Nóg vatn fyrir golfvelli en ekki fyrir fólk Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 12. ágúst 2023 14:00 Los Olivos golfvöllurinn í Mijas á Costa del Sol er einn 109 golfvalla í Andalúsíu. Getty Images Á sama tíma og fimmtungur spænsku þjóðarinnar býr við vatnsskömmtun vegna hita, er ekkert lát á vökvun golfvalla í landinu. Golfvellirnir í Andalúsíu nota jafn mikið vatn árlega og rúmlega ein milljón manna. Níu milljónir Spánverja búa við vatnsskömmtun Níu milljónir Spánverja, eða 20% þjóðarinnar, þurfa nú að þola vatnsskömmtun í minna eða meira mæli vegna hitabylgna sem ríða yfir landið hver á fætur annarri á sama tíma og ekki kemur deigur dropi úr lofti. Yfir 600 sveitarfélög hafa gripið til þess að skammta vatnið; sums staðar er skrúfað fyrir allt vatn frá miðnætti til 7 á morgnana. Dæmi um aðrar skorður við vatnsnotkun er bann við garðavökvun og bílaþvotti. Nóg vatn til að vökva golfvelli En hvað þá með golfvellina, spyrja sumir. Af hverju fá þeir endalaust af vatni? Og von er að spurt sé, í Andalúsíu eru t.a.m. 109 golfvellir, fjórðungur allra golfvalla í landinu, og tvær milljónir manna í héraðinu þurfa að búa við vatnsskömmtun. Og það er ekki sama hver er spurður. Sérfræðingar og umhverfisverndarsinnar segja að þetta sé alger óhæfa og að ekki sé verjandi að leggja fleiri golfvelli í héraðinu. Vatnsveiturnar segja golfvellina eina og sér nota 2% alls vatns í Andalúsíu og sérfræðingar hafa reiknað út að einn 18 holu golfvöllur noti sama magn af vatni á ári og 10 til 15.000 manna þorp. Það þýðir að á golfvelli Andalúsíu fer meira vatn en rúmlega ein milljón manna þarf til daglegra nota á ári. Golfvellir skapa tekjur og störf Þessu andmælir Golfsamband Spánar kröftuglega. Formaður þess segir að golfvellirnir skapi störf fyrir meira en 50.000 Spánverja og skaffi 2.200 milljónir evra í ríkiskassann á ári hverju. Þá sé nánast allt vatnið sem notað sé, endurunnið vatn sem ekki sé drykkjarhæft. Kjaftæði, segir Santiago Martín Barajas landbúnaðarverkfræðingur, í viðtali við spænska blaðið Público. Meirihluti vatnsins komi úr brunnum, einungis 10% vatnsins sé endurunnið, ódrykkjarhæft vatn sem golfvellirnir kaupi til þess að líta betur út á pappírunum. Og ekki minnkar flækjustigið þegar Rafael Yus, prófessor í líffræði, blandar sér í umræðuna. Hann segir stóra vandamálið ekki vera golfvellirnir í Andalúsíu, heldur hafi ræktun hitabeltisávaxta og -grænmetis aukist svo mikið í Andalúsíu á síðustu árum. Og þau þurfi óheyrilega mikið vatn til þess að geta vaxið. Spánn Hitabylgja í Evrópu 2023 Golf Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Níu milljónir Spánverja búa við vatnsskömmtun Níu milljónir Spánverja, eða 20% þjóðarinnar, þurfa nú að þola vatnsskömmtun í minna eða meira mæli vegna hitabylgna sem ríða yfir landið hver á fætur annarri á sama tíma og ekki kemur deigur dropi úr lofti. Yfir 600 sveitarfélög hafa gripið til þess að skammta vatnið; sums staðar er skrúfað fyrir allt vatn frá miðnætti til 7 á morgnana. Dæmi um aðrar skorður við vatnsnotkun er bann við garðavökvun og bílaþvotti. Nóg vatn til að vökva golfvelli En hvað þá með golfvellina, spyrja sumir. Af hverju fá þeir endalaust af vatni? Og von er að spurt sé, í Andalúsíu eru t.a.m. 109 golfvellir, fjórðungur allra golfvalla í landinu, og tvær milljónir manna í héraðinu þurfa að búa við vatnsskömmtun. Og það er ekki sama hver er spurður. Sérfræðingar og umhverfisverndarsinnar segja að þetta sé alger óhæfa og að ekki sé verjandi að leggja fleiri golfvelli í héraðinu. Vatnsveiturnar segja golfvellina eina og sér nota 2% alls vatns í Andalúsíu og sérfræðingar hafa reiknað út að einn 18 holu golfvöllur noti sama magn af vatni á ári og 10 til 15.000 manna þorp. Það þýðir að á golfvelli Andalúsíu fer meira vatn en rúmlega ein milljón manna þarf til daglegra nota á ári. Golfvellir skapa tekjur og störf Þessu andmælir Golfsamband Spánar kröftuglega. Formaður þess segir að golfvellirnir skapi störf fyrir meira en 50.000 Spánverja og skaffi 2.200 milljónir evra í ríkiskassann á ári hverju. Þá sé nánast allt vatnið sem notað sé, endurunnið vatn sem ekki sé drykkjarhæft. Kjaftæði, segir Santiago Martín Barajas landbúnaðarverkfræðingur, í viðtali við spænska blaðið Público. Meirihluti vatnsins komi úr brunnum, einungis 10% vatnsins sé endurunnið, ódrykkjarhæft vatn sem golfvellirnir kaupi til þess að líta betur út á pappírunum. Og ekki minnkar flækjustigið þegar Rafael Yus, prófessor í líffræði, blandar sér í umræðuna. Hann segir stóra vandamálið ekki vera golfvellirnir í Andalúsíu, heldur hafi ræktun hitabeltisávaxta og -grænmetis aukist svo mikið í Andalúsíu á síðustu árum. Og þau þurfi óheyrilega mikið vatn til þess að geta vaxið.
Spánn Hitabylgja í Evrópu 2023 Golf Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira