„Fólk var hérna öskrandi og æpandi á göngunum úr hræðslu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. september 2023 13:39 Guðmundur Pétur Yngvason gekk um Marrakesh í hádeginu, þar sem mikil eyðilegging blasti við. Guðmundur Pétur Yngvason Yfir þúsund fórust þegar gríðarlegur jarðskjálfti að stærð 6,8 reið yfir í Atlasfjöllum í Marokkó seint í gærkvöldi. Íslendingur rétt utan við Marrakesh lýsir mikilli skelfingu þegar jörð tók að hristast. Hann sé ýmsu vanur þegar kemur að jarðskjálftum en skjálftinn í gær hafi verið sá allra stærsti sem hann hafi upplifað. Upptök jarðskjálftans voru um sjötíu kílómetra suðvestur af Marrakesh, mikilli ferðamannaborg, rétt eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. Óttast er að tala látinna í hamförunum fari hækkandi - og samkvæmt upplýsingum frá marokkóskum yfirvöldum eru margir hinna látnu búsettir í fjallabyggðum sem afar erfitt er að ná til. Guðmundur Pétur segir borgarbúa einbeita sér að uppbyggingu eftir hamfarirnar.Guðmundur Pétur Yngvason Guðmundur Pétur Yngvason, Íslendingur sem staddur er í fríi í borginni, lýsir mikilli eyðileggingu í Marrakesh á göngu sinni um borgina nú í hádeginu. Hann var á hóteli rétt utan við borgina þegar jarðskjálftinn reið yfir í gærkvöldi. „Jesús, já. Þetta var risaskjálfti. Við búum nú í Hafnarfirði þannig að við höfum verið svolítið í skjálftum upp á síðkastið en þetta var alveg á nýju leveli. Enda var hann 6,8 að stærð, og mér skilst að það sé hundrað sinnum stærra en sá sem var stærstur fyrir eitt af gosunum,“ segir Guðmundur. „Það fór allt á reiðiskjálf, hurðir og gluggar hristust og það komu hérna fullt af sprungum í húsið. Frammi á gangi þar sem eru samskeyti á húsinu hrundi allt í sundur. Fólk var hérna öskrandi og æpandi á göngunum úr hræðslu,“ segir Guðmundur. Mikil sorg Heimamenn séu greinilega í áfalli. „Það er bara í sjokki, það er dapurt, þau voru í alla nótt að reyna að hafa upp á ættingjum sínum og hugsa um starfsfólkið og gestina. Þegar þú ert á 300 herbergja hóteli þarf að hugsa um gestina þegar koma hérna 700 manns gargandi út úr herbergjunum sínum. Það eru bara allir hérna í losti og bara daprir. Maður finnur það yfir öllu.“ Marrakesh er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna og talsverður fjöldi Íslendinga er á svæðinu. Íslenska borgaraþjónustan hvetur þá til að láta vita af sér, fylgjast vel með fjölmiðlum á staðnum og virða lokanir á hamfarasvæðum. Þá eru Íslendingar á svæðinu jafnframt hvattir til að hringja í neyðarnúmer borgarþjónustunnar ef aðstoðar er þörf. Marokkó Eldgos og jarðhræringar Jarðskjálfti í Marokkó Tengdar fréttir Hvetja Íslendinga til að láta vita af sér Íslendingar í Marokkó eru hvattir til að láta vita af sér á samfélagsmiðlum eða með því að hafa samband við aðstandendur séu þeir öryggir. 9. september 2023 09:05 Rúmlega áttahundruð látnir eftir jarðskjálfta í Marokkó Rúmlega áttahundruð manns eru látnir, og meira en þrjúhundruð særðir eftir jarðskjálfta sem reið yfir í gærkvöldi í Marokkó. 9. september 2023 08:08 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Fleiri fréttir Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Upptök jarðskjálftans voru um sjötíu kílómetra suðvestur af Marrakesh, mikilli ferðamannaborg, rétt eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. Óttast er að tala látinna í hamförunum fari hækkandi - og samkvæmt upplýsingum frá marokkóskum yfirvöldum eru margir hinna látnu búsettir í fjallabyggðum sem afar erfitt er að ná til. Guðmundur Pétur segir borgarbúa einbeita sér að uppbyggingu eftir hamfarirnar.Guðmundur Pétur Yngvason Guðmundur Pétur Yngvason, Íslendingur sem staddur er í fríi í borginni, lýsir mikilli eyðileggingu í Marrakesh á göngu sinni um borgina nú í hádeginu. Hann var á hóteli rétt utan við borgina þegar jarðskjálftinn reið yfir í gærkvöldi. „Jesús, já. Þetta var risaskjálfti. Við búum nú í Hafnarfirði þannig að við höfum verið svolítið í skjálftum upp á síðkastið en þetta var alveg á nýju leveli. Enda var hann 6,8 að stærð, og mér skilst að það sé hundrað sinnum stærra en sá sem var stærstur fyrir eitt af gosunum,“ segir Guðmundur. „Það fór allt á reiðiskjálf, hurðir og gluggar hristust og það komu hérna fullt af sprungum í húsið. Frammi á gangi þar sem eru samskeyti á húsinu hrundi allt í sundur. Fólk var hérna öskrandi og æpandi á göngunum úr hræðslu,“ segir Guðmundur. Mikil sorg Heimamenn séu greinilega í áfalli. „Það er bara í sjokki, það er dapurt, þau voru í alla nótt að reyna að hafa upp á ættingjum sínum og hugsa um starfsfólkið og gestina. Þegar þú ert á 300 herbergja hóteli þarf að hugsa um gestina þegar koma hérna 700 manns gargandi út úr herbergjunum sínum. Það eru bara allir hérna í losti og bara daprir. Maður finnur það yfir öllu.“ Marrakesh er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna og talsverður fjöldi Íslendinga er á svæðinu. Íslenska borgaraþjónustan hvetur þá til að láta vita af sér, fylgjast vel með fjölmiðlum á staðnum og virða lokanir á hamfarasvæðum. Þá eru Íslendingar á svæðinu jafnframt hvattir til að hringja í neyðarnúmer borgarþjónustunnar ef aðstoðar er þörf.
Marokkó Eldgos og jarðhræringar Jarðskjálfti í Marokkó Tengdar fréttir Hvetja Íslendinga til að láta vita af sér Íslendingar í Marokkó eru hvattir til að láta vita af sér á samfélagsmiðlum eða með því að hafa samband við aðstandendur séu þeir öryggir. 9. september 2023 09:05 Rúmlega áttahundruð látnir eftir jarðskjálfta í Marokkó Rúmlega áttahundruð manns eru látnir, og meira en þrjúhundruð særðir eftir jarðskjálfta sem reið yfir í gærkvöldi í Marokkó. 9. september 2023 08:08 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Fleiri fréttir Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Hvetja Íslendinga til að láta vita af sér Íslendingar í Marokkó eru hvattir til að láta vita af sér á samfélagsmiðlum eða með því að hafa samband við aðstandendur séu þeir öryggir. 9. september 2023 09:05
Rúmlega áttahundruð látnir eftir jarðskjálfta í Marokkó Rúmlega áttahundruð manns eru látnir, og meira en þrjúhundruð særðir eftir jarðskjálfta sem reið yfir í gærkvöldi í Marokkó. 9. september 2023 08:08