Stolt út um allt! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 10. ágúst 2023 18:00 Þessa vikuna fögnum við fjölbreytileikanum í allri sinni dýrð og dásemd með Hinsegin dögum. Á þessum tíma árs nýti ég tækifærið og þakka fyrir frelsið og viðurkenninguna sem íslenskt samfélag hefur veitt mér sem lesbíu og öðru hinsegin fólki. Frelsið sem ég vona að ég geti búið við um ókomna tíð. Að aldrei aftur þurfi ég að óttast um öryggi mitt eða viðurkenninguna sem ríkir í samfélaginu og mætir mér alla jafna í mínu daglega lífi. Alvöru frelsi það! Á sama tíma er dapurlegt til þess að hugsa að enn á ný verða hópar innan hinsegin samfélagsins fyrir ofbeldi í okkar upplýsta samfélagi. Þessi misserin eru það einkum og sér í lagi trans fólk og þar á meðal ungmenni sem reyna hvað þau geta að standa með sjálfum sér, stolt og glöð yfir því að hafa fundið sitt eigið sjálf. Fundið kjarkinn sinn og þor til að stíga fram og vera sýnileg sem þær manneskjur sem þau eru. Fátt er nú fallegra en einmitt það. Bakslag er það og bakslag hræðir. Bakslag sem er að eiga sér stað út um allan heim. Líka hér á Íslandi. Þrátt fyrir öll þau lagalegu réttindi sem búið er að tryggja og opinskárri umræðu í okkar samfélagi. Við því verðum við einfaldlega að bregðast og stíga fast niður fæti. Fræðsla eflir og styrkir okkur sem samfélag Fleiri og fleiri sveitarfélög hafa verið að svara kalli hinsegin samfélagsins eftir aukinni fræðslu í samfélaginu með samningum um fræðslu fyrir starfsfólk sitt en ekki síður fræðslu til barna og ungmenna innan skólakerfisins. Því það magnaða er að það virkar. Það er aldrei of seint að taka skrefið og taka ábyrgð. Kæra sveitastjórnarfólk ég hvet ykkur til þess að hvetja og styðja hvert annað til góðra verka og tryggja þau verkfæri sem við búum yfir með þeirri gríðarlegu þekkingu og öflugu fræðslu sem Samtökin 78 geta boðið upp á. Okkar allra er að hafa áhrif til góðs. Lyftum mennskunni og berum virðingu fyrir hvort öðru svo við getum öll staðið upprétt og stolt. Gleðilega hinsegin daga! Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Hinsegin Málefni trans fólks Sveitarstjórnarmál Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Þessa vikuna fögnum við fjölbreytileikanum í allri sinni dýrð og dásemd með Hinsegin dögum. Á þessum tíma árs nýti ég tækifærið og þakka fyrir frelsið og viðurkenninguna sem íslenskt samfélag hefur veitt mér sem lesbíu og öðru hinsegin fólki. Frelsið sem ég vona að ég geti búið við um ókomna tíð. Að aldrei aftur þurfi ég að óttast um öryggi mitt eða viðurkenninguna sem ríkir í samfélaginu og mætir mér alla jafna í mínu daglega lífi. Alvöru frelsi það! Á sama tíma er dapurlegt til þess að hugsa að enn á ný verða hópar innan hinsegin samfélagsins fyrir ofbeldi í okkar upplýsta samfélagi. Þessi misserin eru það einkum og sér í lagi trans fólk og þar á meðal ungmenni sem reyna hvað þau geta að standa með sjálfum sér, stolt og glöð yfir því að hafa fundið sitt eigið sjálf. Fundið kjarkinn sinn og þor til að stíga fram og vera sýnileg sem þær manneskjur sem þau eru. Fátt er nú fallegra en einmitt það. Bakslag er það og bakslag hræðir. Bakslag sem er að eiga sér stað út um allan heim. Líka hér á Íslandi. Þrátt fyrir öll þau lagalegu réttindi sem búið er að tryggja og opinskárri umræðu í okkar samfélagi. Við því verðum við einfaldlega að bregðast og stíga fast niður fæti. Fræðsla eflir og styrkir okkur sem samfélag Fleiri og fleiri sveitarfélög hafa verið að svara kalli hinsegin samfélagsins eftir aukinni fræðslu í samfélaginu með samningum um fræðslu fyrir starfsfólk sitt en ekki síður fræðslu til barna og ungmenna innan skólakerfisins. Því það magnaða er að það virkar. Það er aldrei of seint að taka skrefið og taka ábyrgð. Kæra sveitastjórnarfólk ég hvet ykkur til þess að hvetja og styðja hvert annað til góðra verka og tryggja þau verkfæri sem við búum yfir með þeirri gríðarlegu þekkingu og öflugu fræðslu sem Samtökin 78 geta boðið upp á. Okkar allra er að hafa áhrif til góðs. Lyftum mennskunni og berum virðingu fyrir hvort öðru svo við getum öll staðið upprétt og stolt. Gleðilega hinsegin daga! Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun