Handtökur á Kúbu vegna mansals til Rússlands Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2023 09:15 Frá Havana, höfuðborg Kúbu. Vísir/EPA Yfirvöld á Kúbu segjast hafa handtekið sautján manns sem tengjast mansalshring sem er sakaður um að tæla unga Kúbverja til þess að berjast fyrir hönd Rússlands í Úkraínu. Þeir handteknu gætu átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma eða jafnvel dauðarefsingu. Mansalshringurinn var sagður starfa bæði á Kúbu og í Rússlandi þegar kúbversk yfirvöld greindu fyrst frá því að þau hefðu afhjúpað hann fyrr í vikunni. Fulltrúi innanríkisráðuneytisins greindi frá handtökunum í kúbverska sjónvarpinu í gærkvöldi. Skipuleggjendur starfseminnar væru á meðal þeirra handteknu, að því er kemur fram í frétt Reuters. Forsprakkar hringsins eru sagðir hafa reitt sig á tvo menn á Kúbu til þess að lokka unga menn til þess að taka þátt í innrásinni í Úkraínu. José Luis Reyes, saksóknari á Kúbu, segir að þeir handteknu gætu átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi, lífstíðardóm eða jafnvel dauðarefsingu allt eftir eðli og alvarleika brota þeirra. Þau geti verið mansal, málaliðastörf eða árás á erlent ríki. Samband kúbverskra og rússneskra stjórnvalda hefur verið náið um áratuga skeið. Fjöldi efnahagslegra flóttamanna fer frá Kúbu til Rússlands í leit að betra lífi. Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði fyrir um að erlendis ríkisborgarar sem skráðu sig til herþjónustu gætu fengið flýtimeðferð að ríkisborgararétti. Stjórnvöld á Kúbu segjast ekki þátttakendur í innrásinni í Úkraínu og að þau vilji ekki að borgarar sínir berjist þar sem málaliðar. Kúba Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Segja Kúbverja selda mansali og látna berjast í Úkraínu Kommúnistastjórnin á Kúbu segist hafa afhjúpað mansalshring sem hafi neytt kúbverska borgara til þess að berjast með Rússum í innrás þeirra í Úkraínu. Hringurinn hafi starfað bæði á Kúbu og í Rússlandi. 5. september 2023 14:58 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira
Mansalshringurinn var sagður starfa bæði á Kúbu og í Rússlandi þegar kúbversk yfirvöld greindu fyrst frá því að þau hefðu afhjúpað hann fyrr í vikunni. Fulltrúi innanríkisráðuneytisins greindi frá handtökunum í kúbverska sjónvarpinu í gærkvöldi. Skipuleggjendur starfseminnar væru á meðal þeirra handteknu, að því er kemur fram í frétt Reuters. Forsprakkar hringsins eru sagðir hafa reitt sig á tvo menn á Kúbu til þess að lokka unga menn til þess að taka þátt í innrásinni í Úkraínu. José Luis Reyes, saksóknari á Kúbu, segir að þeir handteknu gætu átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi, lífstíðardóm eða jafnvel dauðarefsingu allt eftir eðli og alvarleika brota þeirra. Þau geti verið mansal, málaliðastörf eða árás á erlent ríki. Samband kúbverskra og rússneskra stjórnvalda hefur verið náið um áratuga skeið. Fjöldi efnahagslegra flóttamanna fer frá Kúbu til Rússlands í leit að betra lífi. Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði fyrir um að erlendis ríkisborgarar sem skráðu sig til herþjónustu gætu fengið flýtimeðferð að ríkisborgararétti. Stjórnvöld á Kúbu segjast ekki þátttakendur í innrásinni í Úkraínu og að þau vilji ekki að borgarar sínir berjist þar sem málaliðar.
Kúba Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Segja Kúbverja selda mansali og látna berjast í Úkraínu Kommúnistastjórnin á Kúbu segist hafa afhjúpað mansalshring sem hafi neytt kúbverska borgara til þess að berjast með Rússum í innrás þeirra í Úkraínu. Hringurinn hafi starfað bæði á Kúbu og í Rússlandi. 5. september 2023 14:58 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira
Segja Kúbverja selda mansali og látna berjast í Úkraínu Kommúnistastjórnin á Kúbu segist hafa afhjúpað mansalshring sem hafi neytt kúbverska borgara til þess að berjast með Rússum í innrás þeirra í Úkraínu. Hringurinn hafi starfað bæði á Kúbu og í Rússlandi. 5. september 2023 14:58