Hver á lottómiða og 750 milljónir króna? Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 30. júlí 2023 12:02 Spánverjar eru gríðarlega virkir lottóspilarar og lottósölubása er að finna á öðru hvoru götuhorni í borgum og bæjum landsins. Oscar J. Barroso/Getty Images Tveir bræður á Norðvestur-Spáni eru sakaðir um að hafa stolið lottómiða sem á hafði fallið fyrsti vinningur að andvirði 750 milljónum króna í spænska lottóinu. Saksóknari krefst sex ára fangelsis yfir bræðrunum. Lottómiðasalinn þóttist eiga vinningsmiðann Þann 30. júní árið 2012 féll fyrsti vinningur í spænska lottóinu á einn miða, tæpar fimm milljónir evra, andvirði um 750 milljónir íslenskra króna. Þremur dögum síðar kom Manuel Reija með vinningsmiðann til Spænskrar getspár í Gallisíu-héraði á Spáni. Þar var hann samþykktur og stimplaður. Sá sem það gerði var yfirmaður Spænskrar getspár og reyndar bróðir Manuels. Manuel þessi rak í þokkabót lottósölubás í La Coruña og þegar farið var að kanna betur ástæðu þess að einmitt lottósali hefði unnið stærsta vinninginn sagðist hann hafa fundið miðann daginn áður þegar hann var að loka. Einhver hefði hent honum eða skilið hann eftir. 317 manns vildu Lilju kveðið hafa Ári síðar birtist auglýsing í Lögbirtingablaði Gallisíu þar sem auglýst var eftir eiganda miðans. 317 manns gáfu sig fram og sögðust eiga miðann. Lögreglan hóf umfangsmikla rannsókn á málinu og árið 2019 taldi hún sig hafa fundið miðaeigandann. Það væri karlmaður á eftirlaunum, sem spilaði í öllum lottóum sem hægt er að spila í á Spáni og þau eru mörg. Hann spilaði alltaf á tölur sem tengdust merkisviðburðum í lífi sínu og þær komu einmitt allar upp í þessum drætti. Ítarleg rannsókn leiddi ennfremur í ljós að hann keypti alltaf miða í versluninni þar sem vinningsmiðinn var seldur og hafði einmitt farið í lottóbásinn hjá Manuel tveimur dögum eftir dráttinn með slatta af miðum, beðið um að farið yrði yfir þá og fengið að vita að því miður væri enginn vinningur á miðunum. Lögreglan telur sig vita hver vinningshafinn sé Niðurstaða lögreglunnar var því afdráttarlaus; hinn spilaglaði eftirlaunaþegi væri réttmætur eigandi andvirði 750 milljóna íslenskra króna. Réttarhöld eru hafin yfir bræðrunum peningagráðugu og krafist er 6 ára fangelsis yfir báðum. Hið sorglega er svo það að eftirlaunaþeginn sem datt í lukkupottinn, lést árið 2014, tveimur árum eftir að hafa unnið, fullkomlega óafvitandi um þennan háa vinning. Dóttir hans freistar þess nú að fá vinninginn greiddan út. Það gera reyndar 317 aðrir sem enn halda því fram að þeir hafi átt miðann. Þess má geta að HBO frumsýndi fyrr í þessum mánuði þriðja þátta heimildamyndaröð um þetta undarlega mál. Hún heitir Se busca millionario eða Lýst eftir milljónamæringi. Spánn Fjárhættuspil Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Lottómiðasalinn þóttist eiga vinningsmiðann Þann 30. júní árið 2012 féll fyrsti vinningur í spænska lottóinu á einn miða, tæpar fimm milljónir evra, andvirði um 750 milljónir íslenskra króna. Þremur dögum síðar kom Manuel Reija með vinningsmiðann til Spænskrar getspár í Gallisíu-héraði á Spáni. Þar var hann samþykktur og stimplaður. Sá sem það gerði var yfirmaður Spænskrar getspár og reyndar bróðir Manuels. Manuel þessi rak í þokkabót lottósölubás í La Coruña og þegar farið var að kanna betur ástæðu þess að einmitt lottósali hefði unnið stærsta vinninginn sagðist hann hafa fundið miðann daginn áður þegar hann var að loka. Einhver hefði hent honum eða skilið hann eftir. 317 manns vildu Lilju kveðið hafa Ári síðar birtist auglýsing í Lögbirtingablaði Gallisíu þar sem auglýst var eftir eiganda miðans. 317 manns gáfu sig fram og sögðust eiga miðann. Lögreglan hóf umfangsmikla rannsókn á málinu og árið 2019 taldi hún sig hafa fundið miðaeigandann. Það væri karlmaður á eftirlaunum, sem spilaði í öllum lottóum sem hægt er að spila í á Spáni og þau eru mörg. Hann spilaði alltaf á tölur sem tengdust merkisviðburðum í lífi sínu og þær komu einmitt allar upp í þessum drætti. Ítarleg rannsókn leiddi ennfremur í ljós að hann keypti alltaf miða í versluninni þar sem vinningsmiðinn var seldur og hafði einmitt farið í lottóbásinn hjá Manuel tveimur dögum eftir dráttinn með slatta af miðum, beðið um að farið yrði yfir þá og fengið að vita að því miður væri enginn vinningur á miðunum. Lögreglan telur sig vita hver vinningshafinn sé Niðurstaða lögreglunnar var því afdráttarlaus; hinn spilaglaði eftirlaunaþegi væri réttmætur eigandi andvirði 750 milljóna íslenskra króna. Réttarhöld eru hafin yfir bræðrunum peningagráðugu og krafist er 6 ára fangelsis yfir báðum. Hið sorglega er svo það að eftirlaunaþeginn sem datt í lukkupottinn, lést árið 2014, tveimur árum eftir að hafa unnið, fullkomlega óafvitandi um þennan háa vinning. Dóttir hans freistar þess nú að fá vinninginn greiddan út. Það gera reyndar 317 aðrir sem enn halda því fram að þeir hafi átt miðann. Þess má geta að HBO frumsýndi fyrr í þessum mánuði þriðja þátta heimildamyndaröð um þetta undarlega mál. Hún heitir Se busca millionario eða Lýst eftir milljónamæringi.
Spánn Fjárhættuspil Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira