Sakaður um að hafa skipað starfsmanni að eyða myndbandsupptökum Árni Sæberg skrifar 27. júlí 2023 22:49 Donald Trump gæti verið í vandræðum. Evan Vucci/AP Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sakaður um að hafa skipað starfsmanni sínum að eyða upptökum úr öryggismyndavélum á heimili hans í Flórída. Það er sagt hafa verið gert til þess að hindra rannsókn á meintum brotum hans í tengslum við leyniskjöl sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu. Ásakanirnar voru settar fram í dag í uppfærðri ákæru sem forsetinn fyrrverandi sætir í tengslum við að hafa haldið leyniskjölum frá rannsakendum. Þetta segir í frétt AP um málið. Þar segir að talsmaður Trumps hafi neitað ásökununum. „Þær eru ekkert meira en áframhaldandi örvæntingarfull og misheppnuð tilraun stjórnar Bidens til þess að áreita Trump forseta og þá sem honum tengjast,“ er haft eftir honum. Auk þess að bæta í ákærurnar gegn Trump hafa saksóknarar í málinu ákært þriðja sakborninginn, Carlos De Oliveira. Ekki liggur fyrir hvað hann er ákærður fyrir eða hvernig hann tengist Trump. Trump var upphaflega ákærður í málinu í síðasta mánuði ásamt aðstoðarmanni sínum Walt Nauta af Jack Smith, sérstökum saksóknara. Rannsóknin á hendur forsetanum fyrrverandi og aðstoðarmanninum hefur beinst að því hvort að Trump hafi brotið lög um meðhöndlun ríkisleyndarmála og hvort hann hafi reynt að hindra alríkisstjórnina í að endurheimta þau. Bæði Trump og Nauta hafa staðfastlega neitað sök í öllum ákæruliðum. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump með stöðu sakbornings, aftur Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir Jack Smith, sérstakan rannsakenda Dómsmálaráðuneytisins, hafa tilkynnt sér að hann hafi stöðu sakbornings í enn einu málinu. Þetta mál snýr að viðleitni Trumps til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna 2020, sem hann tapaði gegn Joe Biden, núverandi forseta, og gefur tilkynningin til kynna að Trump verði ákærður. 18. júlí 2023 15:09 Saksóknarar í leyniskjalamáli Trump fá hótanir Hægriöfgasinnaðir stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hafa hótað saksóknurum sem sækja hann til saka fyrir meðferð sína á leyniskjölum. Þeir hafa meðal annars birt nöfn þeirra og persónuupplýsingar á netinu. 7. júlí 2023 10:43 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Ásakanirnar voru settar fram í dag í uppfærðri ákæru sem forsetinn fyrrverandi sætir í tengslum við að hafa haldið leyniskjölum frá rannsakendum. Þetta segir í frétt AP um málið. Þar segir að talsmaður Trumps hafi neitað ásökununum. „Þær eru ekkert meira en áframhaldandi örvæntingarfull og misheppnuð tilraun stjórnar Bidens til þess að áreita Trump forseta og þá sem honum tengjast,“ er haft eftir honum. Auk þess að bæta í ákærurnar gegn Trump hafa saksóknarar í málinu ákært þriðja sakborninginn, Carlos De Oliveira. Ekki liggur fyrir hvað hann er ákærður fyrir eða hvernig hann tengist Trump. Trump var upphaflega ákærður í málinu í síðasta mánuði ásamt aðstoðarmanni sínum Walt Nauta af Jack Smith, sérstökum saksóknara. Rannsóknin á hendur forsetanum fyrrverandi og aðstoðarmanninum hefur beinst að því hvort að Trump hafi brotið lög um meðhöndlun ríkisleyndarmála og hvort hann hafi reynt að hindra alríkisstjórnina í að endurheimta þau. Bæði Trump og Nauta hafa staðfastlega neitað sök í öllum ákæruliðum.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump með stöðu sakbornings, aftur Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir Jack Smith, sérstakan rannsakenda Dómsmálaráðuneytisins, hafa tilkynnt sér að hann hafi stöðu sakbornings í enn einu málinu. Þetta mál snýr að viðleitni Trumps til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna 2020, sem hann tapaði gegn Joe Biden, núverandi forseta, og gefur tilkynningin til kynna að Trump verði ákærður. 18. júlí 2023 15:09 Saksóknarar í leyniskjalamáli Trump fá hótanir Hægriöfgasinnaðir stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hafa hótað saksóknurum sem sækja hann til saka fyrir meðferð sína á leyniskjölum. Þeir hafa meðal annars birt nöfn þeirra og persónuupplýsingar á netinu. 7. júlí 2023 10:43 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Trump með stöðu sakbornings, aftur Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir Jack Smith, sérstakan rannsakenda Dómsmálaráðuneytisins, hafa tilkynnt sér að hann hafi stöðu sakbornings í enn einu málinu. Þetta mál snýr að viðleitni Trumps til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna 2020, sem hann tapaði gegn Joe Biden, núverandi forseta, og gefur tilkynningin til kynna að Trump verði ákærður. 18. júlí 2023 15:09
Saksóknarar í leyniskjalamáli Trump fá hótanir Hægriöfgasinnaðir stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hafa hótað saksóknurum sem sækja hann til saka fyrir meðferð sína á leyniskjölum. Þeir hafa meðal annars birt nöfn þeirra og persónuupplýsingar á netinu. 7. júlí 2023 10:43