Meiðyrðamáli Trump gegn E. Jean Carroll vísað frá Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. ágúst 2023 07:26 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var fundinn sekur um að hafa brotið kynferðislega á E. Jean Carroll. Meiðyrðamáli hans gegn henni hefur nú verið vísað frá og á hann yfuir höfði sér fjölmörg önnur mál. AP/Matt Rourke Meiðyrðamáli Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, gegn pistlahöfundinum E. Jean Carroll var vísað frá af alríkisdómara í New York í gær. Trump höfðaði mál gegn Carrol vegna ummæla hennar um að hann hefði nauðgað henni. Réttað var í meiðyrðamálinu í gær og úrskurðaði alríkisdómarinn Lewis Kaplan að ummæli Carroll um að Trump hefði nauðgað henni væru „efnislega sönn“ og skiljanleg í samhengi málsins. Hann vísaði málinu því frá. Trump hafnar öllum ásökunum og hefur áfrýjað úrskurðinum. Carroll hefur aftur á móti höfðað sitt eigið meiðyrðamál gegn Trump vegna opinberra ummæla hans í hennar garð. Trump var í vor dæmdur til að greiða Carroll fimm milljónir Bandaríkjadala eftir að hann var fundinn sekur um að hafa brotið á henni kynferðislega. Braut á henni í Bergdorf Goodman Carroll greindi fyrst frá ásökunum sínum vegna kynferðisbrota Trumps sem áttu sér stað á tíunda áratugnum, í grein í New York Magazine árið 2019. Þá neitaði Trump ásökunum, sagðist aldrei hafa hitt Carroll og hún væri ekki hans týpa. E. Jean Carroll stefndi Trump fyrir meiðyrði eftir að hann kallaði hana „lygara“ og „dræsu“ þegar hann hafnaði því að hafa nauðgað henni á 10. áratugnum. AP/Seth Wenig Í nóvember 2022 höfðaði Carroll einkamál gegn Trump fyrir kynferðisbrot og nauðgun sem áttu sér stað í versluninni Bergdorf Goodmann árið 1995. Málið hafði þá fyrnst en hún vegna nýrra laga sem gerðu fórnarlömbum fyrndra brota kleift að höfða einkamál. Kviðdómur úrskurðaði í málinu í vor að Trump hefði brotið kynferðislega á Carroll en að ekki hefði fengist sannað að hann hefði nauðgað henni. Hann var dæmdur til að greiða Carroll fimm milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur og bætur fyrir ærumeiðingar vegna ummæla sem hann lét falla opinberlega í hennar garð. Í kjölfarið stefndi Trump Carroll fyrir meiðyrði fyrir að hafa sagt opinberlega að hann hefði nauðgað henni. Nú hefur hann líka tapað því máli. En Trump á þó eftir að fara nokkrum sinnum í dómssal til viðbótar þar sem hann á yfir höfði sér 78 ákærur vegna fjölbreyttra brota. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Velja kviðdómendur í nauðgunarmáli Trump Byrjað verður að velja kviðdómendur í máli E. Jean Carroll, fyrrverandi pistlahöfundar, gegn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í dag. Carroll sakar Trump um að hafa nauðgað sér í stórverslun í borginni á 10. áratugnum. 25. apríl 2023 08:56 Trump formlega kærður fyrir nauðgun í New York Bandarísk blaðakonan E Jean Carroll hefur nú formlega lögsótt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna fyrir dómstól í New York ríki. 25. nóvember 2022 07:25 Fer aftur í mál við Trump vegna meintrar nauðgunar Rithöfundurinn E. Jean Carroll ætlar aftur í mál við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, vegna meintrar nauðgunar. Carroll skrifaði um meint atvik í bók sinni What Do We Need Men For? A Modest Proposalsem kom út árið 2019 en Trump sakaði hana um að ljúga um atvikið til að selja fleiri eintök af bókinni. 21. september 2022 06:38 Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Sjá meira
