Reiði beinist að DeSantis Samúel Karl Ólason skrifar 29. ágúst 2023 13:29 Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída á minningarathöfn í Jacksonville á sunnudaginn. AP/John Raoux Eftir að ungur rasisti myrti þrjár svartar manneskjur í Jacksonville í Flórída um helgina hafa margir reiðst Ron DeSantis, ríkisstjóra. Fyrir árásina hafði hann verið sakaður um að skapa andrúmsloft haturs gegn svörtum Bandaríkjamönnum og öðru þeldökku fólki og reiðin hefur aukist eftir árasina. Árásarmaðurinn í Jacksonville hafði skreytt byssu sína með hakakross og lýst yfir hatri sínu á svörtu fólki. Þegar NAACP, hagsmunasamtök svartra Bandaríkjamanna, vöruðu fólk við því að ferðast til Flórída í vor gagnrýndi DeSantis þá viðvörun. Samtökin sögðu að skotvopnalög Flórída og herferð ríkisstjórans sem snerist um að neita tilvist kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum hefði aukið á hættuna. Ríkisstjórinn var einnig gagnrýndur nýverið fyrir viðleitni sína til að draga úr kennslu á þrælahaldi í skólum Flórída. Gagnrýnin gegn DeSantis hefur aukist eftir árásina en AP fréttaveitan segir samfélagsleiðtoga svartra í Flórída og víðar í Bandaríkjunum saka ríkisstjórann um að ýta undir hatur. DeSantis hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir að kalla árásarmanninn ekki rasista, en hann lýsti honum sem miklum „drullusokk“. Sjá einnig: Myrti þrjá svarta með riffli skreyttum hakakrossum Í yfirlýsingu til AP segir talsmaður DeSantis það rangt að ríkisstjórinn hafi ekki fordæmt árásarmanninn nægilega vel og gagnrýnir hann fréttaveituna fyrir að dreifa „fölskum umræðupunktum“ um árásina. Þá sagði hann að DeSantis myndi ekki lýða hatur og ofbeldi á grunni rasisma í Flórída og hafna því að ódæðið yrði vopnvætt í pólitík. Í grein fréttaveitunnar segir að ódæðið hafi varpað skugga á forsetabaráttuna innan Repúblikanaflokksins og frambjóðendur hafi staðið frammi fyrir óþægilegum spurningum um það af hverju rasistar og hvítir þjóðernissinnar fylgi flokknum. DeSantis sjálfur hefur ekki nefnt slagorðið sitt „War on Woke“ á undanförnum dögum en hann hefur ítrekað beitt því í baráttu sinni. Barátta Repúblikana gegn því sem þeir kalla „Woke“ snýr að miklu leyti að því að standa í vegi viðurkenninga á kerfisbundnum rasisma í Bandaríkjunum og auknum réttindum fyrir hinsegin fólk. Eins og segir í grein AP hafa svo gott sem allir frambjóðendur Repúblikanaflokksins boðað stefnu af þessum meiði. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Flestir frambjóðendur myndu styðja Trump þrátt fyrir sakfellingu Aðeins einn frambjóðandi í forvali Repúblikana sagðist ekki munu styðja framboð Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann yrði sakfelldur í einhverju af málunum fjórum sem höfðuð hafa verið á hendur honum. Allir frambjóðendur nema Trump, sem er með mikið forskot í skoðanakönnunum, mættust í kappræðum í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 10:14 Uppsagnir og óhófleg eyðsla í kosningabaráttu DeSantis Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og forsetaframbjóðandi, hefur þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherferð sinni, en upplýsingar gefa í skyn að óhóflega mikið fjármagn hafi farið í framboð hans miðað við hve stutt baráttan er komin. 16. júlí 2023 12:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Árásarmaðurinn í Jacksonville hafði skreytt byssu sína með hakakross og lýst yfir hatri sínu á svörtu fólki. Þegar NAACP, hagsmunasamtök svartra Bandaríkjamanna, vöruðu fólk við því að ferðast til Flórída í vor gagnrýndi DeSantis þá viðvörun. Samtökin sögðu að skotvopnalög Flórída og herferð ríkisstjórans sem snerist um að neita tilvist kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum hefði aukið á hættuna. Ríkisstjórinn var einnig gagnrýndur nýverið fyrir viðleitni sína til að draga úr kennslu á þrælahaldi í skólum Flórída. Gagnrýnin gegn DeSantis hefur aukist eftir árásina en AP fréttaveitan segir samfélagsleiðtoga svartra í Flórída og víðar í Bandaríkjunum saka ríkisstjórann um að ýta undir hatur. DeSantis hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir að kalla árásarmanninn ekki rasista, en hann lýsti honum sem miklum „drullusokk“. Sjá einnig: Myrti þrjá svarta með riffli skreyttum hakakrossum Í yfirlýsingu til AP segir talsmaður DeSantis það rangt að ríkisstjórinn hafi ekki fordæmt árásarmanninn nægilega vel og gagnrýnir hann fréttaveituna fyrir að dreifa „fölskum umræðupunktum“ um árásina. Þá sagði hann að DeSantis myndi ekki lýða hatur og ofbeldi á grunni rasisma í Flórída og hafna því að ódæðið yrði vopnvætt í pólitík. Í grein fréttaveitunnar segir að ódæðið hafi varpað skugga á forsetabaráttuna innan Repúblikanaflokksins og frambjóðendur hafi staðið frammi fyrir óþægilegum spurningum um það af hverju rasistar og hvítir þjóðernissinnar fylgi flokknum. DeSantis sjálfur hefur ekki nefnt slagorðið sitt „War on Woke“ á undanförnum dögum en hann hefur ítrekað beitt því í baráttu sinni. Barátta Repúblikana gegn því sem þeir kalla „Woke“ snýr að miklu leyti að því að standa í vegi viðurkenninga á kerfisbundnum rasisma í Bandaríkjunum og auknum réttindum fyrir hinsegin fólk. Eins og segir í grein AP hafa svo gott sem allir frambjóðendur Repúblikanaflokksins boðað stefnu af þessum meiði.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Flestir frambjóðendur myndu styðja Trump þrátt fyrir sakfellingu Aðeins einn frambjóðandi í forvali Repúblikana sagðist ekki munu styðja framboð Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann yrði sakfelldur í einhverju af málunum fjórum sem höfðuð hafa verið á hendur honum. Allir frambjóðendur nema Trump, sem er með mikið forskot í skoðanakönnunum, mættust í kappræðum í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 10:14 Uppsagnir og óhófleg eyðsla í kosningabaráttu DeSantis Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og forsetaframbjóðandi, hefur þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherferð sinni, en upplýsingar gefa í skyn að óhóflega mikið fjármagn hafi farið í framboð hans miðað við hve stutt baráttan er komin. 16. júlí 2023 12:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Flestir frambjóðendur myndu styðja Trump þrátt fyrir sakfellingu Aðeins einn frambjóðandi í forvali Repúblikana sagðist ekki munu styðja framboð Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann yrði sakfelldur í einhverju af málunum fjórum sem höfðuð hafa verið á hendur honum. Allir frambjóðendur nema Trump, sem er með mikið forskot í skoðanakönnunum, mættust í kappræðum í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 10:14
Uppsagnir og óhófleg eyðsla í kosningabaráttu DeSantis Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og forsetaframbjóðandi, hefur þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherferð sinni, en upplýsingar gefa í skyn að óhóflega mikið fjármagn hafi farið í framboð hans miðað við hve stutt baráttan er komin. 16. júlí 2023 12:47