Kanna hvort fleira eigi þátt í methita Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2023 11:08 Fólk reynir að kæla sig í sumarhitanum við Bosporussund við Istanbúl í Tyrklandi í síðasta mánuði. Júlí var afgerandi hlýjasti mánuðurinn sem mælst hefur á jörðinni. AP/Francisco Seco Vísindamenn skoða nú möguleikann á því hvort að fleiri þættir en loftslagsbreytingar af völdum manna og El niño-veðurfyrirbrigðið beri ábyrgð á fordæmalausum hita í sumar. Risaeldgos í Kyrrahafi og minni skipamengun er á meðal þess sem kemur til greina. Júlí var heitasti einstaki mánuður í mælingasögunni og júní þar á undan var heitasti júnímánuður sem sögur fara af. Yfirleitt eru hitamet af þessu slegin um brot eða brotabrot úr gráðu en júlí var þriðjungi úr gráðu heitari en fyrri metmánuður. Líkur eru nú taldar miklar á að árið í ár verði það heitasta frá upphafi mælinga. Hlýnunin er svo mikil og skyndileg að sumir vísindamenn velta nú fyrir sér hvort að fleira kunni að magna upp hitann nú en stórfelld losun manna á gróðurhúsalofttegundum annars vegar og El niño-fyrirbrigðið í Kyrrahafi hins vegar, að sögn AP-fréttastofunnar. „Það sem við sjáum núna er meira en bara El niño ofan á loftslagsbreytingar,“ sagði Carlo Buontempo, forstöðumaður Kópernikusar, loftslagsverkefnis Evrópusambandsins, sem greindi frá júlíhitametinu í gær. Kólnunaráhrif skipamengunar minnka Kaldhæðnislega gæti hreinna loft, þökk sé hertum reglum um útblástur flutningaskipa sem tóku gildi árið 2020, átt hlutdeild í hlýnuninni í sumar. Brennisteinsagnir í útblæstri skipanna hafa kólnunaráhrif þegar þau endurvarpa sólargeislum út í geim. Áætlað er að brennisteinsmengunin hafi dregist saman um áttatíu prósent frá því að nýju reglurnar tóku gildi. „Það voru viðvarandi kólnunaráhrif ár eftir ár og skyndilega voru þau fjarlægð,“ segir Tianle Yuan frá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA sem hefur fylgst með lágskýjum sem tengjast flutningsleiðum í Norður-Atlantshafi og Norður-Kyrrahafi. Michael Diamond, loftslagsvísindamaður við Ríkisháskóla Flórída í Bandaríkjunum, telur minni mengun frá flutningaskipum líklegustu ástæðuna fyrir hversu mikil hlýindin eru. Hann telur að útblástursreglurnar leiði til um 0,1 gráðu hlýnunar fyrir miðja öldina en allt að fimm til tíu sinnum meiri á fjölförnum flutningaleiðum eins og í norðanverðu Atlantshafinu. Aðrir vísindamenn hafa áður hafnað því að minni brennisteinsmengun frá skipunum skipti sköpum fyrir hlýindin nú. Þeir telja hlýnunaráhrif reglnanna helmingi minni en Diamond og að þau séu þar að auki aðeins komin fram að litlu leyti. Flutningaskip spúaði brennisteinsögnum út í andrúmsloftið sem endurvarpa sólarljósi og valda kólnun. Útblástur þeirra varð hreinni eftir að nýjar og hertar reglur tóku gildi fyrir þremur árum.AP/Mark J. Terrill Gríðarlegt magn vatnsgufu frá eldgosinu á Tonga Risaeldgosið í Hunga Tonga-Hunga Ha'apai-neðansjávareldfjallinu í janúar 2022 hefur verið nefnt sem annar mögulegur sökudólgur. Það spúði meira en 165 milljónum tonna af vatnsgufu upp í andrúmsloftið. Vatnsgufa er öflug gróðurhúsalofttegund. Tvær rannsóknir þar sem notast var við tölvulíkön gáfu til kynna að eldgosið gæti valdið tímabundinni hlýnun. Þær tóku þó ekki með í reikninginn kólnunaráhrif brennisteinsagna frá gosinu, jafnvel þó að óvenjumikið hafi verið af vatnsgufu en lítið af brennisteini í gosmekkinum. Aðrir vísindamenn hafa reiknað út að eldgosið hafi kólnunaráhrif á loftslagið til skemmri tíma litið. Eldgosið á Tonga í fyrra var gríðarlega öflugt.AP/Veðurstofa Japans Leiti ekki langt yfir skammt Þá eru ótaldir þeir vísindamenn sem telja starfssystkini sín leita langt yfir skammt. Loftslagsbreytingar af völdum manna með hjálp frá El niño dugi fyllilega til þess að útskýra hitann. Michael Mann, loftslagsvísindamaður við Háskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, áætlar að um fimm sjöttu hlutar hlýnunarinnar að undanförnu sé af völdum bruna á jarðefnaeldsneyti en um sjötti hluti vegna El niño. Undanfarin þrjú ár einkenndust af La niña, andstæðu El niño, sem faldi að vissu leyti áframhaldandi hlýnun að völdum manna. Mann segir að sá sterki El niño sem nú geisar geri viðbrigðin enn meiri. „Loftslagsbreytingar og El niño geta skýrt þetta allt. Það þýðir ekki að aðrir þættir hafi ekki sitt að segja en við ættum sannarlega að búast við því að sjá þetta aftur án þess að hinir þættirnir komi nálægt því,“ segir Friederike Otto, loftslagsvísindamaður við Imperial College í London. Loftslagsmál Vísindi Tonga Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Júlí var heitasti einstaki mánuður í mælingasögunni og júní þar á undan var heitasti júnímánuður sem sögur fara af. Yfirleitt eru hitamet af þessu slegin um brot eða brotabrot úr gráðu en júlí var þriðjungi úr gráðu heitari en fyrri metmánuður. Líkur eru nú taldar miklar á að árið í ár verði það heitasta frá upphafi mælinga. Hlýnunin er svo mikil og skyndileg að sumir vísindamenn velta nú fyrir sér hvort að fleira kunni að magna upp hitann nú en stórfelld losun manna á gróðurhúsalofttegundum annars vegar og El niño-fyrirbrigðið í Kyrrahafi hins vegar, að sögn AP-fréttastofunnar. „Það sem við sjáum núna er meira en bara El niño ofan á loftslagsbreytingar,“ sagði Carlo Buontempo, forstöðumaður Kópernikusar, loftslagsverkefnis Evrópusambandsins, sem greindi frá júlíhitametinu í gær. Kólnunaráhrif skipamengunar minnka Kaldhæðnislega gæti hreinna loft, þökk sé hertum reglum um útblástur flutningaskipa sem tóku gildi árið 2020, átt hlutdeild í hlýnuninni í sumar. Brennisteinsagnir í útblæstri skipanna hafa kólnunaráhrif þegar þau endurvarpa sólargeislum út í geim. Áætlað er að brennisteinsmengunin hafi dregist saman um áttatíu prósent frá því að nýju reglurnar tóku gildi. „Það voru viðvarandi kólnunaráhrif ár eftir ár og skyndilega voru þau fjarlægð,“ segir Tianle Yuan frá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA sem hefur fylgst með lágskýjum sem tengjast flutningsleiðum í Norður-Atlantshafi og Norður-Kyrrahafi. Michael Diamond, loftslagsvísindamaður við Ríkisháskóla Flórída í Bandaríkjunum, telur minni mengun frá flutningaskipum líklegustu ástæðuna fyrir hversu mikil hlýindin eru. Hann telur að útblástursreglurnar leiði til um 0,1 gráðu hlýnunar fyrir miðja öldina en allt að fimm til tíu sinnum meiri á fjölförnum flutningaleiðum eins og í norðanverðu Atlantshafinu. Aðrir vísindamenn hafa áður hafnað því að minni brennisteinsmengun frá skipunum skipti sköpum fyrir hlýindin nú. Þeir telja hlýnunaráhrif reglnanna helmingi minni en Diamond og að þau séu þar að auki aðeins komin fram að litlu leyti. Flutningaskip spúaði brennisteinsögnum út í andrúmsloftið sem endurvarpa sólarljósi og valda kólnun. Útblástur þeirra varð hreinni eftir að nýjar og hertar reglur tóku gildi fyrir þremur árum.AP/Mark J. Terrill Gríðarlegt magn vatnsgufu frá eldgosinu á Tonga Risaeldgosið í Hunga Tonga-Hunga Ha'apai-neðansjávareldfjallinu í janúar 2022 hefur verið nefnt sem annar mögulegur sökudólgur. Það spúði meira en 165 milljónum tonna af vatnsgufu upp í andrúmsloftið. Vatnsgufa er öflug gróðurhúsalofttegund. Tvær rannsóknir þar sem notast var við tölvulíkön gáfu til kynna að eldgosið gæti valdið tímabundinni hlýnun. Þær tóku þó ekki með í reikninginn kólnunaráhrif brennisteinsagna frá gosinu, jafnvel þó að óvenjumikið hafi verið af vatnsgufu en lítið af brennisteini í gosmekkinum. Aðrir vísindamenn hafa reiknað út að eldgosið hafi kólnunaráhrif á loftslagið til skemmri tíma litið. Eldgosið á Tonga í fyrra var gríðarlega öflugt.AP/Veðurstofa Japans Leiti ekki langt yfir skammt Þá eru ótaldir þeir vísindamenn sem telja starfssystkini sín leita langt yfir skammt. Loftslagsbreytingar af völdum manna með hjálp frá El niño dugi fyllilega til þess að útskýra hitann. Michael Mann, loftslagsvísindamaður við Háskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, áætlar að um fimm sjöttu hlutar hlýnunarinnar að undanförnu sé af völdum bruna á jarðefnaeldsneyti en um sjötti hluti vegna El niño. Undanfarin þrjú ár einkenndust af La niña, andstæðu El niño, sem faldi að vissu leyti áframhaldandi hlýnun að völdum manna. Mann segir að sá sterki El niño sem nú geisar geri viðbrigðin enn meiri. „Loftslagsbreytingar og El niño geta skýrt þetta allt. Það þýðir ekki að aðrir þættir hafi ekki sitt að segja en við ættum sannarlega að búast við því að sjá þetta aftur án þess að hinir þættirnir komi nálægt því,“ segir Friederike Otto, loftslagsvísindamaður við Imperial College í London.
Loftslagsmál Vísindi Tonga Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira