Fær rúmar hundrað milljónir í skaðabætur frá McDonald's Máni Snær Þorláksson skrifar 20. júlí 2023 21:48 Olivia Caraballo og móðir hennar Philana Holmes í dómssal. AP/Amy Beth Bennett McDonald's þarf að greiða ungri stúlku frá Flórída í Bandaríkjunum bætur upp á átta hundruð þúsund dali, sem samsvarar rúmum hundrað milljónum í íslenskum krónum. Ástæðan er sú að stúlkan fékk annars stigs bruna eftir að kjúklinganaggi úr barnaboxi datt á hana. Olivia Caraballo var fjögurra ára gömul þegar hún brann vegna naggans en það gerðist árið 2019. Philana Holmes, móðir Caraballo, hafði keypt tvö barnabox í lúgunni á McDonalds, eitt fyrir dóttur sína og annað fyrir son sinn. Þegar Holmes keyrði í burtu frá lúgunni féll einn naggi á innra læri stúlkunnar og öskraði hún í kjölfarið. Nagginn hafði dottið á milli lærisins og bílbeltisins. Caraballo fékk brunasár vegna naggans sem tók um þrjár vikur að gróa. Eftir situr þó ör sem stúlkan hefur sagst vilja losna við. Holmes sagði fyrir dómi að McDonald's hafi aldrei varað hana við að maturinn væri óvenjulega heitur. Á móti sögðu lögmenn McDonald's að maturinn yrði að vera nógu heitur til að koma í veg fyrir salmonellusýkingar, það sem gerist eftir að maturinn er kominn út um lúguna sé ekki á þeirra ábyrgð. Báðar hliðar voru sammála um að brunasárið hafi verið af völdum naggans. Lögmenn stúlkunnar vildu þó meina að nagginn hafi verið yfir 93 gráður á selsíus en lögmenn McDonald's sögðu að hann hafi ekki verið meira en 71 gráða. „Hún fer ennþá á McDonald's“ Lögmenn stúlkunnar og fjölskyldu hennar kröfðust fimmtán milljóna dala, tæpum tveimur milljörðum í íslenskum krónum, í skaðabætur. Hins vegar færðu Lögmenn McDonald's rök fyrir því að óþægindi stúlkunnar hefðu liðið undir lok þegar sárið var búið að gróa. Móðir hennar væri sú sem hefði áhyggjur af örinu og að 156 þúsund dalir væru nægilegar skaðabætur. „Hún fer ennþá á McDonald's, hún biður ennþá um að fara á McDonald's, hún fer ennþá í bílalúguna með móður sinni og fær nagga,“ sagði Jennifer Miller, lögmaður McDonald's, fyrir dómi. Að lokum fór það svo að McDonald's var gert að greiða Caraballo fjögur hundruð þúsund dali í skaðabætur fyrir síðustu fjögur ár og svo fjögur hundruð þúsund dali í viðbót fyrir framtíðina. Alls eru þetta átta hundruð þúsund dalir sem samsvara um 105 milljónum í íslenskum krónum. Brenndi sig illa á sjóðheitu kaffi Málið svipar nokkuð til annars máls sem vakti mikla athygli á tíunda áratugi síðustu aldar. Þá var hinni 81 árs gömlu Stellu Liebeck dæmdar 2,7 milljónir dala í skaðabætur eftir að hún fékk sjóðandi heitt kaffi frá McDonalds yfir sig. Kaffið helltist yfir fætur Liebeck, klof hennar og rasskinnar með þeim afleiðingum að hún fékk þriðja stigs bruna. Þá þurfti hún að dvelja í rúmlega viku á spítala. Liebeck ætlaði upphaflega ekki að fara í mál við skyndibitastaðinn. Hún bað McDonalds's einfaldlega um að greiða sjúkrakostnaðinn vegna brunans. McDonald's tók það hins vegar ekki í mál og endaði þetta með því að tekist var á um málið í dómssal. Sem fyrr segir átti Liebeck að fá tæpar þrjár milljónir dala en sú upphæð var síðar lækkuð í 480 þúsund dali. Bandaríkin Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Olivia Caraballo var fjögurra ára gömul þegar hún brann vegna naggans en það gerðist árið 2019. Philana Holmes, móðir Caraballo, hafði keypt tvö barnabox í lúgunni á McDonalds, eitt fyrir dóttur sína og annað fyrir son sinn. Þegar Holmes keyrði í burtu frá lúgunni féll einn naggi á innra læri stúlkunnar og öskraði hún í kjölfarið. Nagginn hafði dottið á milli lærisins og bílbeltisins. Caraballo fékk brunasár vegna naggans sem tók um þrjár vikur að gróa. Eftir situr þó ör sem stúlkan hefur sagst vilja losna við. Holmes sagði fyrir dómi að McDonald's hafi aldrei varað hana við að maturinn væri óvenjulega heitur. Á móti sögðu lögmenn McDonald's að maturinn yrði að vera nógu heitur til að koma í veg fyrir salmonellusýkingar, það sem gerist eftir að maturinn er kominn út um lúguna sé ekki á þeirra ábyrgð. Báðar hliðar voru sammála um að brunasárið hafi verið af völdum naggans. Lögmenn stúlkunnar vildu þó meina að nagginn hafi verið yfir 93 gráður á selsíus en lögmenn McDonald's sögðu að hann hafi ekki verið meira en 71 gráða. „Hún fer ennþá á McDonald's“ Lögmenn stúlkunnar og fjölskyldu hennar kröfðust fimmtán milljóna dala, tæpum tveimur milljörðum í íslenskum krónum, í skaðabætur. Hins vegar færðu Lögmenn McDonald's rök fyrir því að óþægindi stúlkunnar hefðu liðið undir lok þegar sárið var búið að gróa. Móðir hennar væri sú sem hefði áhyggjur af örinu og að 156 þúsund dalir væru nægilegar skaðabætur. „Hún fer ennþá á McDonald's, hún biður ennþá um að fara á McDonald's, hún fer ennþá í bílalúguna með móður sinni og fær nagga,“ sagði Jennifer Miller, lögmaður McDonald's, fyrir dómi. Að lokum fór það svo að McDonald's var gert að greiða Caraballo fjögur hundruð þúsund dali í skaðabætur fyrir síðustu fjögur ár og svo fjögur hundruð þúsund dali í viðbót fyrir framtíðina. Alls eru þetta átta hundruð þúsund dalir sem samsvara um 105 milljónum í íslenskum krónum. Brenndi sig illa á sjóðheitu kaffi Málið svipar nokkuð til annars máls sem vakti mikla athygli á tíunda áratugi síðustu aldar. Þá var hinni 81 árs gömlu Stellu Liebeck dæmdar 2,7 milljónir dala í skaðabætur eftir að hún fékk sjóðandi heitt kaffi frá McDonalds yfir sig. Kaffið helltist yfir fætur Liebeck, klof hennar og rasskinnar með þeim afleiðingum að hún fékk þriðja stigs bruna. Þá þurfti hún að dvelja í rúmlega viku á spítala. Liebeck ætlaði upphaflega ekki að fara í mál við skyndibitastaðinn. Hún bað McDonalds's einfaldlega um að greiða sjúkrakostnaðinn vegna brunans. McDonald's tók það hins vegar ekki í mál og endaði þetta með því að tekist var á um málið í dómssal. Sem fyrr segir átti Liebeck að fá tæpar þrjár milljónir dala en sú upphæð var síðar lækkuð í 480 þúsund dali.
Bandaríkin Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira