Er ég upp á punt? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 1. ágúst 2023 09:31 Ímyndum okkur hvernig okkur myndi líða ef við ættum að mæta fimm daga í viku í aðstæður þar sem við værum í sífelldri baráttu við að fylgja eftir fyrirmælum. Er einhver möguleiki á að þróa með sér gott sjálfstraust, lífshamingju og gleði við þessar aðstæður? Svarið er „nei“. Reynum að setja okkur í spor barna með sértækar vitsmunaþarfir eða aðrar sértækar þarfir sem ná ekki að fylgja almennu námsefni. Þeim er mörgum gert að sitja í fjölmennum bekk og eiga að gera það sama og hinir, sumir kannski með stuðningsfulltrúa við hlið sér. Ef þú getur ekki lært það sama og hinir með þeim aðferðum sem verið er að kenna, ertu í raun að sitja í bekknum meira sem punt, kannski til að hægt sé að segja að grunnskólinn sé sannarlega „skóli án aðgreiningar“. Þessi börn upplifa einmitt aðgreiningu í skóla án aðgreiningar, en ekki í skóla, sérskóla þar sem þörfum, vonum og væntingum barnsins er sinnt í samræmi við getu og færni þess. Fyrirkomulagið „skóli án aðgreiningar“ er ekki útbúinn til að geta sinnt þörfum allra barna. Ábyrgðin liggur hjá borgaryfirvöldum og skóla- og frístundarsviði. Hugsunin falleg og vel meint en hún krefst fjármagns Hugsunin um skóla án aðgreiningar hljómar fallega og er vel meint en hún er ekki að þjóna hagsmunum allra barna. Það er eins og hugmyndin hafi verið framkvæmd án þess að vera hugsuð til hlítar bæði út frá faglegum og fjárhagslegum forsendum. Hvernig var reiknað með að mæta þörfum barna með vitsmunalega fötlun í „skóla án aðgreiningar“ þannig að þau geti notið sín þegar skólar eru vanbúnir til verksins eins og raun ber vitni? Aðstæður eru langt því frá að vera fullnægjandi í mörgum skólum til að hægt sé að sinna svo fjölbreyttum hópi nemenda og skortur er á fagfólki. Góður hópur foreldra fatlaðra barna hafa tjáð sig um þetta fyrir hönd barna sinna og Flokkur fólksins vill að hlustað sé á foreldra. Foreldrar óska þess eins að börnum þeirra líði vel, að þeim hlakki til að fara í skólann. Sérhvert barn þarf að geta eignast vini og fundið sig sem hluta af hópi. Til að öðlast sjálfstraust og öryggi þurfa börn að finna til sín námslega og félagslega. Ekkert barn á að þurfa að þjást vegna einstrengingslegrar stefnu um „skóla án aðgreiningar“. Skólaaðstæðurnar þurfa að vera sniðnar að þörfum barnsins til þess að það geti blómstrað. Sá kvíði sem mörg börn glíma við sem birtist í kvíða og skólaforðun má í mörgum tilfellum rekja beint til þess að þau eru látin vera í aðstæðum sem þeim líður illa í og finna sig ekki með jafningjum. Flokkur fólksins vill fjölga sérúrræðum innan heimaskólanna sem utan sem og sérskólum eftir því sem þörf er á. Hér er átt við úrræði eins og Klettaskóli og Brúarskóli en báðir þessir skólar eru löngu sprungnir og biðlisti í þá er langur. Foreldrar þekkja barnið sitt best og borginni ber að bjóða þeim upp á val fyrir barnið sitt. Foreldrar eiga að hafa val um að velja besta skólaúrræði og skólaaðstæður sem hentar barni þeirra. Það voru mistök að herða inntökuskilyrði í sérskólann á sínum tíma og með því var brotin jafnræðisregla stjórnarskrárinnar. Hagsmunir þeirra eiga ávallt að ráða. Það á ekki að þrýsta barni í aðstæður þar sem það einangrast, líður illa og finnur fyrir vanmætti og kvíða jafnvel árum saman, alla skólagönguna. Grunnskólinn á að vera fyrir alla, ekki bara suma. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Flokkur fólksins Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Ímyndum okkur hvernig okkur myndi líða ef við ættum að mæta fimm daga í viku í aðstæður þar sem við værum í sífelldri baráttu við að fylgja eftir fyrirmælum. Er einhver möguleiki á að þróa með sér gott sjálfstraust, lífshamingju og gleði við þessar aðstæður? Svarið er „nei“. Reynum að setja okkur í spor barna með sértækar vitsmunaþarfir eða aðrar sértækar þarfir sem ná ekki að fylgja almennu námsefni. Þeim er mörgum gert að sitja í fjölmennum bekk og eiga að gera það sama og hinir, sumir kannski með stuðningsfulltrúa við hlið sér. Ef þú getur ekki lært það sama og hinir með þeim aðferðum sem verið er að kenna, ertu í raun að sitja í bekknum meira sem punt, kannski til að hægt sé að segja að grunnskólinn sé sannarlega „skóli án aðgreiningar“. Þessi börn upplifa einmitt aðgreiningu í skóla án aðgreiningar, en ekki í skóla, sérskóla þar sem þörfum, vonum og væntingum barnsins er sinnt í samræmi við getu og færni þess. Fyrirkomulagið „skóli án aðgreiningar“ er ekki útbúinn til að geta sinnt þörfum allra barna. Ábyrgðin liggur hjá borgaryfirvöldum og skóla- og frístundarsviði. Hugsunin falleg og vel meint en hún krefst fjármagns Hugsunin um skóla án aðgreiningar hljómar fallega og er vel meint en hún er ekki að þjóna hagsmunum allra barna. Það er eins og hugmyndin hafi verið framkvæmd án þess að vera hugsuð til hlítar bæði út frá faglegum og fjárhagslegum forsendum. Hvernig var reiknað með að mæta þörfum barna með vitsmunalega fötlun í „skóla án aðgreiningar“ þannig að þau geti notið sín þegar skólar eru vanbúnir til verksins eins og raun ber vitni? Aðstæður eru langt því frá að vera fullnægjandi í mörgum skólum til að hægt sé að sinna svo fjölbreyttum hópi nemenda og skortur er á fagfólki. Góður hópur foreldra fatlaðra barna hafa tjáð sig um þetta fyrir hönd barna sinna og Flokkur fólksins vill að hlustað sé á foreldra. Foreldrar óska þess eins að börnum þeirra líði vel, að þeim hlakki til að fara í skólann. Sérhvert barn þarf að geta eignast vini og fundið sig sem hluta af hópi. Til að öðlast sjálfstraust og öryggi þurfa börn að finna til sín námslega og félagslega. Ekkert barn á að þurfa að þjást vegna einstrengingslegrar stefnu um „skóla án aðgreiningar“. Skólaaðstæðurnar þurfa að vera sniðnar að þörfum barnsins til þess að það geti blómstrað. Sá kvíði sem mörg börn glíma við sem birtist í kvíða og skólaforðun má í mörgum tilfellum rekja beint til þess að þau eru látin vera í aðstæðum sem þeim líður illa í og finna sig ekki með jafningjum. Flokkur fólksins vill fjölga sérúrræðum innan heimaskólanna sem utan sem og sérskólum eftir því sem þörf er á. Hér er átt við úrræði eins og Klettaskóli og Brúarskóli en báðir þessir skólar eru löngu sprungnir og biðlisti í þá er langur. Foreldrar þekkja barnið sitt best og borginni ber að bjóða þeim upp á val fyrir barnið sitt. Foreldrar eiga að hafa val um að velja besta skólaúrræði og skólaaðstæður sem hentar barni þeirra. Það voru mistök að herða inntökuskilyrði í sérskólann á sínum tíma og með því var brotin jafnræðisregla stjórnarskrárinnar. Hagsmunir þeirra eiga ávallt að ráða. Það á ekki að þrýsta barni í aðstæður þar sem það einangrast, líður illa og finnur fyrir vanmætti og kvíða jafnvel árum saman, alla skólagönguna. Grunnskólinn á að vera fyrir alla, ekki bara suma. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun