Loka lofthelginni í Níger og undirbúa sig undir árás Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. ágúst 2023 09:00 Mohamed Toumba, einn af hermönnum herforingjastjórnarinnar, ávarpar stuðningsmenn stjórnarinnar í Niamey í Níger í gær. AP/Sam Mednick Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger hefur lokað lofthelgi landsins og sakar erlendar þjóðir um að undirbúa árás á landið. Þá segir stjórnin að öllum tilraunum til flugs yfir Níger verði mætt með „öflugu og tafarlausu svari“. Ríkissjónvarp Níger greindi frá lokun lofthelginnar í gærkvöldi. Það var nokkrum klukkustundum áður en nálínan (e. deadline) sem Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS) gaf herforingjastjórninni fyrir viku síðan rann út. Bandalagið hafði gefið stjórninni viku, eða til 6. ágúst, til þess að setja Mohamed Bazoum, forsetann sem var steypt af stóli, aftur í embætti ella mæta hervaldi. Ofurstinn Amadou Abdramane, talsmaður herforingjastjórnarinnar, varaði við „ógninni um íhlutun sem er verið að undirbúa í nágrannalandi“ og sagði að lofthelgi Níger yrði lokað uns annað verður ákveðið. Herforingjastjórnin segir að tvö miðafríkuríki hafa gengið til liðs við þær þjóðir sem eru að undirbúa árás á Níger. Ekki kemur fram hvaða lönd það eru. Það er ekki ljóst hvað ECOWAS gerir nú þegar fresturinn sem bandalagið gaf herforingjastjórninni er runninn út. Níger var álitið af Bandaríkjunum, Frakklandi og öðrum löndum sem einn síðasti félagi þeirra í hryðjuverkavörnum á Sahel-svæðinu sunnan við Sahara þar sem hópar tengdir al-Qaeda og íslamska ríkinu hafa verið að breiða úr sér. Framtíð um 1.500 franskra hermanna og um 1.100 bandarískra hermanna í Níger er nú í lausu lofti. Herforingjastjórnin hefur að minnsta kosti slitið öll tengsl við Frakka hvað varðar öryggisaðgerðir. Níger Tengdar fréttir Herforingjastjórnir Vestur-Afríku snúa bökum saman Herforingjastjórnirnar í Búrkína Fasó og Malí hafa varað við því að grípi nágrannaríki Níger til hernaðaraðgerða vegna valdaránsins þar, sé það í raun stríðsyfirlýsing. Búrkína Fasó og Malí muni koma herforingjastjórninni í Níger til aðstoðar. 1. ágúst 2023 13:26 Lýsir sig leiðtoga eftir valdarán Hershöfðinginn Abdourahmane Tchiani hefur lýst því yfir að hann fari nú með völdin í vesturafríkuríkinu Níger. Tchiani leiddi valdarán gegn ríkisstjórn landsins og tókst að steypa henni af stóli fyrir tveimur sólarhringum síðan, með liðsinni öryggisvarða forsetans sem eru undir hans stjórn. 28. júlí 2023 17:23 Herinn í Níger segist hafa tekið völdin Hópur hermanna í Níger tilkynnti í nótt að herinn væri búin að steypa ríkisstjórn landsins af stóli og hefði hrifsað til sín völdin í vestur-afríska landinu. Einnig greind hópurinn frá því að forseti Níger, Mohamed Bazoum, væri í haldi þeirra. 27. júlí 2023 07:07 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Ríkissjónvarp Níger greindi frá lokun lofthelginnar í gærkvöldi. Það var nokkrum klukkustundum áður en nálínan (e. deadline) sem Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS) gaf herforingjastjórninni fyrir viku síðan rann út. Bandalagið hafði gefið stjórninni viku, eða til 6. ágúst, til þess að setja Mohamed Bazoum, forsetann sem var steypt af stóli, aftur í embætti ella mæta hervaldi. Ofurstinn Amadou Abdramane, talsmaður herforingjastjórnarinnar, varaði við „ógninni um íhlutun sem er verið að undirbúa í nágrannalandi“ og sagði að lofthelgi Níger yrði lokað uns annað verður ákveðið. Herforingjastjórnin segir að tvö miðafríkuríki hafa gengið til liðs við þær þjóðir sem eru að undirbúa árás á Níger. Ekki kemur fram hvaða lönd það eru. Það er ekki ljóst hvað ECOWAS gerir nú þegar fresturinn sem bandalagið gaf herforingjastjórninni er runninn út. Níger var álitið af Bandaríkjunum, Frakklandi og öðrum löndum sem einn síðasti félagi þeirra í hryðjuverkavörnum á Sahel-svæðinu sunnan við Sahara þar sem hópar tengdir al-Qaeda og íslamska ríkinu hafa verið að breiða úr sér. Framtíð um 1.500 franskra hermanna og um 1.100 bandarískra hermanna í Níger er nú í lausu lofti. Herforingjastjórnin hefur að minnsta kosti slitið öll tengsl við Frakka hvað varðar öryggisaðgerðir.
Níger Tengdar fréttir Herforingjastjórnir Vestur-Afríku snúa bökum saman Herforingjastjórnirnar í Búrkína Fasó og Malí hafa varað við því að grípi nágrannaríki Níger til hernaðaraðgerða vegna valdaránsins þar, sé það í raun stríðsyfirlýsing. Búrkína Fasó og Malí muni koma herforingjastjórninni í Níger til aðstoðar. 1. ágúst 2023 13:26 Lýsir sig leiðtoga eftir valdarán Hershöfðinginn Abdourahmane Tchiani hefur lýst því yfir að hann fari nú með völdin í vesturafríkuríkinu Níger. Tchiani leiddi valdarán gegn ríkisstjórn landsins og tókst að steypa henni af stóli fyrir tveimur sólarhringum síðan, með liðsinni öryggisvarða forsetans sem eru undir hans stjórn. 28. júlí 2023 17:23 Herinn í Níger segist hafa tekið völdin Hópur hermanna í Níger tilkynnti í nótt að herinn væri búin að steypa ríkisstjórn landsins af stóli og hefði hrifsað til sín völdin í vestur-afríska landinu. Einnig greind hópurinn frá því að forseti Níger, Mohamed Bazoum, væri í haldi þeirra. 27. júlí 2023 07:07 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Herforingjastjórnir Vestur-Afríku snúa bökum saman Herforingjastjórnirnar í Búrkína Fasó og Malí hafa varað við því að grípi nágrannaríki Níger til hernaðaraðgerða vegna valdaránsins þar, sé það í raun stríðsyfirlýsing. Búrkína Fasó og Malí muni koma herforingjastjórninni í Níger til aðstoðar. 1. ágúst 2023 13:26
Lýsir sig leiðtoga eftir valdarán Hershöfðinginn Abdourahmane Tchiani hefur lýst því yfir að hann fari nú með völdin í vesturafríkuríkinu Níger. Tchiani leiddi valdarán gegn ríkisstjórn landsins og tókst að steypa henni af stóli fyrir tveimur sólarhringum síðan, með liðsinni öryggisvarða forsetans sem eru undir hans stjórn. 28. júlí 2023 17:23
Herinn í Níger segist hafa tekið völdin Hópur hermanna í Níger tilkynnti í nótt að herinn væri búin að steypa ríkisstjórn landsins af stóli og hefði hrifsað til sín völdin í vestur-afríska landinu. Einnig greind hópurinn frá því að forseti Níger, Mohamed Bazoum, væri í haldi þeirra. 27. júlí 2023 07:07