10 milljarða króna ákvörðun stjórnvalda Agla Eir Vilhjálmsdóttir og Elísa Arna Hilmarsdóttir skrifa 17. ágúst 2023 07:30 Það er bæði gömul saga og ný að regluverk á Íslandi er íþyngjandi og oftar en ekki meira íþyngjandi en gengur og gerist meðal nágrannaþjóða okkar. Þetta sést skýrt þegar Ísland er skoðað í alþjóðlegum samanburði og ætti að vera kappsmál stjórnvalda að bæta úr þessari stöðu. Óþarflega íþyngjandi regluverk getur enda dregið úr almennri hagsæld með takmörkuðum hvata til atvinnurekstrar sem leiðir til minni umsvifa og þ.a.l. minni skatttekna sem aftur gerir hið opinbera verr í stakk búið til að standa undir grunnþjónustu við almenning. Þannig þarf að forðast í lengstu lög að setja reglur sem leiða af sér meiri kostnað en ávinning fyrir samfélagið. Þrátt fyrir ítrekuð loforð stjórnvalda í þá veru er regluverk frá Evrópusambandinu enn innleitt með meira íþyngjandi hætti en nauðsynlegt er, án nokkurra skýringa. Við innleiðingu á regluverki Evrópusambandsins hefur Ísland gjarnan svigrúm til að ákveða með hversu íþyngjandi hætti viðkomandi reglur eru innleiddar en í mörgum tilvikum eru farin sú leið að leggja ríkari skyldur á íslensk fyrirtæki en gert er í öðrum löndum Evrópu. Sú var til dæmis raunin við innleiðingu hluta af sjálfbærniregluverki Evrópusambandsins sem leiðir af sér meiri kostnaði fyrir íslensk fyrirtæki en fyrirtæki í öðrum Evrópulöndum. Tilskipun um birtingu ófjárhagslegra upplýsinga var til að mynda innleidd með víðtækara gildissviði hérlendis sem varð til þess að tæplega átta sinnum fleiri íslensk fyrirtæki falla undir gildissviðið en ella. Áætlað er að þessi ákvörðun hafi kostað íslenskt atvinnulíf um 9,8 milljarða króna frá árinu 2016. Sama gildissvið var lagt til grundvallar við innleiðingu flokkunarreglugerðarinnar sem innleidd var á þessu ári en gildissviðið er þannig víðtækara hérlendis en annars staðar í Evrópu. Ekki hefur verið lagt mat á kostnaðinn við þá innleiðingu, en búast má við að hann verði umtalsverður. EES-regluverk miðar að því að samræma leikreglur milli landa á afmörkuðum sviðum og ná þannig ákveðnum markmiðum og um leið örva viðskipta- og efnahagstengsl milli ríkja. Að þessu sinni er markmiðið göfugt, að auka upplýsingagjöf sem tengist sjálfbærni og stýra flæði fjármagns í átt til sjálfbærra lausna. Ávinningur þessara aðgerða er án efa mikill en það er þó ekki með öllu ljóst hvort ábatinn sé þess virði þegar gengið er lengra en aðrar þjóðir líkt og raunin varð hér. Það hvílir mikil ábyrgð á stjórnvöldum að rökstyðja vel hvers vegna valið er að ganga lengra en þörf krefur við innleiðingu á hvers kyns regluverki. Í þessu tilfelli skorti annars vegar rök fyrir því hvers vegna gengið var lengra en tilskipunin gerir ráð fyrir og hins vegar greiningu á ábata og þeim kostnaði sem því fylgir. Eins og áður segir er þó ekkert nýtt undir sólinni í þessum efnum. Í úttekt ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur forsætisráðuneytisins frá 2016 kom fram að í þriðjungi tilfella ákváðu stjórnvöld að innleiða EES-reglur með meira íþyngjandi hætti en þörf var á til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Auk þess hafa fjölmargar innleiðingar síðustu ára sýnt fram á að ekki hefur verið horfið af þessari braut. Þá hlotnast Íslandi sá vafasami heiður að búa við mest íþyngjandi regluverk innan OECD í þeim 19 geirum er snúa að þjónustu við þegna landsins, svo sem fjármálaþjónustu og lögfræðiþjónustu. Það er því sannarlega verk að vinna þvert á greinar atvinnulífsins, ekki eingöngu hvað varðar sjálfbærniregluverk atvinnulífsins. Agla Eir Vilhjálmsdóttir er lögfræðingur Viðskiptaráðs og Elísa Arna Hilmarsdóttir er hagfræðingur Viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agla Eir Vilhjálmsdóttir Evrópusambandið Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Það er bæði gömul saga og ný að regluverk á Íslandi er íþyngjandi og oftar en ekki meira íþyngjandi en gengur og gerist meðal nágrannaþjóða okkar. Þetta sést skýrt þegar Ísland er skoðað í alþjóðlegum samanburði og ætti að vera kappsmál stjórnvalda að bæta úr þessari stöðu. Óþarflega íþyngjandi regluverk getur enda dregið úr almennri hagsæld með takmörkuðum hvata til atvinnurekstrar sem leiðir til minni umsvifa og þ.a.l. minni skatttekna sem aftur gerir hið opinbera verr í stakk búið til að standa undir grunnþjónustu við almenning. Þannig þarf að forðast í lengstu lög að setja reglur sem leiða af sér meiri kostnað en ávinning fyrir samfélagið. Þrátt fyrir ítrekuð loforð stjórnvalda í þá veru er regluverk frá Evrópusambandinu enn innleitt með meira íþyngjandi hætti en nauðsynlegt er, án nokkurra skýringa. Við innleiðingu á regluverki Evrópusambandsins hefur Ísland gjarnan svigrúm til að ákveða með hversu íþyngjandi hætti viðkomandi reglur eru innleiddar en í mörgum tilvikum eru farin sú leið að leggja ríkari skyldur á íslensk fyrirtæki en gert er í öðrum löndum Evrópu. Sú var til dæmis raunin við innleiðingu hluta af sjálfbærniregluverki Evrópusambandsins sem leiðir af sér meiri kostnaði fyrir íslensk fyrirtæki en fyrirtæki í öðrum Evrópulöndum. Tilskipun um birtingu ófjárhagslegra upplýsinga var til að mynda innleidd með víðtækara gildissviði hérlendis sem varð til þess að tæplega átta sinnum fleiri íslensk fyrirtæki falla undir gildissviðið en ella. Áætlað er að þessi ákvörðun hafi kostað íslenskt atvinnulíf um 9,8 milljarða króna frá árinu 2016. Sama gildissvið var lagt til grundvallar við innleiðingu flokkunarreglugerðarinnar sem innleidd var á þessu ári en gildissviðið er þannig víðtækara hérlendis en annars staðar í Evrópu. Ekki hefur verið lagt mat á kostnaðinn við þá innleiðingu, en búast má við að hann verði umtalsverður. EES-regluverk miðar að því að samræma leikreglur milli landa á afmörkuðum sviðum og ná þannig ákveðnum markmiðum og um leið örva viðskipta- og efnahagstengsl milli ríkja. Að þessu sinni er markmiðið göfugt, að auka upplýsingagjöf sem tengist sjálfbærni og stýra flæði fjármagns í átt til sjálfbærra lausna. Ávinningur þessara aðgerða er án efa mikill en það er þó ekki með öllu ljóst hvort ábatinn sé þess virði þegar gengið er lengra en aðrar þjóðir líkt og raunin varð hér. Það hvílir mikil ábyrgð á stjórnvöldum að rökstyðja vel hvers vegna valið er að ganga lengra en þörf krefur við innleiðingu á hvers kyns regluverki. Í þessu tilfelli skorti annars vegar rök fyrir því hvers vegna gengið var lengra en tilskipunin gerir ráð fyrir og hins vegar greiningu á ábata og þeim kostnaði sem því fylgir. Eins og áður segir er þó ekkert nýtt undir sólinni í þessum efnum. Í úttekt ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur forsætisráðuneytisins frá 2016 kom fram að í þriðjungi tilfella ákváðu stjórnvöld að innleiða EES-reglur með meira íþyngjandi hætti en þörf var á til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Auk þess hafa fjölmargar innleiðingar síðustu ára sýnt fram á að ekki hefur verið horfið af þessari braut. Þá hlotnast Íslandi sá vafasami heiður að búa við mest íþyngjandi regluverk innan OECD í þeim 19 geirum er snúa að þjónustu við þegna landsins, svo sem fjármálaþjónustu og lögfræðiþjónustu. Það er því sannarlega verk að vinna þvert á greinar atvinnulífsins, ekki eingöngu hvað varðar sjálfbærniregluverk atvinnulífsins. Agla Eir Vilhjálmsdóttir er lögfræðingur Viðskiptaráðs og Elísa Arna Hilmarsdóttir er hagfræðingur Viðskiptaráðs.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun