Birtir bréf frá lækni eftir að hann fraus Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2023 09:09 Mitch McConnell hefur setið í öldungadeildinni frá 1984 og leitt Repúblikana þar frá 2007. AP/Liz Dufour Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur sent út bréf frá lækni þingsins þar sem fram kemur að heilsa hans komi ekki í veg fyrir áframhaldandi störf. Það er í kjölfar þess að McConnell fraus á blaðamannafundi í Kentucky í vikunni og var það í annað sinn sem það gerðist á tiltölulega skömmum tíma. Umræddur læknir hafði þó ekki skoðað McConnell, sem er 81 árs gamall, heldur ræddi hann við einkalækna hans og „greindi“ síðasta atvikið þar sem McConnell fraus. Þá var verið að spyrja McConnell hvort hann ætlaði að bjóða sig fram aftur til þingsetu en hann hefur setið á þingi frá árinu 1984. Hann hefur leitt þingflokkinn frá 2007. Sjá einnig: Fraus aftur í miðri setningu Læknirinn sagði einnig, samkvæmt frétt New York Times, að ekki væri óalgengt að fólki svimaði af og til eftir að hafa fengið heilahristing og að McConnell gæti einnig hafa skort vökva. McConnell fékk heilahristing þegar hann féll á hóteli í Washington DC fyrr á árinu. Áköll um að McConnell stígi til hliðar hafa orðið háværari. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt AP fréttaveitunnar, þar sem bæði atvikin þar sem McConnell virtist frjósa eru sýnd. Fjölmiðlar vestanhafs segja auknar áhyggjur af McConnell og innan þingflokks Repúblikanaflokksins og hvort hann geti leitt flokkinn áfram. Heimildarmenn Washington Post segja engan þingmann hafa kallað eftir fundi vegna atviksins en þingmenn eru í fríi þessa vikuna. Mögulegt er að óskað verði eftir fundi í næstu viku, þegar þingmenn koma aftur saman í höfuðborginni. Þrír Jónar Þrír öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins þykja líklegir til að taka við af McConnell sem leiðtogi þingflokksins, stígi hann til hliðar eða bjóði sig ekki aftur fram á næsta ári. Það eru þeir John Thune (62), frá Suður-Dakóta, John Cornyn (71) frá Texas og John Barrasson (71) frá Wyoming. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Færast nær því að ákæra Biden fyrir embættisbrot Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa færst nær því að hefja rannsókn á því hvort tilefni finnist til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir embættisbrot. Donald Trump, fyrrverandi forseti sem var tvisvar ákærður fyrir embættisbrot, vill ólmur að Biden verði einnig ákærður. 28. júlí 2023 08:46 Segist við góða heilsu Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segist hafa heilsu til að sinna starfi sínu. Það er eftir að hann fraus í miðri setningu á blaðamannafundi í gærkvöldi og starði áfram í um tuttugu sekúndur, áður en hann var leiddur á brott. 27. júlí 2023 11:06 Leiðtogi repúblikana aftur á þing eftir fallið Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, mætir aftur til starfa á þingi í dag. Sex vikur eru frá því að hann féll og fékk heilahristing á viðburði í Washington-borg. 17. apríl 2023 12:11 Trump hótaði McConnell lífláti undir rós Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hótaði Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, lífláti undir rós í gærkvöldi. Samhliða því fór hann rasískum orðum um Elaine Chow, eiginkonu McConnells. 1. október 2022 10:11 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Fleiri fréttir Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Sjá meira
Umræddur læknir hafði þó ekki skoðað McConnell, sem er 81 árs gamall, heldur ræddi hann við einkalækna hans og „greindi“ síðasta atvikið þar sem McConnell fraus. Þá var verið að spyrja McConnell hvort hann ætlaði að bjóða sig fram aftur til þingsetu en hann hefur setið á þingi frá árinu 1984. Hann hefur leitt þingflokkinn frá 2007. Sjá einnig: Fraus aftur í miðri setningu Læknirinn sagði einnig, samkvæmt frétt New York Times, að ekki væri óalgengt að fólki svimaði af og til eftir að hafa fengið heilahristing og að McConnell gæti einnig hafa skort vökva. McConnell fékk heilahristing þegar hann féll á hóteli í Washington DC fyrr á árinu. Áköll um að McConnell stígi til hliðar hafa orðið háværari. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt AP fréttaveitunnar, þar sem bæði atvikin þar sem McConnell virtist frjósa eru sýnd. Fjölmiðlar vestanhafs segja auknar áhyggjur af McConnell og innan þingflokks Repúblikanaflokksins og hvort hann geti leitt flokkinn áfram. Heimildarmenn Washington Post segja engan þingmann hafa kallað eftir fundi vegna atviksins en þingmenn eru í fríi þessa vikuna. Mögulegt er að óskað verði eftir fundi í næstu viku, þegar þingmenn koma aftur saman í höfuðborginni. Þrír Jónar Þrír öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins þykja líklegir til að taka við af McConnell sem leiðtogi þingflokksins, stígi hann til hliðar eða bjóði sig ekki aftur fram á næsta ári. Það eru þeir John Thune (62), frá Suður-Dakóta, John Cornyn (71) frá Texas og John Barrasson (71) frá Wyoming.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Færast nær því að ákæra Biden fyrir embættisbrot Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa færst nær því að hefja rannsókn á því hvort tilefni finnist til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir embættisbrot. Donald Trump, fyrrverandi forseti sem var tvisvar ákærður fyrir embættisbrot, vill ólmur að Biden verði einnig ákærður. 28. júlí 2023 08:46 Segist við góða heilsu Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segist hafa heilsu til að sinna starfi sínu. Það er eftir að hann fraus í miðri setningu á blaðamannafundi í gærkvöldi og starði áfram í um tuttugu sekúndur, áður en hann var leiddur á brott. 27. júlí 2023 11:06 Leiðtogi repúblikana aftur á þing eftir fallið Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, mætir aftur til starfa á þingi í dag. Sex vikur eru frá því að hann féll og fékk heilahristing á viðburði í Washington-borg. 17. apríl 2023 12:11 Trump hótaði McConnell lífláti undir rós Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hótaði Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, lífláti undir rós í gærkvöldi. Samhliða því fór hann rasískum orðum um Elaine Chow, eiginkonu McConnells. 1. október 2022 10:11 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Fleiri fréttir Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Sjá meira
Færast nær því að ákæra Biden fyrir embættisbrot Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa færst nær því að hefja rannsókn á því hvort tilefni finnist til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir embættisbrot. Donald Trump, fyrrverandi forseti sem var tvisvar ákærður fyrir embættisbrot, vill ólmur að Biden verði einnig ákærður. 28. júlí 2023 08:46
Segist við góða heilsu Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segist hafa heilsu til að sinna starfi sínu. Það er eftir að hann fraus í miðri setningu á blaðamannafundi í gærkvöldi og starði áfram í um tuttugu sekúndur, áður en hann var leiddur á brott. 27. júlí 2023 11:06
Leiðtogi repúblikana aftur á þing eftir fallið Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, mætir aftur til starfa á þingi í dag. Sex vikur eru frá því að hann féll og fékk heilahristing á viðburði í Washington-borg. 17. apríl 2023 12:11
Trump hótaði McConnell lífláti undir rós Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hótaði Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, lífláti undir rós í gærkvöldi. Samhliða því fór hann rasískum orðum um Elaine Chow, eiginkonu McConnells. 1. október 2022 10:11