Réttað var í meiðyrðamálinu í gær og úrskurðaði alríkisdómarinn Lewis Kaplan að ummæli Carroll um að Trump hefði nauðgað henni væru „efnislega sönn“ og skiljanleg í samhengi málsins. Hann vísaði málinu því frá. Trump hafnar öllum ásökunum og hefur áfrýjað úrskurðinum. Carroll hefur aftur á móti höfðað sitt eigið meiðyrðamál gegn Trump vegna opinberra ummæla hans í hennar garð. Trump var í vor dæmdur til að greiða Carroll fimm milljónir Bandaríkjadala eftir að hann var fundinn sekur um að hafa brotið á henni kynferðislega. Braut á henni í Bergdorf Goodman Carroll greindi fyrst frá ásökunum sínum vegna kynferðisbrota Trumps sem áttu sér stað á tíunda áratugnum, í grein í New York Magazine árið 2019. Þá neitaði Trump ásökunum, sagðist aldrei hafa hitt Carroll og hún væri ekki hans týpa. E. Jean Carroll stefndi Trump fyrir meiðyrði eftir að hann kallaði hana „lygara“ og „dræsu“ þegar hann hafnaði því að hafa nauðgað henni á 10. áratugnum. AP/Seth Wenig Í nóvember 2022 höfðaði Carroll einkamál gegn Trump fyrir kynferðisbrot og nauðgun sem áttu sér stað í versluninni Bergdorf Goodmann árið 1995. Málið hafði þá fyrnst en hún vegna nýrra laga sem gerðu fórnarlömbum fyrndra brota kleift að höfða einkamál. Kviðdómur úrskurðaði í málinu í vor að Trump hefði brotið kynferðislega á Carroll en að ekki hefði fengist sannað að hann hefði nauðgað henni. Hann var dæmdur til að greiða Carroll fimm milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur og bætur fyrir ærumeiðingar vegna ummæla sem hann lét falla opinberlega í hennar garð. Í kjölfarið stefndi Trump Carroll fyrir meiðyrði fyrir að hafa sagt opinberlega að hann hefði nauðgað henni. Nú hefur hann líka tapað því máli. En Trump á þó eftir að fara nokkrum sinnum í dómssal til viðbótar þar sem hann á yfir höfði sér 78 ákærur vegna fjölbreyttra brota.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Velja kviðdómendur í nauðgunarmáli Trump Byrjað verður að velja kviðdómendur í máli E. Jean Carroll, fyrrverandi pistlahöfundar, gegn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í dag. Carroll sakar Trump um að hafa nauðgað sér í stórverslun í borginni á 10. áratugnum. 25. apríl 2023 08:56 Trump formlega kærður fyrir nauðgun í New York Bandarísk blaðakonan E Jean Carroll hefur nú formlega lögsótt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna fyrir dómstól í New York ríki. 25. nóvember 2022 07:25 Fer aftur í mál við Trump vegna meintrar nauðgunar Rithöfundurinn E. Jean Carroll ætlar aftur í mál við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, vegna meintrar nauðgunar. Carroll skrifaði um meint atvik í bók sinni What Do We Need Men For? A Modest Proposalsem kom út árið 2019 en Trump sakaði hana um að ljúga um atvikið til að selja fleiri eintök af bókinni. 21. september 2022 06:38 Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Sjá meira
Velja kviðdómendur í nauðgunarmáli Trump Byrjað verður að velja kviðdómendur í máli E. Jean Carroll, fyrrverandi pistlahöfundar, gegn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í dag. Carroll sakar Trump um að hafa nauðgað sér í stórverslun í borginni á 10. áratugnum. 25. apríl 2023 08:56
Trump formlega kærður fyrir nauðgun í New York Bandarísk blaðakonan E Jean Carroll hefur nú formlega lögsótt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna fyrir dómstól í New York ríki. 25. nóvember 2022 07:25
Fer aftur í mál við Trump vegna meintrar nauðgunar Rithöfundurinn E. Jean Carroll ætlar aftur í mál við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, vegna meintrar nauðgunar. Carroll skrifaði um meint atvik í bók sinni What Do We Need Men For? A Modest Proposalsem kom út árið 2019 en Trump sakaði hana um að ljúga um atvikið til að selja fleiri eintök af bókinni. 21. september 2022 06:38
Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21