Hvort vegur þyngra: sjálfstjórnarréttur eða sjálfbærni sveitarfélaga? Freyja Sigurgeirsdóttir skrifar 7. september 2023 16:00 Lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga Í lok júní 2021 voru breytingar gerðar á sveitarstjórnarlögum og í samræmi við stefnumörkun stjórnvalda í málaflokknum var lögfest ákvæði um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga, í því skyni að auka sjálfbærni sveitarfélaga og getu þess til að sinna lögbundnum verkefnum sínum. Sveitarfélög með undir 1.000 íbúa við almennar sveitarstjórnarkosningar 2026, þurfa að leitast við að ná 1.000 íbúamarkinu innan árs frá kosningum, með því að: hefja formlegar sameiningarviðræður við annað eða önnur sveitarfélög eða, vinna álit um stöðu sveitarfélagsins, getu þess til að sinna lögbundnum verkefnum og um þau tækifæri sem felast í mögulegum kostum sameiningar sveitarfélagsins við annað eða önnur sveitarfélög. Frá og með síðustu sveitarstjórnarkosningum árið 2022 miðar lágmarkið við 250 íbúa. Lagabreytingarnar eru í samræmi við þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaráætlun fyrir árin 2019-2023 þar sem m.a. kemur fram það markmið að sveitarfélög hafi ekki færri íbúa en 1.000. Ákveði sveitarstjórn að hefja formlegar viðræður í stað þess að skila áliti þá þarf að skipa samstarfsnefnd. Nefndin skilar áliti sínu sem fer til umræðna í sveitarstjórnum viðkomandi sveitarfélaga. Formlegum sameiningarviðræðum lýkur með kosningu íbúa sveitarfélaganna. Á síðasta kjörtímabili aðstoðaðu ráðgjafar KPMG fjölmörg sveitarfélög við framkvæmd valkostagreiningar þar sem ólíkir sameiningarvalkostir voru metnir. Í kjölfarið var samráð haft við íbúa viðkomandi sveitarfélags um hvort og þá við hvaða sveitarfélag/sveitarfélög ætti að hefja sameiningarviðræður. Sú leið er til þess fallin að stuðla að aukinni sátt meðal íbúa og eignarhaldi á ákvörðun um sameiningarviðræður. Álit um stöðu sveitarfélagsins Í stað þess að fara í formlegar sameiningarviðræður við annað/önnur sveitarfélög getur sveitarstjórn, í sveitarfélagi þar sem íbúar eru undir íbúamörkum sveitarstjórnarlaga, ákveðið að skila inn áliti um stöðu sveitarfélagsins og getu þess til að sinna lögbundnum verkefnum. Samkvæmt lögunum skila sveitarfélög álitinu til ráðuneytis sveitarstjórnarmála sem veitir umsögn um álitið. Álitið og umsögn ráðuneytisins þarf svo að kynna fyrir íbúum sveitarfélagsins með fullnægjandi hætti. Ráðherra hefur gefið út leiðbeiningar um þau atriði sem eiga að koma fram í umræddu áliti en um er að ræða m.a. upplýsingar um hvernig lögbundnum og ólögbundnum verkefnum er sinnt, fjárhagsleg viðmið undanfarinna þriggja ára, hvort lögbundinni stefnumörkun og skipun í nefndir hafi verið sinnt og upplýsingar um mögulega sameiningu sveitarfélagsins við annað eða önnur sveitarfélög. Sjálfstjórnarréttur vs. sjálfbærni Ákvæðið um lágmarksíbúafjölda tók efnislegum breytingum í þinglegri meðferð frumvarpsins. Frumvarpið gerði upphaflega ráð fyrir því að ráðherra gæti sameinað sveitarfélag, sem hefði íbúafjölda undir íbúalágmarkinu í þrjú ár samfleytt, öðru eða öðrum nærliggjandi sveitarfélögum. Töluverð andstaða var við þá útfærslu ráðuneytisins sem að mati margra umsagnaraðila gekk of nærri sjálfstjórnarrétti sveitarfélaga og braut í bága við jafnræði og meðalhóf. Að mati meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis var „afar brýnt að ná fram samstöðu um þær breytingar sem ráðast [ætti] í til þess að efla sveitarstjórnarstigið“ og því var ákvæðinu breytt með ofangreindum hætti og heimild ráðherra felld niður. Í umræðunni um lögbundinn lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga hljóta alltaf að vegast á tvö meginsjónarmið. Annars vegar stjórnarskrárbundinn sjálfstjórnarréttur sveitarfélaga sem kveður á um að sveitarfélög skuli ráða málefnum sínum sjálf, eftir því sem lög ákveða. Hins vegar koma upp sjónarmið um sjálfbærni sveitarfélaga. Sjálfbærni sveitarfélaga í víðu samhengi felur m.a. í sér hvort þau hafi sett sér skilgreind markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisjöfnun auk aðgerða svo að þeim markmiðum verði náð, hvort rekstur þeirra er sjálfbær, hvort þau hafi getu og burði til að sinna lögbundnum verkefnum sínum og veita íbúum sínum lögbundna grunnþjónustu s.s. í félags- og fræðslumálum. Fjölmörg sveitarfélög sinna lögbundinni grunnþjónustu í samstarfi við annað eða önnur sveitarfélög t.a.m. í formi byggðasamlags eða með því að annað sveitarfélag taki að sér að veita þjónustuna. Með lagabreytingunum var reynt að ná utan um ofangreind meginsjónarmið, án þess að ganga of nærri sjálfstjórnarrétti sveitarfélaga. Ekki eru þó allir sammála um að það hafi tekist og hafa gagnrýnisraddir verið uppi varðandi útfærslu ákvæðisins sem sumir telja ganga of langt. Á Íslandi eru 64 sveitarfélög. Þar af eru 10 sveitarfélög með undir 250 íbúa. Þessi sveitarfélög eiga því að hafa skilað áliti um getu þeirra til að sinna lögbundnum verkefnum sínum eða hefja formlegar sameiningarviðræður við annað eða önnur sveitarfélög. Eftir næstu sveitarstjórnarkosningar mun fjöldi sveitarfélaga með undir 1.000 íbúa, vera 29. Þau sveitarfélög þurfa því að fara að huga að þeirri vinnu. Höfundur er ráðgjafi hjá KPMG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga Í lok júní 2021 voru breytingar gerðar á sveitarstjórnarlögum og í samræmi við stefnumörkun stjórnvalda í málaflokknum var lögfest ákvæði um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga, í því skyni að auka sjálfbærni sveitarfélaga og getu þess til að sinna lögbundnum verkefnum sínum. Sveitarfélög með undir 1.000 íbúa við almennar sveitarstjórnarkosningar 2026, þurfa að leitast við að ná 1.000 íbúamarkinu innan árs frá kosningum, með því að: hefja formlegar sameiningarviðræður við annað eða önnur sveitarfélög eða, vinna álit um stöðu sveitarfélagsins, getu þess til að sinna lögbundnum verkefnum og um þau tækifæri sem felast í mögulegum kostum sameiningar sveitarfélagsins við annað eða önnur sveitarfélög. Frá og með síðustu sveitarstjórnarkosningum árið 2022 miðar lágmarkið við 250 íbúa. Lagabreytingarnar eru í samræmi við þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaráætlun fyrir árin 2019-2023 þar sem m.a. kemur fram það markmið að sveitarfélög hafi ekki færri íbúa en 1.000. Ákveði sveitarstjórn að hefja formlegar viðræður í stað þess að skila áliti þá þarf að skipa samstarfsnefnd. Nefndin skilar áliti sínu sem fer til umræðna í sveitarstjórnum viðkomandi sveitarfélaga. Formlegum sameiningarviðræðum lýkur með kosningu íbúa sveitarfélaganna. Á síðasta kjörtímabili aðstoðaðu ráðgjafar KPMG fjölmörg sveitarfélög við framkvæmd valkostagreiningar þar sem ólíkir sameiningarvalkostir voru metnir. Í kjölfarið var samráð haft við íbúa viðkomandi sveitarfélags um hvort og þá við hvaða sveitarfélag/sveitarfélög ætti að hefja sameiningarviðræður. Sú leið er til þess fallin að stuðla að aukinni sátt meðal íbúa og eignarhaldi á ákvörðun um sameiningarviðræður. Álit um stöðu sveitarfélagsins Í stað þess að fara í formlegar sameiningarviðræður við annað/önnur sveitarfélög getur sveitarstjórn, í sveitarfélagi þar sem íbúar eru undir íbúamörkum sveitarstjórnarlaga, ákveðið að skila inn áliti um stöðu sveitarfélagsins og getu þess til að sinna lögbundnum verkefnum. Samkvæmt lögunum skila sveitarfélög álitinu til ráðuneytis sveitarstjórnarmála sem veitir umsögn um álitið. Álitið og umsögn ráðuneytisins þarf svo að kynna fyrir íbúum sveitarfélagsins með fullnægjandi hætti. Ráðherra hefur gefið út leiðbeiningar um þau atriði sem eiga að koma fram í umræddu áliti en um er að ræða m.a. upplýsingar um hvernig lögbundnum og ólögbundnum verkefnum er sinnt, fjárhagsleg viðmið undanfarinna þriggja ára, hvort lögbundinni stefnumörkun og skipun í nefndir hafi verið sinnt og upplýsingar um mögulega sameiningu sveitarfélagsins við annað eða önnur sveitarfélög. Sjálfstjórnarréttur vs. sjálfbærni Ákvæðið um lágmarksíbúafjölda tók efnislegum breytingum í þinglegri meðferð frumvarpsins. Frumvarpið gerði upphaflega ráð fyrir því að ráðherra gæti sameinað sveitarfélag, sem hefði íbúafjölda undir íbúalágmarkinu í þrjú ár samfleytt, öðru eða öðrum nærliggjandi sveitarfélögum. Töluverð andstaða var við þá útfærslu ráðuneytisins sem að mati margra umsagnaraðila gekk of nærri sjálfstjórnarrétti sveitarfélaga og braut í bága við jafnræði og meðalhóf. Að mati meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis var „afar brýnt að ná fram samstöðu um þær breytingar sem ráðast [ætti] í til þess að efla sveitarstjórnarstigið“ og því var ákvæðinu breytt með ofangreindum hætti og heimild ráðherra felld niður. Í umræðunni um lögbundinn lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga hljóta alltaf að vegast á tvö meginsjónarmið. Annars vegar stjórnarskrárbundinn sjálfstjórnarréttur sveitarfélaga sem kveður á um að sveitarfélög skuli ráða málefnum sínum sjálf, eftir því sem lög ákveða. Hins vegar koma upp sjónarmið um sjálfbærni sveitarfélaga. Sjálfbærni sveitarfélaga í víðu samhengi felur m.a. í sér hvort þau hafi sett sér skilgreind markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisjöfnun auk aðgerða svo að þeim markmiðum verði náð, hvort rekstur þeirra er sjálfbær, hvort þau hafi getu og burði til að sinna lögbundnum verkefnum sínum og veita íbúum sínum lögbundna grunnþjónustu s.s. í félags- og fræðslumálum. Fjölmörg sveitarfélög sinna lögbundinni grunnþjónustu í samstarfi við annað eða önnur sveitarfélög t.a.m. í formi byggðasamlags eða með því að annað sveitarfélag taki að sér að veita þjónustuna. Með lagabreytingunum var reynt að ná utan um ofangreind meginsjónarmið, án þess að ganga of nærri sjálfstjórnarrétti sveitarfélaga. Ekki eru þó allir sammála um að það hafi tekist og hafa gagnrýnisraddir verið uppi varðandi útfærslu ákvæðisins sem sumir telja ganga of langt. Á Íslandi eru 64 sveitarfélög. Þar af eru 10 sveitarfélög með undir 250 íbúa. Þessi sveitarfélög eiga því að hafa skilað áliti um getu þeirra til að sinna lögbundnum verkefnum sínum eða hefja formlegar sameiningarviðræður við annað eða önnur sveitarfélög. Eftir næstu sveitarstjórnarkosningar mun fjöldi sveitarfélaga með undir 1.000 íbúa, vera 29. Þau sveitarfélög þurfa því að fara að huga að þeirri vinnu. Höfundur er ráðgjafi hjá KPMG.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun