Facebook bannar ekki forseta sem hótaði andstæðingum ofbeldi Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2023 11:42 Hun Sen, fyrrverandi forsætisráðherra Kambódíu, hætti á Facebook þegar ráðgjafarnefnd vildi banna hann fyrir ofbeldishótanir. AP/Heng Sinith Meta, móðurfélag Facebook, ákvað að hafna áliti eigin ráðgjafanefndar um að banna fyrrverandi forsætisráðherra Kambódíu sem notaði miðillinn til þess að hóta andstæðingum sínum ofbeldi. Ráðherrann hótaði að banna Facebook í landinu ef hann yrði sjálfur settur í straff. Utanaðkomandi ráðgjafarnefnd Meta lagði til að fyrirtækið bannaði aðgang Hun Sen, þáverandi forsætisráðherra Kambódíu, í júní, skömmu fyrir kosningar, vegna myndbands sem hann birti fyrr á þessu ári þar sem hann hótaði að berja stjórnarandstæðinga, senda glæpamenn heim til þeirra og handtaka þá um miðjar nætur. Það var í fyrsta skipti sem nefndin lagði til að banna þjóðarleiðtoga á Facebook. Hun Sen hætti á Facebook, þar sem hann hafði verið atkvæðamikill, vegna tillögu nefndarinnar og hótaði því að banna notkun samfélagsmiðilsins í Kambódíu. Ákvörðun Meta á mánudag um að banna Hun Sen ekki byggði á reglum um tjáningu opinberra persóna þegar samfélagslegur órói ríkir sem fyrirtækið setti saman eftir að Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, var bannaður fyrir færslur í kringum árás stuðningsmanna hans á Bandaríkjaþing 6. janúar 2021. Telur fyrirtækið að það samræmist ekki stefnu fyrirtækisins að banna Hun Sen. Myndbandið með ofbeldishótununum hafi verið fjarlægt á sínum tíma. Það hefði ekki verið birt á óróatíma og því væri ekki tilefni til þess að banna Hun Sen, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Standa við tillöguna Hun Sen var forsætisráðherra Kambódíu í aldarfjórðung, þaulsetnasti þjóðarleiðtogi Asíu þar sem völd ganga ekki í erfðir. Hann tilkynnti að hann ætlaði að víkja fyrir syni sínum, Hun Manet, í síðasta mánuði. Stjórnarfar í Kambódíu hefur færst sífellt lengra í gerræðisátt undir stjórn Hun Sen sem hefur gengið milli bols og höfuðs á stjórnarandstöðunni, handtekið mannréttindafrömuði og lokað sjálfstæðum fjölmiðlum. Eftirlitsnefnd Meta sagðist standa við tillögu sína. Myndbandið sem Hun Sen birti væri hluti af viðvarandi mannréttindabrotum og ógnunum í garð pólitískra andstæðinga. Samfélagmiðlar yrðu að tryggja að þeir væru ekki misnotaðir í því skyni að grafa undan lýðræðislegum kosningum. Mannréttindavaktin gagnrýndi Meta fyrir ákvörðunina og sagði að hún sýndi að harðstjórar eins og Hun Sen gætu beitt Facebook sem vopni gegn stjórnarandstæðingum án þess að þurfa að sæta neinum raunverulegum afleiðingum. Ríkisstjórn Hun Manet er að mestu leyti skipuð nýjum ráðherrum. Hann er sjálfur nýr þingmaður. Flestir ráðherranna eru eins og hann börn eða ættingjar forvera sinna í embætti, að sögn AP-fréttastofunnar. Facebook Meta Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Kambódía Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Utanaðkomandi ráðgjafarnefnd Meta lagði til að fyrirtækið bannaði aðgang Hun Sen, þáverandi forsætisráðherra Kambódíu, í júní, skömmu fyrir kosningar, vegna myndbands sem hann birti fyrr á þessu ári þar sem hann hótaði að berja stjórnarandstæðinga, senda glæpamenn heim til þeirra og handtaka þá um miðjar nætur. Það var í fyrsta skipti sem nefndin lagði til að banna þjóðarleiðtoga á Facebook. Hun Sen hætti á Facebook, þar sem hann hafði verið atkvæðamikill, vegna tillögu nefndarinnar og hótaði því að banna notkun samfélagsmiðilsins í Kambódíu. Ákvörðun Meta á mánudag um að banna Hun Sen ekki byggði á reglum um tjáningu opinberra persóna þegar samfélagslegur órói ríkir sem fyrirtækið setti saman eftir að Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, var bannaður fyrir færslur í kringum árás stuðningsmanna hans á Bandaríkjaþing 6. janúar 2021. Telur fyrirtækið að það samræmist ekki stefnu fyrirtækisins að banna Hun Sen. Myndbandið með ofbeldishótununum hafi verið fjarlægt á sínum tíma. Það hefði ekki verið birt á óróatíma og því væri ekki tilefni til þess að banna Hun Sen, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Standa við tillöguna Hun Sen var forsætisráðherra Kambódíu í aldarfjórðung, þaulsetnasti þjóðarleiðtogi Asíu þar sem völd ganga ekki í erfðir. Hann tilkynnti að hann ætlaði að víkja fyrir syni sínum, Hun Manet, í síðasta mánuði. Stjórnarfar í Kambódíu hefur færst sífellt lengra í gerræðisátt undir stjórn Hun Sen sem hefur gengið milli bols og höfuðs á stjórnarandstöðunni, handtekið mannréttindafrömuði og lokað sjálfstæðum fjölmiðlum. Eftirlitsnefnd Meta sagðist standa við tillögu sína. Myndbandið sem Hun Sen birti væri hluti af viðvarandi mannréttindabrotum og ógnunum í garð pólitískra andstæðinga. Samfélagmiðlar yrðu að tryggja að þeir væru ekki misnotaðir í því skyni að grafa undan lýðræðislegum kosningum. Mannréttindavaktin gagnrýndi Meta fyrir ákvörðunina og sagði að hún sýndi að harðstjórar eins og Hun Sen gætu beitt Facebook sem vopni gegn stjórnarandstæðingum án þess að þurfa að sæta neinum raunverulegum afleiðingum. Ríkisstjórn Hun Manet er að mestu leyti skipuð nýjum ráðherrum. Hann er sjálfur nýr þingmaður. Flestir ráðherranna eru eins og hann börn eða ættingjar forvera sinna í embætti, að sögn AP-fréttastofunnar.
Facebook Meta Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Kambódía Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent