Börnum bjargað úr kláfi sem festist í þrjú hundruð metra hæð Samúel Karl Ólason skrifar 22. ágúst 2023 18:27 Pakistanska þjóðin hefur fylgst náið með björgunaraðgerðum í dag. AP/K.M. Chaudary Pakistanskir sérsveitarhermenn og aðrir björgunaraðilar hafa bjargað sex börnum og tveimur kennurum úr kláfi sem hangir í um þrjú hundruð metra hæð. Fólkið festist í kláfinum þegar einn kaplanna sem heldur honum uppi slitnaði en hermennirnir björguðu þeim úr þyrlu í mjög erfiðri björgunaraðgerð. Erfitt hefur verið að komast að kláfinum á þyrlunum og hefur þurft margar tilraunir til að bjarga börnunum. Undir kvöld, þegar birtan minnkaði var brugðið á það ráð að tengja nokkurs konar aparólu við kláfinn og virðist sem hinum hafi varið bjargað þannig. Það var gert með því að senda menn á litlum kláf eftir kaplinum sem slitnaði ekki og setja upp aparóluna. Hún var svo notuð til að bjarga börnunum og kennurunum. Umræddur kláfur er í stjrálbýlum norðurhluta Pakistan en samkvæmt frétt BBC má finna heimagerða kláfa víða á svæðinu. Þeir eru oft gerðir úr brotajárni og notaðir til að flytja fólk yfir ár og gljúfur, þar sem aðrar samgönguleiðir eru ekki til staðar. Slys og dauðsföll sem snúa að kláfum sem þessum eru tíð í Pakistan. Hér að neðan má sjá tvö myndbönd. Annað sýnir björgun barns með þyrlu í dag og hitt sýnir hvernig einum var bjargað úr kláfinu með aparólunni. Anwaar ul Haq Kakar er starfandi forsætisráðherra Pakistan. Hann segir sér létt eftir að fólkinu var bjargað og hrósar björgunaraðilum fyrir afrekið. Relieved to know that Alhamdolillah all the kids have been successfully and safely rescued. Great team work by the military, rescue departments, district administration as well as the local people. https://t.co/2gPq2Q51Xi— Anwaar ul Haq Kakar (@anwaar_kakar) August 22, 2023 Pakistan Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Erfitt hefur verið að komast að kláfinum á þyrlunum og hefur þurft margar tilraunir til að bjarga börnunum. Undir kvöld, þegar birtan minnkaði var brugðið á það ráð að tengja nokkurs konar aparólu við kláfinn og virðist sem hinum hafi varið bjargað þannig. Það var gert með því að senda menn á litlum kláf eftir kaplinum sem slitnaði ekki og setja upp aparóluna. Hún var svo notuð til að bjarga börnunum og kennurunum. Umræddur kláfur er í stjrálbýlum norðurhluta Pakistan en samkvæmt frétt BBC má finna heimagerða kláfa víða á svæðinu. Þeir eru oft gerðir úr brotajárni og notaðir til að flytja fólk yfir ár og gljúfur, þar sem aðrar samgönguleiðir eru ekki til staðar. Slys og dauðsföll sem snúa að kláfum sem þessum eru tíð í Pakistan. Hér að neðan má sjá tvö myndbönd. Annað sýnir björgun barns með þyrlu í dag og hitt sýnir hvernig einum var bjargað úr kláfinu með aparólunni. Anwaar ul Haq Kakar er starfandi forsætisráðherra Pakistan. Hann segir sér létt eftir að fólkinu var bjargað og hrósar björgunaraðilum fyrir afrekið. Relieved to know that Alhamdolillah all the kids have been successfully and safely rescued. Great team work by the military, rescue departments, district administration as well as the local people. https://t.co/2gPq2Q51Xi— Anwaar ul Haq Kakar (@anwaar_kakar) August 22, 2023
Pakistan Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira