Hvað verður um Blessing á föstudag? Drífa Snædal skrifar 9. ágúst 2023 13:00 Blessing er þolandi áralangs mansals á Ítalíu og hefur í fimm ár barist árangurslaust fyrir hæli hér á landi. Íslensk stjórnvöld hafa synjað henni um vernd en þó viðurkennt að Ítalía sé ekki öruggt land fyrir hana þar sem hún er mansalsbrotaþoli. Sama verður að segja um heimaland hennar en þaðan var hún seld fyrst. Þrautalendingin var að sækja um ríkisborgararétt til Alþingis en þar var henni einnig hafnað. Nýjustu breytingar á útlendingalögum hafa bein áhrif á Blessing, enda var markmið þeirra að koma fólki í hennar stöðu úr landi svo fljótt sem auðið er og án vandræða fyrir íslenska framkvæmdaaðila. Hvert hún fer er aukaatriði í augum löggjafans og engu skiptir að hún hefur ekki í nein hús að venda og er í mikilli hættu á að lenda í örbyrgð, vonleysi, ofbeldi og lífshættu. Næstkomandi föstudag, hinn 11. ágúst líður sá frestur sem Blessing Newton og fleiri hafa til að koma sér út úr flóttamannabúðunum í Hafnarfirði. Nú þegar er búið að svipta hana félagslegri aðstoð, lögfræðiaðstoð, strætókorti og fleira sem hún naut sem umsækjandi um alþjóðlega vernd. Nú á að svelta hana og fleiri umsækjendur til að koma sér úr landi – nú síðast var fólkið í Hafnarfirð svipt bónuskorti til að kaupa í matinn. Þetta er veruleiki hinna breyttu útlendingalaga og svona förum við með konur sem hafa sætt viðbjóðslegu ofbeldi. Konur sem vilja bara sjá fyrir sér, lifa í friði á Íslandi og búa sér öruggt heimili – það er æðsta óskin. Í reglugerð um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, í sérstökum tilvikum, við erlenda ríkisborgara, utan EES, sem ekki eiga lögheimili á Íslandi (nr. 203/2016) er hægt að veita aðstoð til dvalar ef m.a. þetta atriði á við: Umsókn um dvalarleyfi af mannúðarástæðum eða dvalarleyfi sem flóttamaður hefur verið synjað og ákvörðun stjórnvalda um að yfirgefa landið getur ekki komið til framkvæmda. Einstaklingar í þessum aðstæðum geta verið ríkisfangslausir eða ríkisfang hefur ekki verið staðfest. Eftir atvikum er einstaklingum veitt dvalarleyfi og atvinnuleyfi til bráðabirga. Yfirvöld hafa ekki nýtt þessa heimild í tilviki Blessing og er það óskiljanlegt þar sem hún getur hvergi farið. Sömuleiðis hafa mannréttindalögfræðingar talið að þessi meðferð á mansalsbrotaþola standist ekki alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar. Eftir fjöldamörg samtöl við fólk innan kerfisins er ljóst að yfirvöld vita ekkert hvað á að gera. Taka sveitarfélögin við? Á að virkja reglur um útlendinga í neyð? Á að vísa fólki á guð og gaddinn og búa hér til neðanjarðarsamfélag örvæntingafulls fólks sem hvergi getur farið? Það virðist því miður vera planið. Afleiðingar nýju útlendingalaganna, sem var þrýst í gegnum þingið þrátt fyrir viðvaranir Rauða krossins og helstu mannréttindasamtaka, eru nú að koma í ljós. Lögin tóku gildi 1. júlí og á föstudag reynir á framkvæmdina. Hvað verður um Blessing á föstudag? Höfundur er talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Hælisleitendur Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Blessing er þolandi áralangs mansals á Ítalíu og hefur í fimm ár barist árangurslaust fyrir hæli hér á landi. Íslensk stjórnvöld hafa synjað henni um vernd en þó viðurkennt að Ítalía sé ekki öruggt land fyrir hana þar sem hún er mansalsbrotaþoli. Sama verður að segja um heimaland hennar en þaðan var hún seld fyrst. Þrautalendingin var að sækja um ríkisborgararétt til Alþingis en þar var henni einnig hafnað. Nýjustu breytingar á útlendingalögum hafa bein áhrif á Blessing, enda var markmið þeirra að koma fólki í hennar stöðu úr landi svo fljótt sem auðið er og án vandræða fyrir íslenska framkvæmdaaðila. Hvert hún fer er aukaatriði í augum löggjafans og engu skiptir að hún hefur ekki í nein hús að venda og er í mikilli hættu á að lenda í örbyrgð, vonleysi, ofbeldi og lífshættu. Næstkomandi föstudag, hinn 11. ágúst líður sá frestur sem Blessing Newton og fleiri hafa til að koma sér út úr flóttamannabúðunum í Hafnarfirði. Nú þegar er búið að svipta hana félagslegri aðstoð, lögfræðiaðstoð, strætókorti og fleira sem hún naut sem umsækjandi um alþjóðlega vernd. Nú á að svelta hana og fleiri umsækjendur til að koma sér úr landi – nú síðast var fólkið í Hafnarfirð svipt bónuskorti til að kaupa í matinn. Þetta er veruleiki hinna breyttu útlendingalaga og svona förum við með konur sem hafa sætt viðbjóðslegu ofbeldi. Konur sem vilja bara sjá fyrir sér, lifa í friði á Íslandi og búa sér öruggt heimili – það er æðsta óskin. Í reglugerð um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, í sérstökum tilvikum, við erlenda ríkisborgara, utan EES, sem ekki eiga lögheimili á Íslandi (nr. 203/2016) er hægt að veita aðstoð til dvalar ef m.a. þetta atriði á við: Umsókn um dvalarleyfi af mannúðarástæðum eða dvalarleyfi sem flóttamaður hefur verið synjað og ákvörðun stjórnvalda um að yfirgefa landið getur ekki komið til framkvæmda. Einstaklingar í þessum aðstæðum geta verið ríkisfangslausir eða ríkisfang hefur ekki verið staðfest. Eftir atvikum er einstaklingum veitt dvalarleyfi og atvinnuleyfi til bráðabirga. Yfirvöld hafa ekki nýtt þessa heimild í tilviki Blessing og er það óskiljanlegt þar sem hún getur hvergi farið. Sömuleiðis hafa mannréttindalögfræðingar talið að þessi meðferð á mansalsbrotaþola standist ekki alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar. Eftir fjöldamörg samtöl við fólk innan kerfisins er ljóst að yfirvöld vita ekkert hvað á að gera. Taka sveitarfélögin við? Á að virkja reglur um útlendinga í neyð? Á að vísa fólki á guð og gaddinn og búa hér til neðanjarðarsamfélag örvæntingafulls fólks sem hvergi getur farið? Það virðist því miður vera planið. Afleiðingar nýju útlendingalaganna, sem var þrýst í gegnum þingið þrátt fyrir viðvaranir Rauða krossins og helstu mannréttindasamtaka, eru nú að koma í ljós. Lögin tóku gildi 1. júlí og á föstudag reynir á framkvæmdina. Hvað verður um Blessing á föstudag? Höfundur er talskona Stígamóta.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun