarra og hugsað hlutina upp á nýtt. Svo ég leyfi mér smá útúrdúr, en samt ekki, þá má í þessu samhengi nefna að greiningar McKinsey & Company á yfir 1.000 stórfyrirtækjum í 15 löndum hafa ítrekað sýnt að fyrirtæki með fjölbreytt stjórnendateymi eru jafnan með arðbærari rekstur en þau sem hafa einsleit teymi. Enda segir sig kannski sjálft að ef markmiðið er að leysa flókin vandamál eða skapa eitthvað sem skiptir máli er oftast gagnlegra að fá sjónarhorn fólks með ólíkan bakgrunn, reynslu og þekkingu en þéttan félagahóp eða já-vini. Það sem gerir okkur ólík getur verið frjór jarðvegur sköpunargáfunnar og með því að virkja og styrkja aðra í samfélaginu gerum við lífið auðveldara, heilsusamlegra og vingjarnlegra fyrir alla. Höfundur er formaður Blindrafélagsins.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun