Rómverjar fundu fyrir skjálftum og sextíu slösuðust þegar Kanye steig á svið Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. ágúst 2023 13:15 Það ætlaði allt um koll að keyra í Róm þegar Kanye birtist á sviði hringleikahússins. Twitter Sextíu manns slösuðust á tónleikum Travis Scott í Róm á mánudag. Allt lék á reiðiskjálfi þegar Kanye West steig óvænt á svið og töldu borgarbúar að jarðskjálfti hefði riðið yfir. Fornleifafræðingar kalla eftir því að tónleikahaldi verði hætt í hringleikahúsinu. Enn einu sinni veldur tónleikahald bandaríska rapparans Travis Scott fjaðrafoki. Í þetta sinn vegna tónleika hans í fornrómverska hringleikahúsinu Circus Maximus í tilefni af útgáfu Útópíu, nýrrar plötu Scott. Þar þurftu sextíu manns að leita sér læknisaðstoðar þegar ónefndur aðili spreyjaði piparúða yfir tónleikagesti. Þá slasaðist einnig fjórtán ára aðdáandi rapparans þegar hann reyndi að klífa veggi leikvangsins til að sjá tónleikana frítt. Tæp tvö ár eru liðin síðan tíu manns létust á tónleikum Scott á tónlistarhátíðinni Astroworld í Texas í nóvember 2021. Jarðskjálfti reyndist vera æsingur aðdáenda Slökkviliðið í Róm greindi CNN frá því að nóttina sem tónleikarnir voru haldnir hefðu slökkviliðinu borist „mörg hundruð símtöl“ þar sem fólk tilkynnti um jarðskjálfta. Símhringingarnar bárust á sama tíma og rapparinn Kanye West steig á svið sem óvæntur gestur. „Það er engin Travis Scott án Kanye West. Það er engin Róm án Kanye West,“ sagði Travis Scott þegar herra West birtist á sviðinu og trylltust aðdáendur í kjölfarið. West flutti lagið „Praise God“ af plötunni Donda og hið klassíska „Can't Tell Me Nothing“ frá árinu 2007. Þetta var í fyrsta sinn sem Kanye West kemur opinberlega fram á tónleikum síðan hann lét frá sér hatursfull ummæli um gyðinga í desember síðastliðnum. Kalla eftir stöðvun tónleikahalds Alfonsina Russo, forstjóri fornminjagarðs Kólosseums, hefur kallað eftir því að stóru tónleikahaldi verði hætt í Circus Maximus. „Circus Maximus er minnisvarði, ekki leikvangur eða tónlistarhús,“ sagði Russo í viðtali við ítalska fjölmiðilinn AGI. „Þessir risatónleikar stefna honum í hættu og Palatine-hæð að auki. Rokktónleikar ættu að vera haldnir á leikvöngum til að ógna ekki öryggi almennings,“ sagði Russo. Hringleikahúsið, sem er staðsett á botni Palatine-hæðar nálægt Kólosseum, hefur á undanförnum árum orðið að vinsælum tónleikastað. Í sumar hafa Imagine Dragons, Guns N' Roses og Bruce Springsteen spilað í hringleikahúsinu. Ítalía Tónlist Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Sjá meira
Enn einu sinni veldur tónleikahald bandaríska rapparans Travis Scott fjaðrafoki. Í þetta sinn vegna tónleika hans í fornrómverska hringleikahúsinu Circus Maximus í tilefni af útgáfu Útópíu, nýrrar plötu Scott. Þar þurftu sextíu manns að leita sér læknisaðstoðar þegar ónefndur aðili spreyjaði piparúða yfir tónleikagesti. Þá slasaðist einnig fjórtán ára aðdáandi rapparans þegar hann reyndi að klífa veggi leikvangsins til að sjá tónleikana frítt. Tæp tvö ár eru liðin síðan tíu manns létust á tónleikum Scott á tónlistarhátíðinni Astroworld í Texas í nóvember 2021. Jarðskjálfti reyndist vera æsingur aðdáenda Slökkviliðið í Róm greindi CNN frá því að nóttina sem tónleikarnir voru haldnir hefðu slökkviliðinu borist „mörg hundruð símtöl“ þar sem fólk tilkynnti um jarðskjálfta. Símhringingarnar bárust á sama tíma og rapparinn Kanye West steig á svið sem óvæntur gestur. „Það er engin Travis Scott án Kanye West. Það er engin Róm án Kanye West,“ sagði Travis Scott þegar herra West birtist á sviðinu og trylltust aðdáendur í kjölfarið. West flutti lagið „Praise God“ af plötunni Donda og hið klassíska „Can't Tell Me Nothing“ frá árinu 2007. Þetta var í fyrsta sinn sem Kanye West kemur opinberlega fram á tónleikum síðan hann lét frá sér hatursfull ummæli um gyðinga í desember síðastliðnum. Kalla eftir stöðvun tónleikahalds Alfonsina Russo, forstjóri fornminjagarðs Kólosseums, hefur kallað eftir því að stóru tónleikahaldi verði hætt í Circus Maximus. „Circus Maximus er minnisvarði, ekki leikvangur eða tónlistarhús,“ sagði Russo í viðtali við ítalska fjölmiðilinn AGI. „Þessir risatónleikar stefna honum í hættu og Palatine-hæð að auki. Rokktónleikar ættu að vera haldnir á leikvöngum til að ógna ekki öryggi almennings,“ sagði Russo. Hringleikahúsið, sem er staðsett á botni Palatine-hæðar nálægt Kólosseum, hefur á undanförnum árum orðið að vinsælum tónleikastað. Í sumar hafa Imagine Dragons, Guns N' Roses og Bruce Springsteen spilað í hringleikahúsinu.
Ítalía Tónlist Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Sjá meira