Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn sagðir gefa í og sækja fram í Saporisjía Samúel Karl Ólason skrifar 27. júlí 2023 09:37 Úkraínskir hermenn á víglínunni í Saporisjíahéraði. AP/Efrem Lukatsky Úkraínumenn eru sagðir hafa sett aukinn þunga í árásir þeirra gegn Rússum í Sapórisíjahéraði í suðausturhluta landsins. Þeir hafa einnig náð frekari árangri nærri Bakhmut í Dónetskhéraði. Heimildarmenn New York Times í Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segja útlit fyrir að Úkraínumenn séu að senda þúsundir hermanna, sem þjálfaðir eru á Vesturlöndum og búnir vestrænum vopnum, á víglínurnar. Rússneskir ráðamenn hafa sagt að úkraínskir hermenn á um hundrað Leopard skriðdrekum og Bradley bryndrekum hafi tekið þátt í árásinni. Herbloggarar hafa þó sagt árásina mun umfangsminni en það. Þá hefur NYT eftir talsmanni Varnarmálaráðuneytis Rússlands að gríðarlega umfangsmiklir bardagar hafi átt sér stað suður af bænum Orikív. Þar hafa borist fregnir af því að Úkraínumenn hafi brotið sér leið í gegnum fyrstu varnarlínur Rússa og sagðir hafa náð að jaðri bæjarins Robotyne, áður en þeir voru reknir eitthvað aftur á bak. Washington Post hefur þó eftir heimildarmönnum sínum í varnarmálaráðuneytinu að enn sé ekki ljóst hvort þetta sé karfan sem Úkraínumenn ætli að setja flest sín egg í, ef svo má að orði komast. Þeir gætu verið að reyna að þvinga Rússa til að senda varalið sitt til Robotyne til að ná frekari árangri annars staðar. Bandaríska hugveitan Institute for the study of war segir rússneska herbloggara mjög ósammála um hvað hafi gerst nærri Robotyne og að ástandið sé nokkuð óljóst. Vísbendingar séu þó um að Úkraínumönnum hafi vegnað betur en Rússar gefa til kynna. NEW: #Ukrainian forces launched a significant mechanized #counteroffensive operation in western #Zaporizhia Oblast on July 26 and appear to have broken through certain pre-prepared Russian defensive positions south of #Orikhiv. Latest on #Ukraine: https://t.co/LBQc1biLAz pic.twitter.com/xNRbqelzmt— ISW (@TheStudyofWar) July 27, 2023 Jarðsprengjur hafa reynst erfiðar Úkraínumenn hafa í nokkrar vikur gert árásir á Rússa í suðausturhluta landsins og þá að mestu á þremur mismunandi svæðum. Það er við rústir borgarinnar Bakhmut í Dónetskhéraði, í vesturhluta Saporisíjahéraðs þar sem stefnan virðist sett á Melitópól en þar eru Úkraínumenn sagðir hafa náð árangri undanfarna daga, og svo á landamærum Dónetsk og Saporisíja, þar sem stefnt er í átt að Berydansk. Rússneskur herforingi sem hélt utan um varnir Rússa í vesturhluta Saporisjíahéraðs var rekinn fyrr í mánuðinum, eftir að hann kvartaði til yfirmanna sinna vegna aðstæðna rússneskra hermanna á víglínunum. Ivan Popov sagði hermenn sína þreytta og þurfa liðsauka. Eftir að hann var rekinn hafa fregnir borist af því að leiðtogar Varnarmálaráðuneytis Rússlands hafi rekið fleiri yfirmenn úr hernum eða fært þá til í starfi vegna mótmæla þeirra. Markmið Úkraínumanna er meðal annars að ná að ströndum Asóvhafs og skera á birgðalínur Rússa til Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. Úkraínskir hermenn eru sagðir hafa náð árangri á öllum þremur vígstöðvum undanfarna daga. Í austurhluta landsins, nærri Kreminna og við Kupíansk, hafa Rússar þar að auki staðið í árásum gegn vörnum Úkraínumanna og þar eru þeir sagðir hafa náð árangri, en þó litlum. Umfangsmikil jarðsprengjusvæði hafa reynst Úkraínumönnum mjög erfið. Þyrlur og eldflaugar sem hannaðar eru til að granda bryn- og skriðdrekum hafa einnig komið mjög niður á sókn Úkraínumanna. Því hafa Úkraínumenn reynt að draga úr árásum sínum og þess í stað reynt að einbeita sér að því að grafa undan vörnum Rússa og veikja þær úr fjarska. Til þessa hafa Úkraínumenn notast við stórskotaliðsárásir, HIMARS- og GMLRS-eldflaugar og Storm Shadow stýriflaugar. Árásir hafa verið gerðar á birgðastöðvar Rússa, vopnageymslur og stjórnstöðvar, auk þess sem Úkraínumenn segjast hafa einbeitt sér að því að gera árásir á staði þar sem margir rússneskir hermenn hafi komið saman. Vegnar vel gegn stórskotaliði Rússa Samhliða þessum breyttu áherslum hafa Úkraínumenn einsett sér að herja á rússneskt stórskotalið og er útlit fyrir að það hafi heppnast vel og þá sérstaklega á vígstöðvunum í suðri. Rússneski herinn leggur gífurlega mikla áherslu á stórskotalið við bæði vörn og sókn. Rússneskir herbloggarar hafa haft orð á því að Úkraínumönnum hafi vegnað vel í stórskotaliðseinvígum við Rússa í Sapórisjía á undanförnum vikum. Í nýlegri grein í New Lines Magazine er vitnað í sérfræðing frá Eistlandi sem segir Úkraínumenn granda um 25 stórskotaliðsvopnum Rússa á degi hverjum og það sé byrjað að hafa mikil áhrif á getu Rússa. Sjá einnig: Byrjaðir að nota klasasprengjur Hér að neðan má sjá myndband af nýlegri HIMARS-árás á tvo stórskotaliðsvopn Rússa í gær. Eldflaugin lendir skammt frá vopnunum eldflaugaskotpöllunum en þegar HIMARS-eldflaugar springa, senda þær frá sér þétt lag af smáum tungsten-kúlum í allar áttir. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið getur vakið óhug. A HIMARS strike disabling two Russian Grad systems, adjusted by Kraken air reconnaissance. Casualties dealt to the personnel clearly visible as well. Footage by Kraken. pic.twitter.com/D4EWwraEeg— Dmitri (@wartranslated) July 26, 2023 Einn af háttsettum yfirmönnum Rússa í Dónetskhéraði kvartaði nýverið yfir því að úkraínskir hermenn þyrftu ekki að flytja stórskotaliðsvopn sín á milli skothríða, því þeir óttuðust ekki rússneskt stórskotalið. Stórskotaliðsvopn Úkraínumanna drifu mun lengra en þau rússnesku og því gætu Úkraínumenn látið sprengjum rigna yfir Rússa, nánast óáreittir. Hér má svo sjá hvernig úkraínskir hermenn notuðu sjálfsprengidróna til að granda TOS-1A eldflaugakerfi. #Ukraine: The spectacular destruction of a Russian TOS-1A thermobaric multiple rocket launcher by an FPV loitering munition of the Ukrainian SBU "Alpha". pic.twitter.com/BCGYMAfc5s— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) July 27, 2023 Líka árangur í Dónetsk og við Bakhmut Úkraínskir hermenn hafa einnig náð árangri í vestanverðu Dónetskhéraði og eru sagðir hafa mögulega lagt undir sig rústir bæjarins Staromayorske í gær. Rússneskir herbloggarar segja annað hvort að bærinn hafi fallið eða að rússneskir hermenn verji hann enn við erfiðar aðstæður. Varnir bæjarins eru sagðar á höndum hermanna frá Lýðveldinu Dónetsk en þær sveitir eru verulega illa farnar samkvæmt sérfræðingum, eftir langa bardaga, litla hvíld og lítinn liðsauka. Úkraínskur hermaður hvílir sig nærri Bakhmut, á meðan áhöfn skriðdreka skýtur á rússneska hermenn.AP/Libkos Úkraínumenn hafa á undanförnum vikum einnig náð nokkrum árangri í kringum rústir borgarinnar Bakhmut í austurhluta Dónetskhéraðs. Rússar tóku borgina fyrr á þessu ári, eftir nærri því árslanga orrustu. Úkraínumenn hafa í kjölfar þess sótt fram bæði norður og suður af borginni en þar hafa Rússar ekki haft tíma til að byggja upp varnir og koma fyrir jarðsprengjum, eins og þeir höfðu á öðrum víglínum. 2/ Russian forces conducted ground attacks around #Bakhmut and did not make any confirmed or claimed advances on July 26. A RU milblogger claimed that UKR forces repelled RU attacks near Orikhovo-Vasylivka (11km NW of Bakhmut), Ivanivske (6km west of Bakhmut), and Klishchiivka. pic.twitter.com/lmpx4438T8— ISW (@TheStudyofWar) July 27, 2023 Kostnaðarsamar sóknir Sóknir Úkraínumanna eru taldar hafa verið mjög kostnaðarsamar. Margir hermenn eru sagðir hafa fallið og særst en raunverulegur fjöldi liggur ekki fyrir, þar sem ráðamenn í Úkraínu eru iðulega þöglir sem gröfin um mannfall. Fréttamenn AP fréttaveitunnar fengu nýverið aðgang að leynilegu hersjúkrahúsi nærri víglínunum, þar sem læknar framkvæma fimmtíu til hundrað skurðaðgerðir á særðum hermönnum á hverri nóttu. Mikið særðir hermenn streyma inn á spítalann og aflimanir eru algengar ekki síst á hermönnum sem eru að hreinsa upp jarðsprengjur Rússa á suðurvígstöðvunum svo úkraínski herinn geti sótt fram. „Ástandið er afar erfitt. En staðreyndin er samt sú að 95 prósent allra hermannanna okkar ná aftur bata. Það er gott hlutfall. Hvað annað getum við beðið um," segir yfirlæknirinn. Útlit fyrir aðra herkvaðningu Yfirvöld í Rússlandi hafa verið að vinna að frumvarpi um nýja herkvaðningu þar í landi. Í frétt Moscow Times segir að undanfarnar tvær vikur hafi lögum um herkvaðningu verið breytt á tiltölulega mikinn hátt. Refsingar við því að verða ekki við herkvaðningu hafa verið hertar á hámarksaldur fyrir herkvaðningu verið hækkaður. Ein lagabreyting felur í sér að mönnum hefur verið bannað að taka lögmenn með sér á hverkvaðningarskrifstofur, til að reyna að komast undan herkvaðningu. Þá hefur hámarksaldur fyrir almenna herkvaðningu sem framkvæmd er tvisvar á ári og til eins árs verið hækkaður úr 27 í þrjátíu. Úkraínumenn eru sagðir hafa náð miklum árangri í stórskotaliðseinvígum við Rússa að undanförnu.AP/Roman Chop Fyrir sérstaka herkvaðningu er nú hægt að kveðja allt að fertuga menn í almenna herinn en í einstaka tilvikum varðandi fyrrverandi yfirmenn með reynslu af herþjónustu, er hægt að kveðja allt að sjötuga menn í herinn, samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins. Í frétt Washington Post er vitnað í Andrei Kartapolov, formann varnarmálanefndar Dúmunnar, sem sagði að lagasetningin væri hugsuð fyrir „stórt stríð og almenna herkvaðningu“. Rýnt í stöðuna í Úkraínu Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Fréttaskýringar Tengdar fréttir Fulltrúi rússneska alræðisins heiðrar einræðisstjórnina í Norður Kóreu Sergei Shoigu varnarmálaráðherra alræðisstjórnarinnar í Rússlandi ásamt sendinefnd heiðraði vini sína í einræðisríkinu Norður Kóreu með nærveru sinni í dag. 26. júlí 2023 19:30 Stríðsfangarnir í Olenivka ekki felldir í HIMARS-árás Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna kallaði í gær eftir því að þeir sem bæru ábyrgð á dauða minnst fimmtíu úkraínskra stríðsfanga í Olenivka í Dónetsk í fyrra yrðu dregnir til ábyrgðar. Volker Türk segir að rannsókn Sameinuðu þjóðanna gefi til kynna að Rússar hafi logið um það af hverju mennirnir dóu í stórri sprengingu í fangabúðum þeirra. 26. júlí 2023 10:27 Úkraínuforseti heitir að svara hryðjuverkum Rússa af hörku Forseti Úkraínu boðar kröftug viðbrögð við því sem hann kallar hryðjuverkaárásir Rússa á borgir í Úkraínu undanfarnar vikur. Hann vonar einnig að Evrópusambandið aflétti banni á innflutningi á úkraínskum landbúnaðarvörum. 25. júlí 2023 19:40 Rússar skemmdu bandarískan dróna með blysum Rússneskir flugmenn tveggja orrustuþota eru sagðir hafa skemmt bandarískan dróna yfir Sýrlandi með því að varpa blysum á hann. Atvikið átti sér stað þann 6. júlí en flugher Bandaríkjanna birti myndband af því í dag. 25. júlí 2023 14:34 Ráðvilltur gagnvart uppreisn Wagner Þegar málaliðar Wagner Group lögðu undir sig borgina Rostov, þann 24. júní, og stór bílalest málaliða lagði af stað til Moskvu, var Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í losti og vissi ekki hvernig hann átti að bregðast við. Hann gaf hernum engar skipanir lengst af degi, þó hann hefði fengið viðvaranir frá öryggisstofnunum sínum með minnst tveggja daga fyrirvara. 25. júlí 2023 08:11 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Heimildarmenn New York Times í Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segja útlit fyrir að Úkraínumenn séu að senda þúsundir hermanna, sem þjálfaðir eru á Vesturlöndum og búnir vestrænum vopnum, á víglínurnar. Rússneskir ráðamenn hafa sagt að úkraínskir hermenn á um hundrað Leopard skriðdrekum og Bradley bryndrekum hafi tekið þátt í árásinni. Herbloggarar hafa þó sagt árásina mun umfangsminni en það. Þá hefur NYT eftir talsmanni Varnarmálaráðuneytis Rússlands að gríðarlega umfangsmiklir bardagar hafi átt sér stað suður af bænum Orikív. Þar hafa borist fregnir af því að Úkraínumenn hafi brotið sér leið í gegnum fyrstu varnarlínur Rússa og sagðir hafa náð að jaðri bæjarins Robotyne, áður en þeir voru reknir eitthvað aftur á bak. Washington Post hefur þó eftir heimildarmönnum sínum í varnarmálaráðuneytinu að enn sé ekki ljóst hvort þetta sé karfan sem Úkraínumenn ætli að setja flest sín egg í, ef svo má að orði komast. Þeir gætu verið að reyna að þvinga Rússa til að senda varalið sitt til Robotyne til að ná frekari árangri annars staðar. Bandaríska hugveitan Institute for the study of war segir rússneska herbloggara mjög ósammála um hvað hafi gerst nærri Robotyne og að ástandið sé nokkuð óljóst. Vísbendingar séu þó um að Úkraínumönnum hafi vegnað betur en Rússar gefa til kynna. NEW: #Ukrainian forces launched a significant mechanized #counteroffensive operation in western #Zaporizhia Oblast on July 26 and appear to have broken through certain pre-prepared Russian defensive positions south of #Orikhiv. Latest on #Ukraine: https://t.co/LBQc1biLAz pic.twitter.com/xNRbqelzmt— ISW (@TheStudyofWar) July 27, 2023 Jarðsprengjur hafa reynst erfiðar Úkraínumenn hafa í nokkrar vikur gert árásir á Rússa í suðausturhluta landsins og þá að mestu á þremur mismunandi svæðum. Það er við rústir borgarinnar Bakhmut í Dónetskhéraði, í vesturhluta Saporisíjahéraðs þar sem stefnan virðist sett á Melitópól en þar eru Úkraínumenn sagðir hafa náð árangri undanfarna daga, og svo á landamærum Dónetsk og Saporisíja, þar sem stefnt er í átt að Berydansk. Rússneskur herforingi sem hélt utan um varnir Rússa í vesturhluta Saporisjíahéraðs var rekinn fyrr í mánuðinum, eftir að hann kvartaði til yfirmanna sinna vegna aðstæðna rússneskra hermanna á víglínunum. Ivan Popov sagði hermenn sína þreytta og þurfa liðsauka. Eftir að hann var rekinn hafa fregnir borist af því að leiðtogar Varnarmálaráðuneytis Rússlands hafi rekið fleiri yfirmenn úr hernum eða fært þá til í starfi vegna mótmæla þeirra. Markmið Úkraínumanna er meðal annars að ná að ströndum Asóvhafs og skera á birgðalínur Rússa til Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. Úkraínskir hermenn eru sagðir hafa náð árangri á öllum þremur vígstöðvum undanfarna daga. Í austurhluta landsins, nærri Kreminna og við Kupíansk, hafa Rússar þar að auki staðið í árásum gegn vörnum Úkraínumanna og þar eru þeir sagðir hafa náð árangri, en þó litlum. Umfangsmikil jarðsprengjusvæði hafa reynst Úkraínumönnum mjög erfið. Þyrlur og eldflaugar sem hannaðar eru til að granda bryn- og skriðdrekum hafa einnig komið mjög niður á sókn Úkraínumanna. Því hafa Úkraínumenn reynt að draga úr árásum sínum og þess í stað reynt að einbeita sér að því að grafa undan vörnum Rússa og veikja þær úr fjarska. Til þessa hafa Úkraínumenn notast við stórskotaliðsárásir, HIMARS- og GMLRS-eldflaugar og Storm Shadow stýriflaugar. Árásir hafa verið gerðar á birgðastöðvar Rússa, vopnageymslur og stjórnstöðvar, auk þess sem Úkraínumenn segjast hafa einbeitt sér að því að gera árásir á staði þar sem margir rússneskir hermenn hafi komið saman. Vegnar vel gegn stórskotaliði Rússa Samhliða þessum breyttu áherslum hafa Úkraínumenn einsett sér að herja á rússneskt stórskotalið og er útlit fyrir að það hafi heppnast vel og þá sérstaklega á vígstöðvunum í suðri. Rússneski herinn leggur gífurlega mikla áherslu á stórskotalið við bæði vörn og sókn. Rússneskir herbloggarar hafa haft orð á því að Úkraínumönnum hafi vegnað vel í stórskotaliðseinvígum við Rússa í Sapórisjía á undanförnum vikum. Í nýlegri grein í New Lines Magazine er vitnað í sérfræðing frá Eistlandi sem segir Úkraínumenn granda um 25 stórskotaliðsvopnum Rússa á degi hverjum og það sé byrjað að hafa mikil áhrif á getu Rússa. Sjá einnig: Byrjaðir að nota klasasprengjur Hér að neðan má sjá myndband af nýlegri HIMARS-árás á tvo stórskotaliðsvopn Rússa í gær. Eldflaugin lendir skammt frá vopnunum eldflaugaskotpöllunum en þegar HIMARS-eldflaugar springa, senda þær frá sér þétt lag af smáum tungsten-kúlum í allar áttir. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið getur vakið óhug. A HIMARS strike disabling two Russian Grad systems, adjusted by Kraken air reconnaissance. Casualties dealt to the personnel clearly visible as well. Footage by Kraken. pic.twitter.com/D4EWwraEeg— Dmitri (@wartranslated) July 26, 2023 Einn af háttsettum yfirmönnum Rússa í Dónetskhéraði kvartaði nýverið yfir því að úkraínskir hermenn þyrftu ekki að flytja stórskotaliðsvopn sín á milli skothríða, því þeir óttuðust ekki rússneskt stórskotalið. Stórskotaliðsvopn Úkraínumanna drifu mun lengra en þau rússnesku og því gætu Úkraínumenn látið sprengjum rigna yfir Rússa, nánast óáreittir. Hér má svo sjá hvernig úkraínskir hermenn notuðu sjálfsprengidróna til að granda TOS-1A eldflaugakerfi. #Ukraine: The spectacular destruction of a Russian TOS-1A thermobaric multiple rocket launcher by an FPV loitering munition of the Ukrainian SBU "Alpha". pic.twitter.com/BCGYMAfc5s— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) July 27, 2023 Líka árangur í Dónetsk og við Bakhmut Úkraínskir hermenn hafa einnig náð árangri í vestanverðu Dónetskhéraði og eru sagðir hafa mögulega lagt undir sig rústir bæjarins Staromayorske í gær. Rússneskir herbloggarar segja annað hvort að bærinn hafi fallið eða að rússneskir hermenn verji hann enn við erfiðar aðstæður. Varnir bæjarins eru sagðar á höndum hermanna frá Lýðveldinu Dónetsk en þær sveitir eru verulega illa farnar samkvæmt sérfræðingum, eftir langa bardaga, litla hvíld og lítinn liðsauka. Úkraínskur hermaður hvílir sig nærri Bakhmut, á meðan áhöfn skriðdreka skýtur á rússneska hermenn.AP/Libkos Úkraínumenn hafa á undanförnum vikum einnig náð nokkrum árangri í kringum rústir borgarinnar Bakhmut í austurhluta Dónetskhéraðs. Rússar tóku borgina fyrr á þessu ári, eftir nærri því árslanga orrustu. Úkraínumenn hafa í kjölfar þess sótt fram bæði norður og suður af borginni en þar hafa Rússar ekki haft tíma til að byggja upp varnir og koma fyrir jarðsprengjum, eins og þeir höfðu á öðrum víglínum. 2/ Russian forces conducted ground attacks around #Bakhmut and did not make any confirmed or claimed advances on July 26. A RU milblogger claimed that UKR forces repelled RU attacks near Orikhovo-Vasylivka (11km NW of Bakhmut), Ivanivske (6km west of Bakhmut), and Klishchiivka. pic.twitter.com/lmpx4438T8— ISW (@TheStudyofWar) July 27, 2023 Kostnaðarsamar sóknir Sóknir Úkraínumanna eru taldar hafa verið mjög kostnaðarsamar. Margir hermenn eru sagðir hafa fallið og særst en raunverulegur fjöldi liggur ekki fyrir, þar sem ráðamenn í Úkraínu eru iðulega þöglir sem gröfin um mannfall. Fréttamenn AP fréttaveitunnar fengu nýverið aðgang að leynilegu hersjúkrahúsi nærri víglínunum, þar sem læknar framkvæma fimmtíu til hundrað skurðaðgerðir á særðum hermönnum á hverri nóttu. Mikið særðir hermenn streyma inn á spítalann og aflimanir eru algengar ekki síst á hermönnum sem eru að hreinsa upp jarðsprengjur Rússa á suðurvígstöðvunum svo úkraínski herinn geti sótt fram. „Ástandið er afar erfitt. En staðreyndin er samt sú að 95 prósent allra hermannanna okkar ná aftur bata. Það er gott hlutfall. Hvað annað getum við beðið um," segir yfirlæknirinn. Útlit fyrir aðra herkvaðningu Yfirvöld í Rússlandi hafa verið að vinna að frumvarpi um nýja herkvaðningu þar í landi. Í frétt Moscow Times segir að undanfarnar tvær vikur hafi lögum um herkvaðningu verið breytt á tiltölulega mikinn hátt. Refsingar við því að verða ekki við herkvaðningu hafa verið hertar á hámarksaldur fyrir herkvaðningu verið hækkaður. Ein lagabreyting felur í sér að mönnum hefur verið bannað að taka lögmenn með sér á hverkvaðningarskrifstofur, til að reyna að komast undan herkvaðningu. Þá hefur hámarksaldur fyrir almenna herkvaðningu sem framkvæmd er tvisvar á ári og til eins árs verið hækkaður úr 27 í þrjátíu. Úkraínumenn eru sagðir hafa náð miklum árangri í stórskotaliðseinvígum við Rússa að undanförnu.AP/Roman Chop Fyrir sérstaka herkvaðningu er nú hægt að kveðja allt að fertuga menn í almenna herinn en í einstaka tilvikum varðandi fyrrverandi yfirmenn með reynslu af herþjónustu, er hægt að kveðja allt að sjötuga menn í herinn, samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins. Í frétt Washington Post er vitnað í Andrei Kartapolov, formann varnarmálanefndar Dúmunnar, sem sagði að lagasetningin væri hugsuð fyrir „stórt stríð og almenna herkvaðningu“.
Rýnt í stöðuna í Úkraínu Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Fréttaskýringar Tengdar fréttir Fulltrúi rússneska alræðisins heiðrar einræðisstjórnina í Norður Kóreu Sergei Shoigu varnarmálaráðherra alræðisstjórnarinnar í Rússlandi ásamt sendinefnd heiðraði vini sína í einræðisríkinu Norður Kóreu með nærveru sinni í dag. 26. júlí 2023 19:30 Stríðsfangarnir í Olenivka ekki felldir í HIMARS-árás Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna kallaði í gær eftir því að þeir sem bæru ábyrgð á dauða minnst fimmtíu úkraínskra stríðsfanga í Olenivka í Dónetsk í fyrra yrðu dregnir til ábyrgðar. Volker Türk segir að rannsókn Sameinuðu þjóðanna gefi til kynna að Rússar hafi logið um það af hverju mennirnir dóu í stórri sprengingu í fangabúðum þeirra. 26. júlí 2023 10:27 Úkraínuforseti heitir að svara hryðjuverkum Rússa af hörku Forseti Úkraínu boðar kröftug viðbrögð við því sem hann kallar hryðjuverkaárásir Rússa á borgir í Úkraínu undanfarnar vikur. Hann vonar einnig að Evrópusambandið aflétti banni á innflutningi á úkraínskum landbúnaðarvörum. 25. júlí 2023 19:40 Rússar skemmdu bandarískan dróna með blysum Rússneskir flugmenn tveggja orrustuþota eru sagðir hafa skemmt bandarískan dróna yfir Sýrlandi með því að varpa blysum á hann. Atvikið átti sér stað þann 6. júlí en flugher Bandaríkjanna birti myndband af því í dag. 25. júlí 2023 14:34 Ráðvilltur gagnvart uppreisn Wagner Þegar málaliðar Wagner Group lögðu undir sig borgina Rostov, þann 24. júní, og stór bílalest málaliða lagði af stað til Moskvu, var Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í losti og vissi ekki hvernig hann átti að bregðast við. Hann gaf hernum engar skipanir lengst af degi, þó hann hefði fengið viðvaranir frá öryggisstofnunum sínum með minnst tveggja daga fyrirvara. 25. júlí 2023 08:11 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Fulltrúi rússneska alræðisins heiðrar einræðisstjórnina í Norður Kóreu Sergei Shoigu varnarmálaráðherra alræðisstjórnarinnar í Rússlandi ásamt sendinefnd heiðraði vini sína í einræðisríkinu Norður Kóreu með nærveru sinni í dag. 26. júlí 2023 19:30
Stríðsfangarnir í Olenivka ekki felldir í HIMARS-árás Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna kallaði í gær eftir því að þeir sem bæru ábyrgð á dauða minnst fimmtíu úkraínskra stríðsfanga í Olenivka í Dónetsk í fyrra yrðu dregnir til ábyrgðar. Volker Türk segir að rannsókn Sameinuðu þjóðanna gefi til kynna að Rússar hafi logið um það af hverju mennirnir dóu í stórri sprengingu í fangabúðum þeirra. 26. júlí 2023 10:27
Úkraínuforseti heitir að svara hryðjuverkum Rússa af hörku Forseti Úkraínu boðar kröftug viðbrögð við því sem hann kallar hryðjuverkaárásir Rússa á borgir í Úkraínu undanfarnar vikur. Hann vonar einnig að Evrópusambandið aflétti banni á innflutningi á úkraínskum landbúnaðarvörum. 25. júlí 2023 19:40
Rússar skemmdu bandarískan dróna með blysum Rússneskir flugmenn tveggja orrustuþota eru sagðir hafa skemmt bandarískan dróna yfir Sýrlandi með því að varpa blysum á hann. Atvikið átti sér stað þann 6. júlí en flugher Bandaríkjanna birti myndband af því í dag. 25. júlí 2023 14:34
Ráðvilltur gagnvart uppreisn Wagner Þegar málaliðar Wagner Group lögðu undir sig borgina Rostov, þann 24. júní, og stór bílalest málaliða lagði af stað til Moskvu, var Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í losti og vissi ekki hvernig hann átti að bregðast við. Hann gaf hernum engar skipanir lengst af degi, þó hann hefði fengið viðvaranir frá öryggisstofnunum sínum með minnst tveggja daga fyrirvara. 25. júlí 2023 08:11