Móðir drengs sem skaut kennara játar sig seka um vanrækslu Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2023 10:15 Skilti með stuðningsskilaboðum fyrir utan Richneck-grunnskólann í Newport News eftir skotárásina í janúar. AP/Denise Lavoie Saksóknarar í Virginíu í Bandaríkjunum felldu niður hluta ákæru á hendur móður drengs sem skaut kennarann sinn í skóla í janúar eftir að hún samþykkti að játa sig seka um glæpsamlega vanrækslu. Drengurinn var sex ára gamall þegar hann skaut kennara sinn með skammbyssu sem hann hafði með sér að heiman í Richneck-grunnskólann í Newport News í Virginíu í janúar. Kennarinn, kona á þrítugsaldri, lifði árásina af en hún hlaut skotsár á hendi og brjósti. Deja Taylor, móðir drengsins, hefur nú játað sig seka um að vanrækja son sinn. Allt að fimm ára fangelsisrefsing liggur við brotinu en saksóknarar samþykktu að krefjast í mesta lagi sex mánaða dóms, að sögn AP-fréttastofunnar. Dómari hefur engu að síður frjálsar hendur til að ákvarða refsingu hennar. Saksóknari sagði dómara í gær að drengurinn hefði sagt yfirvöldum að hann hefði náð í byssuna með því að klifra upp á skúffu til þess að ná í efstu skúffu kommóðu þar sem konan geymdi byssuna í veski sínu. Konan sagði lögreglu á sínum tíma að hún teldi að gikkur byssunnar væri læstur með lykli sem hún geymdi undir dýnunni sinni. Enginn gikklás fannst þó við leit á heimili hennar. Enginn byssuskápur var heldur til staðar. Fyrsta vikan sem drengurinn var án foreldris í skólanum Í gögnum málsins segir að þegar lögregla kom í skólastofuna hafi drengurinn blótað og sagst hafa skotið kennarann sin. Hann hafi svo losað sig frá starfsmanni sem hélt honum föstum og kýlt hann í andlitið. Drengurinn hafi sagst hafa stolið byssunni vegna þess að hann þyrfti að skjóta kennarann. Drengurinn er ofvirkur og með athyglisbrest og aðstandandi hafði alltaf fylgt honum að í skólanum. Hann hafði jafnframt greinst með mótþróaröskun. Vikan sem hann skaut kennarann var sú fyrsta sem foreldri var ekki með honum í tíma. Móðir hans segir að það hafi verið vegna þess að hann hafi verið byrjaður á lyfjum og námsárangur hans hefði farið batnandi. Lögmaður Taylor segir að hún eigi sér nokkrar málsbætur. Hún hafi nýlega orðið fyrir fósturláti og þjáðst af fæðingaþunglyndi áður en sonur hennar skaut kennarann. Abby Zwerner, kennarinn drengurinn skaut, stefndi skólanum og krefst tuga milljóna dollara í bætur. Hún sakar skólayfirvöld um að hafa ekki brugðist við fjölda viðvarana um að drengurinn hefði tekið byssu með sér í skólann. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ákæra gefin út á hendur móður barnsins sem skaut kennarann sinn Kviðdómur í Virginíu í Bandaríkjunum hefur gefið út ákæru á hendur móður sex ára barns sem skaut kennarann sinn með skotvopni. Hún verður meðal annars ákærð fyrir alvarlega vanrækslu barns og brot á skotvopnalögum. 11. apríl 2023 07:04 Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað. 9. janúar 2023 16:31 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Drengurinn var sex ára gamall þegar hann skaut kennara sinn með skammbyssu sem hann hafði með sér að heiman í Richneck-grunnskólann í Newport News í Virginíu í janúar. Kennarinn, kona á þrítugsaldri, lifði árásina af en hún hlaut skotsár á hendi og brjósti. Deja Taylor, móðir drengsins, hefur nú játað sig seka um að vanrækja son sinn. Allt að fimm ára fangelsisrefsing liggur við brotinu en saksóknarar samþykktu að krefjast í mesta lagi sex mánaða dóms, að sögn AP-fréttastofunnar. Dómari hefur engu að síður frjálsar hendur til að ákvarða refsingu hennar. Saksóknari sagði dómara í gær að drengurinn hefði sagt yfirvöldum að hann hefði náð í byssuna með því að klifra upp á skúffu til þess að ná í efstu skúffu kommóðu þar sem konan geymdi byssuna í veski sínu. Konan sagði lögreglu á sínum tíma að hún teldi að gikkur byssunnar væri læstur með lykli sem hún geymdi undir dýnunni sinni. Enginn gikklás fannst þó við leit á heimili hennar. Enginn byssuskápur var heldur til staðar. Fyrsta vikan sem drengurinn var án foreldris í skólanum Í gögnum málsins segir að þegar lögregla kom í skólastofuna hafi drengurinn blótað og sagst hafa skotið kennarann sin. Hann hafi svo losað sig frá starfsmanni sem hélt honum föstum og kýlt hann í andlitið. Drengurinn hafi sagst hafa stolið byssunni vegna þess að hann þyrfti að skjóta kennarann. Drengurinn er ofvirkur og með athyglisbrest og aðstandandi hafði alltaf fylgt honum að í skólanum. Hann hafði jafnframt greinst með mótþróaröskun. Vikan sem hann skaut kennarann var sú fyrsta sem foreldri var ekki með honum í tíma. Móðir hans segir að það hafi verið vegna þess að hann hafi verið byrjaður á lyfjum og námsárangur hans hefði farið batnandi. Lögmaður Taylor segir að hún eigi sér nokkrar málsbætur. Hún hafi nýlega orðið fyrir fósturláti og þjáðst af fæðingaþunglyndi áður en sonur hennar skaut kennarann. Abby Zwerner, kennarinn drengurinn skaut, stefndi skólanum og krefst tuga milljóna dollara í bætur. Hún sakar skólayfirvöld um að hafa ekki brugðist við fjölda viðvarana um að drengurinn hefði tekið byssu með sér í skólann.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ákæra gefin út á hendur móður barnsins sem skaut kennarann sinn Kviðdómur í Virginíu í Bandaríkjunum hefur gefið út ákæru á hendur móður sex ára barns sem skaut kennarann sinn með skotvopni. Hún verður meðal annars ákærð fyrir alvarlega vanrækslu barns og brot á skotvopnalögum. 11. apríl 2023 07:04 Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað. 9. janúar 2023 16:31 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Ákæra gefin út á hendur móður barnsins sem skaut kennarann sinn Kviðdómur í Virginíu í Bandaríkjunum hefur gefið út ákæru á hendur móður sex ára barns sem skaut kennarann sinn með skotvopni. Hún verður meðal annars ákærð fyrir alvarlega vanrækslu barns og brot á skotvopnalögum. 11. apríl 2023 07:04
Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað. 9. janúar 2023 16:31