Kanna hvort fleira eigi þátt í methita Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2023 11:08 Fólk reynir að kæla sig í sumarhitanum við Bosporussund við Istanbúl í Tyrklandi í síðasta mánuði. Júlí var afgerandi hlýjasti mánuðurinn sem mælst hefur á jörðinni. AP/Francisco Seco Vísindamenn skoða nú möguleikann á því hvort að fleiri þættir en loftslagsbreytingar af völdum manna og El niño-veðurfyrirbrigðið beri ábyrgð á fordæmalausum hita í sumar. Risaeldgos í Kyrrahafi og minni skipamengun er á meðal þess sem kemur til greina. Júlí var heitasti einstaki mánuður í mælingasögunni og júní þar á undan var heitasti júnímánuður sem sögur fara af. Yfirleitt eru hitamet af þessu slegin um brot eða brotabrot úr gráðu en júlí var þriðjungi úr gráðu heitari en fyrri metmánuður. Líkur eru nú taldar miklar á að árið í ár verði það heitasta frá upphafi mælinga. Hlýnunin er svo mikil og skyndileg að sumir vísindamenn velta nú fyrir sér hvort að fleira kunni að magna upp hitann nú en stórfelld losun manna á gróðurhúsalofttegundum annars vegar og El niño-fyrirbrigðið í Kyrrahafi hins vegar, að sögn AP-fréttastofunnar. „Það sem við sjáum núna er meira en bara El niño ofan á loftslagsbreytingar,“ sagði Carlo Buontempo, forstöðumaður Kópernikusar, loftslagsverkefnis Evrópusambandsins, sem greindi frá júlíhitametinu í gær. Kólnunaráhrif skipamengunar minnka Kaldhæðnislega gæti hreinna loft, þökk sé hertum reglum um útblástur flutningaskipa sem tóku gildi árið 2020, átt hlutdeild í hlýnuninni í sumar. Brennisteinsagnir í útblæstri skipanna hafa kólnunaráhrif þegar þau endurvarpa sólargeislum út í geim. Áætlað er að brennisteinsmengunin hafi dregist saman um áttatíu prósent frá því að nýju reglurnar tóku gildi. „Það voru viðvarandi kólnunaráhrif ár eftir ár og skyndilega voru þau fjarlægð,“ segir Tianle Yuan frá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA sem hefur fylgst með lágskýjum sem tengjast flutningsleiðum í Norður-Atlantshafi og Norður-Kyrrahafi. Michael Diamond, loftslagsvísindamaður við Ríkisháskóla Flórída í Bandaríkjunum, telur minni mengun frá flutningaskipum líklegustu ástæðuna fyrir hversu mikil hlýindin eru. Hann telur að útblástursreglurnar leiði til um 0,1 gráðu hlýnunar fyrir miðja öldina en allt að fimm til tíu sinnum meiri á fjölförnum flutningaleiðum eins og í norðanverðu Atlantshafinu. Aðrir vísindamenn hafa áður hafnað því að minni brennisteinsmengun frá skipunum skipti sköpum fyrir hlýindin nú. Þeir telja hlýnunaráhrif reglnanna helmingi minni en Diamond og að þau séu þar að auki aðeins komin fram að litlu leyti. Flutningaskip spúaði brennisteinsögnum út í andrúmsloftið sem endurvarpa sólarljósi og valda kólnun. Útblástur þeirra varð hreinni eftir að nýjar og hertar reglur tóku gildi fyrir þremur árum.AP/Mark J. Terrill Gríðarlegt magn vatnsgufu frá eldgosinu á Tonga Risaeldgosið í Hunga Tonga-Hunga Ha'apai-neðansjávareldfjallinu í janúar 2022 hefur verið nefnt sem annar mögulegur sökudólgur. Það spúði meira en 165 milljónum tonna af vatnsgufu upp í andrúmsloftið. Vatnsgufa er öflug gróðurhúsalofttegund. Tvær rannsóknir þar sem notast var við tölvulíkön gáfu til kynna að eldgosið gæti valdið tímabundinni hlýnun. Þær tóku þó ekki með í reikninginn kólnunaráhrif brennisteinsagna frá gosinu, jafnvel þó að óvenjumikið hafi verið af vatnsgufu en lítið af brennisteini í gosmekkinum. Aðrir vísindamenn hafa reiknað út að eldgosið hafi kólnunaráhrif á loftslagið til skemmri tíma litið. Eldgosið á Tonga í fyrra var gríðarlega öflugt.AP/Veðurstofa Japans Leiti ekki langt yfir skammt Þá eru ótaldir þeir vísindamenn sem telja starfssystkini sín leita langt yfir skammt. Loftslagsbreytingar af völdum manna með hjálp frá El niño dugi fyllilega til þess að útskýra hitann. Michael Mann, loftslagsvísindamaður við Háskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, áætlar að um fimm sjöttu hlutar hlýnunarinnar að undanförnu sé af völdum bruna á jarðefnaeldsneyti en um sjötti hluti vegna El niño. Undanfarin þrjú ár einkenndust af La niña, andstæðu El niño, sem faldi að vissu leyti áframhaldandi hlýnun að völdum manna. Mann segir að sá sterki El niño sem nú geisar geri viðbrigðin enn meiri. „Loftslagsbreytingar og El niño geta skýrt þetta allt. Það þýðir ekki að aðrir þættir hafi ekki sitt að segja en við ættum sannarlega að búast við því að sjá þetta aftur án þess að hinir þættirnir komi nálægt því,“ segir Friederike Otto, loftslagsvísindamaður við Imperial College í London. Loftslagsmál Vísindi Tonga Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Júlí var heitasti einstaki mánuður í mælingasögunni og júní þar á undan var heitasti júnímánuður sem sögur fara af. Yfirleitt eru hitamet af þessu slegin um brot eða brotabrot úr gráðu en júlí var þriðjungi úr gráðu heitari en fyrri metmánuður. Líkur eru nú taldar miklar á að árið í ár verði það heitasta frá upphafi mælinga. Hlýnunin er svo mikil og skyndileg að sumir vísindamenn velta nú fyrir sér hvort að fleira kunni að magna upp hitann nú en stórfelld losun manna á gróðurhúsalofttegundum annars vegar og El niño-fyrirbrigðið í Kyrrahafi hins vegar, að sögn AP-fréttastofunnar. „Það sem við sjáum núna er meira en bara El niño ofan á loftslagsbreytingar,“ sagði Carlo Buontempo, forstöðumaður Kópernikusar, loftslagsverkefnis Evrópusambandsins, sem greindi frá júlíhitametinu í gær. Kólnunaráhrif skipamengunar minnka Kaldhæðnislega gæti hreinna loft, þökk sé hertum reglum um útblástur flutningaskipa sem tóku gildi árið 2020, átt hlutdeild í hlýnuninni í sumar. Brennisteinsagnir í útblæstri skipanna hafa kólnunaráhrif þegar þau endurvarpa sólargeislum út í geim. Áætlað er að brennisteinsmengunin hafi dregist saman um áttatíu prósent frá því að nýju reglurnar tóku gildi. „Það voru viðvarandi kólnunaráhrif ár eftir ár og skyndilega voru þau fjarlægð,“ segir Tianle Yuan frá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA sem hefur fylgst með lágskýjum sem tengjast flutningsleiðum í Norður-Atlantshafi og Norður-Kyrrahafi. Michael Diamond, loftslagsvísindamaður við Ríkisháskóla Flórída í Bandaríkjunum, telur minni mengun frá flutningaskipum líklegustu ástæðuna fyrir hversu mikil hlýindin eru. Hann telur að útblástursreglurnar leiði til um 0,1 gráðu hlýnunar fyrir miðja öldina en allt að fimm til tíu sinnum meiri á fjölförnum flutningaleiðum eins og í norðanverðu Atlantshafinu. Aðrir vísindamenn hafa áður hafnað því að minni brennisteinsmengun frá skipunum skipti sköpum fyrir hlýindin nú. Þeir telja hlýnunaráhrif reglnanna helmingi minni en Diamond og að þau séu þar að auki aðeins komin fram að litlu leyti. Flutningaskip spúaði brennisteinsögnum út í andrúmsloftið sem endurvarpa sólarljósi og valda kólnun. Útblástur þeirra varð hreinni eftir að nýjar og hertar reglur tóku gildi fyrir þremur árum.AP/Mark J. Terrill Gríðarlegt magn vatnsgufu frá eldgosinu á Tonga Risaeldgosið í Hunga Tonga-Hunga Ha'apai-neðansjávareldfjallinu í janúar 2022 hefur verið nefnt sem annar mögulegur sökudólgur. Það spúði meira en 165 milljónum tonna af vatnsgufu upp í andrúmsloftið. Vatnsgufa er öflug gróðurhúsalofttegund. Tvær rannsóknir þar sem notast var við tölvulíkön gáfu til kynna að eldgosið gæti valdið tímabundinni hlýnun. Þær tóku þó ekki með í reikninginn kólnunaráhrif brennisteinsagna frá gosinu, jafnvel þó að óvenjumikið hafi verið af vatnsgufu en lítið af brennisteini í gosmekkinum. Aðrir vísindamenn hafa reiknað út að eldgosið hafi kólnunaráhrif á loftslagið til skemmri tíma litið. Eldgosið á Tonga í fyrra var gríðarlega öflugt.AP/Veðurstofa Japans Leiti ekki langt yfir skammt Þá eru ótaldir þeir vísindamenn sem telja starfssystkini sín leita langt yfir skammt. Loftslagsbreytingar af völdum manna með hjálp frá El niño dugi fyllilega til þess að útskýra hitann. Michael Mann, loftslagsvísindamaður við Háskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, áætlar að um fimm sjöttu hlutar hlýnunarinnar að undanförnu sé af völdum bruna á jarðefnaeldsneyti en um sjötti hluti vegna El niño. Undanfarin þrjú ár einkenndust af La niña, andstæðu El niño, sem faldi að vissu leyti áframhaldandi hlýnun að völdum manna. Mann segir að sá sterki El niño sem nú geisar geri viðbrigðin enn meiri. „Loftslagsbreytingar og El niño geta skýrt þetta allt. Það þýðir ekki að aðrir þættir hafi ekki sitt að segja en við ættum sannarlega að búast við því að sjá þetta aftur án þess að hinir þættirnir komi nálægt því,“ segir Friederike Otto, loftslagsvísindamaður við Imperial College í London.
Loftslagsmál Vísindi Tonga Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira