Björgunaraðilar eru enn við störf við að ná þeim slösuðu upp úr rústunum og koma þeim á sjúkrahús, samkvæmt frétt BBC.
Þá segir að lestarslys í landinu séu ekki óalgeng. Í júní árið 2021 varð lestarslys minnst fjörutíu manns að bana þegar tvær farþegalestir skullu saman. Milli 2013 og 2019 hafi 150 manns látist í Pakistan vegna lestarslysa.
Saad Rafiq, samgönguráðherra Pakistan, segir rannsóknir hafa sýnt að lestin hafi ferðast á venjulegum hraða þegar slysið átti sér stað. Enn liggi ekki fyrir hver orsök slyssins var en samkvæmt upplýsingum frá talsmönnum lestarkerfisins í Pakistan fóru átta vagnar lestarinnar af teinunum.
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á spítölum í borginni Nawabshah og á fleiri stöðum í Sind-fylki vegna slyssins.