Mannúðarkrísa á Íslandi! Sema Erla Serdar, Sólveig Ásta Sigurðardóttir, Alondra Silva Muñoz, Ásdís Virk Sigtryggsdóttir og Edda Aradóttir skrifa 25. ágúst 2023 15:00 Íslenskt samfélag er statt á krossgötum. Á þessari stundu tökum við afdrifamikla ákvörðun um hvernig framtíð við viljum. Það er núna sem við ákveðum hvers konar mennsku við viljum byggja á í þessu samfélagi, hvernig við skilgreinum hvað mannvirðing og jafnrétti merkja og hver fær að tilheyra menginu “manneskja”. Á Íslandi er nú fólk á flótta sofandi á götunni. Berskjaldaðir einstaklingar eru dæmd af yfirvöldum til fátæktar og hungurs og við sem samfélag stöndum frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort að við leyfum einstaklingum, sem hafa þegar þjáðst nóg, verða fyrir enn meira ofbeldi og þjáningu, í raun meiri vesæld en nokkur manneskja ætti að verða fyrir á heilli ævi. Hér fyrir neðan ber að líta stutta yfirlýsingu frá konunum þremur sem, ásamt stærri hópi fólks á flótta, voru gerðar heimilislausar á Íslandi á síðustu vikum: „Við erum konurnar þrjár sem var vísað út úr húsnæði útlendingastofnunar. 11. ágúst var myrkur dagur fyrir okkur þrjár. Í dag þurfum við að reiða okkur á aðstoð og miskunnsemi annars fólks, líkt og við séum lítil börn. Af hverju? Af því að þið hentuð okkur á götuna. Þið skylduð okkur eftir án allra bjargráða. Þið hafið bætt gráu ofan á svart fyrir okkur. Skaðinn sem þið hafið valdið er mikill og þjáningin og sárin sem fylgja aðgerðum ykkar munu taka mörg ár að gróa. Þið ætlið að senda okkur til landsins þar sem við vorum neyddar út í vændi. Við getum ekki lifað slíkt af. Við getum heldur ekki lifað af á götunni hér á Íslandi. Það eina sem við biðjum um er friður og vernd.“ Stjórnvöld, þið berið ábyrgð. Þið berið ábyrgð á meiriháttar breytingum á meðferð íslenskra yfirvalda á fólki á flótta, og það eru breytingar til hins verra. Þið hafið lögfest kerfisbundinn rasisma og útlendingaandúð á Íslandi, þið hafið gert mannréttindabrot að lögum og innleitt viðhorf sem sendir þau skilaboð til mjög afmarkaðra hóps að þau séu ekki velkomin. Þessi lög beinast helst að ákveðnum hópi fólks, þeim sem eru föst hér, þeim sem ríkið getur ekki brottvísað því enginn samþykkir að taka á móti þeim. Hvernig getið þið varið þá aðgerð að gera alla íslenska ríkisborgara siðferðislega meðseka í framkvæmd kerfisbundinna hatursglæpa? Hvernig getið þið réttlætt að neyða saklaust fólk til að lifa án húsaskjóls, matar, heilbrigðisþjónustu, öryggis og mannréttinda? Og hvað þá í ótakmarkaðan tíma? Hvernig getið þið komið svona fram við fólk? Setjið ykkur í spor þeirra sem þið beitið misrétti. Hvernig myndi ykkur líða ef þið væruð í þessum aðstæðum? Með öll ykkar forréttindi, hvernig getið þið ekki komið fram við aðrar manneskjur sem jafningja? Höfundar eiga sæti í stjórn Solaris. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag er statt á krossgötum. Á þessari stundu tökum við afdrifamikla ákvörðun um hvernig framtíð við viljum. Það er núna sem við ákveðum hvers konar mennsku við viljum byggja á í þessu samfélagi, hvernig við skilgreinum hvað mannvirðing og jafnrétti merkja og hver fær að tilheyra menginu “manneskja”. Á Íslandi er nú fólk á flótta sofandi á götunni. Berskjaldaðir einstaklingar eru dæmd af yfirvöldum til fátæktar og hungurs og við sem samfélag stöndum frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort að við leyfum einstaklingum, sem hafa þegar þjáðst nóg, verða fyrir enn meira ofbeldi og þjáningu, í raun meiri vesæld en nokkur manneskja ætti að verða fyrir á heilli ævi. Hér fyrir neðan ber að líta stutta yfirlýsingu frá konunum þremur sem, ásamt stærri hópi fólks á flótta, voru gerðar heimilislausar á Íslandi á síðustu vikum: „Við erum konurnar þrjár sem var vísað út úr húsnæði útlendingastofnunar. 11. ágúst var myrkur dagur fyrir okkur þrjár. Í dag þurfum við að reiða okkur á aðstoð og miskunnsemi annars fólks, líkt og við séum lítil börn. Af hverju? Af því að þið hentuð okkur á götuna. Þið skylduð okkur eftir án allra bjargráða. Þið hafið bætt gráu ofan á svart fyrir okkur. Skaðinn sem þið hafið valdið er mikill og þjáningin og sárin sem fylgja aðgerðum ykkar munu taka mörg ár að gróa. Þið ætlið að senda okkur til landsins þar sem við vorum neyddar út í vændi. Við getum ekki lifað slíkt af. Við getum heldur ekki lifað af á götunni hér á Íslandi. Það eina sem við biðjum um er friður og vernd.“ Stjórnvöld, þið berið ábyrgð. Þið berið ábyrgð á meiriháttar breytingum á meðferð íslenskra yfirvalda á fólki á flótta, og það eru breytingar til hins verra. Þið hafið lögfest kerfisbundinn rasisma og útlendingaandúð á Íslandi, þið hafið gert mannréttindabrot að lögum og innleitt viðhorf sem sendir þau skilaboð til mjög afmarkaðra hóps að þau séu ekki velkomin. Þessi lög beinast helst að ákveðnum hópi fólks, þeim sem eru föst hér, þeim sem ríkið getur ekki brottvísað því enginn samþykkir að taka á móti þeim. Hvernig getið þið varið þá aðgerð að gera alla íslenska ríkisborgara siðferðislega meðseka í framkvæmd kerfisbundinna hatursglæpa? Hvernig getið þið réttlætt að neyða saklaust fólk til að lifa án húsaskjóls, matar, heilbrigðisþjónustu, öryggis og mannréttinda? Og hvað þá í ótakmarkaðan tíma? Hvernig getið þið komið svona fram við fólk? Setjið ykkur í spor þeirra sem þið beitið misrétti. Hvernig myndi ykkur líða ef þið væruð í þessum aðstæðum? Með öll ykkar forréttindi, hvernig getið þið ekki komið fram við aðrar manneskjur sem jafningja? Höfundar eiga sæti í stjórn Solaris.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar