Djúpstæður klofningur hálfri öld eftir alræmt valdarán Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2023 15:14 Stuðningsmaður Salvadors Allende heldur mynd af honum á lofti á viðburði til minningar um valdaránið í Santiago í gær. Vísir/EPA Síleskt samfélag er enn klofið sem endranær, fimmtíu árum eftir að herforingjar steyptu lýðræðislega kjörnum forseta landsins af stóli í blóðugu valdaráni. Tugir þúsunda manna greiddu fyrir stöðugleika og hagvöxt með lífi sínu undir ógnarstjórn einræðisherrans Augusto Pinochet. Í tæp þrjátíu ár áður en dagsetningin 11. september varð að samheiti fyrir hörmungar í hugum heimsbyggðarinnar með hryðjuverkaárásunum í New York skipaði dagurinn sérstakan og dökkan sess í hugum Sílemanna. Þann dag árið 1973 frömdu herforingjar valdarán gegn Salvador Allende, fyrsta sósíalistanum til þess að ná kjöri sem forseti Suður-Ameríkuríkisins. Allende svipti sig lífi frekar en að vera tekinn höndum á meðan herinn gerði loftárás á forsetahöllina í höfuðborginni Santiago. Herforingjastjórn Pinochet, sem naut velþóknunar bandarískra stjórnvalda sem vildu koma í veg fyrir að kommúnistar næðu völdum í heimsálfunni, stýrði landinu með járnhnefa í vel á tvo áratugi. Mannréttindasamtök í Síle telja að fleiri en 40.000 manns hafi ýmist verið teknir af lífi af pólitískum ástæðum, látnir hverfa, fangelsaðir eða pyntaðir. Pólitískum föngum var meðal annars varpað út úr þyrlum á flugi. AP-frétastofan segir að í það minnsta 200.000 Sílemenn hafi farið í útlegð. Á sama tíma bjó Síle við meiri stöðugleika og efnahagslega velsæld en nágrannalöndin undir stjórn Pinochet sem framfylgdi frjálshyggju í efnahagsmálum á sama tíma og hún takmarkaði borgaraleg réttindi fólks. Salvador Allende (standandi í bíl) með Augusto Pinochet (á hestbaki) sér við hlið í maí árið 1972. Allende skaut sig til bana með AK-47-riffli sem hann fékk að gjöf frá Fidel Castro Kúbuforseta þegar herinn gerði áhlaup á forsetahöllina 11. september árið 1973.AP Jafn klofin og á nokkrum tíma eftir einræðið Þrátt fyrir hörmungarnar sem Pinochet leiddi yfir stóran hluta þjóðar sinnar á hann sér enn marga verjendur í sílesku samfélagi. Gabriel Boric forseti, sem er aðdáandi Allende, vildi minnast tímamótanna með stórum viðburðum en hlaut dræmar undirtektir frá pólitískum andstæðingum og mörgum kjósendum. Þannig segir Reuters-fréttastofan að nýleg skoðanakönnun hafi sýnt að sextíu prósent svarenda hefðu ekki viljað að mikið væri gert úr hálfrar aldar afmæli valdaránsins. Næstum því fjórir af hverjum tíu sögðust aðallega kenna stjórn Allende sjálfs um valdaránið. Einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar, fjarhægrimaðurinn José Antonio Kast, er blyðgunarlaus stuðningsmaður Pinochet sem lést árið 2006. „Klofningur er eins útbreiddur og hann hefur nokkru sinni verið frá því að lýðræðið var endurreist,“ segir Christán Valdivieso, forstöðumaður ráðgjafarfyrirtækis, við Reuters. Lýðræði var komið aftur á í Síle árið 1990 eftir þjóðaratkvæðagreiðslu tveimur árum fyrr. Pinochet hershöfðingi (í skikkju) við heimili sitt í Santiago daginn eftir að hann lifði af morðtilræði árið 1986. Pinochet var yfirmaður hersins í átta ár eftir að hann lét af völdum og var þingmaður eftir það. Hann þurfti aldrei að svara fyrir glæpi sína þó að ýmsir meðstjórnendur hans hafi síðan verið dæmdir fyrir voðaverk.AP/Marco Ugarte Vonast til þess að finna fórnarlömb sem er enn saknað Boric, sem fæddist meira en áratug eftir valdaránið, á að stýra minningarathöfn í forsetahöllinni í dag. Von er á þjóðarleiðtogum eins og Alberto Fernández, forseta Argentínu, og Andrés Manuel López Obrador, forseta Mexíkós, til Santiago vegna þess. „Það eru sumir sem vilja að við flettum blaðsíðunni, að við gleymum fortíðinni. En björt framtíð er ekki möguleg án minningar og sannleika,“ sagði Boric nýlega. Forsetinn kynnti nýlega áætlun um að reyna að finna á annað þúsund fórnarlamba einræðisstjórnarinnar sem enn er saknað. Það er í fyrsta skipti sem stjórnvöld í Síle leggja upp í slíkan leiðangur. Gaby Rivera er forseti samtaka ættingja fanga sem voru látnir hverfa í tíð herforingjastjórnarinnar. Hún varð vitni að því þegar Luis faðir hennar var handtekinn árið 1975. Fjölskylda hennar hefur fengið misvísandi upplýsingar um örlög hans, meðal annars að líki hans hafi verið kastað út í sjó. „Þessi dagsetning er okkur sár, en einnig von vegna þess að núna sjáum við að það birtir aðeins til. Við vitum ekki hvort við náum einhvern tímann fram fullu réttlæti en það sem við verðum að gera er að komast að því sanna, að komast að því hvar þau eru,“ segir Rivera við Reuters. Chile Mannréttindi Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Í tæp þrjátíu ár áður en dagsetningin 11. september varð að samheiti fyrir hörmungar í hugum heimsbyggðarinnar með hryðjuverkaárásunum í New York skipaði dagurinn sérstakan og dökkan sess í hugum Sílemanna. Þann dag árið 1973 frömdu herforingjar valdarán gegn Salvador Allende, fyrsta sósíalistanum til þess að ná kjöri sem forseti Suður-Ameríkuríkisins. Allende svipti sig lífi frekar en að vera tekinn höndum á meðan herinn gerði loftárás á forsetahöllina í höfuðborginni Santiago. Herforingjastjórn Pinochet, sem naut velþóknunar bandarískra stjórnvalda sem vildu koma í veg fyrir að kommúnistar næðu völdum í heimsálfunni, stýrði landinu með járnhnefa í vel á tvo áratugi. Mannréttindasamtök í Síle telja að fleiri en 40.000 manns hafi ýmist verið teknir af lífi af pólitískum ástæðum, látnir hverfa, fangelsaðir eða pyntaðir. Pólitískum föngum var meðal annars varpað út úr þyrlum á flugi. AP-frétastofan segir að í það minnsta 200.000 Sílemenn hafi farið í útlegð. Á sama tíma bjó Síle við meiri stöðugleika og efnahagslega velsæld en nágrannalöndin undir stjórn Pinochet sem framfylgdi frjálshyggju í efnahagsmálum á sama tíma og hún takmarkaði borgaraleg réttindi fólks. Salvador Allende (standandi í bíl) með Augusto Pinochet (á hestbaki) sér við hlið í maí árið 1972. Allende skaut sig til bana með AK-47-riffli sem hann fékk að gjöf frá Fidel Castro Kúbuforseta þegar herinn gerði áhlaup á forsetahöllina 11. september árið 1973.AP Jafn klofin og á nokkrum tíma eftir einræðið Þrátt fyrir hörmungarnar sem Pinochet leiddi yfir stóran hluta þjóðar sinnar á hann sér enn marga verjendur í sílesku samfélagi. Gabriel Boric forseti, sem er aðdáandi Allende, vildi minnast tímamótanna með stórum viðburðum en hlaut dræmar undirtektir frá pólitískum andstæðingum og mörgum kjósendum. Þannig segir Reuters-fréttastofan að nýleg skoðanakönnun hafi sýnt að sextíu prósent svarenda hefðu ekki viljað að mikið væri gert úr hálfrar aldar afmæli valdaránsins. Næstum því fjórir af hverjum tíu sögðust aðallega kenna stjórn Allende sjálfs um valdaránið. Einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar, fjarhægrimaðurinn José Antonio Kast, er blyðgunarlaus stuðningsmaður Pinochet sem lést árið 2006. „Klofningur er eins útbreiddur og hann hefur nokkru sinni verið frá því að lýðræðið var endurreist,“ segir Christán Valdivieso, forstöðumaður ráðgjafarfyrirtækis, við Reuters. Lýðræði var komið aftur á í Síle árið 1990 eftir þjóðaratkvæðagreiðslu tveimur árum fyrr. Pinochet hershöfðingi (í skikkju) við heimili sitt í Santiago daginn eftir að hann lifði af morðtilræði árið 1986. Pinochet var yfirmaður hersins í átta ár eftir að hann lét af völdum og var þingmaður eftir það. Hann þurfti aldrei að svara fyrir glæpi sína þó að ýmsir meðstjórnendur hans hafi síðan verið dæmdir fyrir voðaverk.AP/Marco Ugarte Vonast til þess að finna fórnarlömb sem er enn saknað Boric, sem fæddist meira en áratug eftir valdaránið, á að stýra minningarathöfn í forsetahöllinni í dag. Von er á þjóðarleiðtogum eins og Alberto Fernández, forseta Argentínu, og Andrés Manuel López Obrador, forseta Mexíkós, til Santiago vegna þess. „Það eru sumir sem vilja að við flettum blaðsíðunni, að við gleymum fortíðinni. En björt framtíð er ekki möguleg án minningar og sannleika,“ sagði Boric nýlega. Forsetinn kynnti nýlega áætlun um að reyna að finna á annað þúsund fórnarlamba einræðisstjórnarinnar sem enn er saknað. Það er í fyrsta skipti sem stjórnvöld í Síle leggja upp í slíkan leiðangur. Gaby Rivera er forseti samtaka ættingja fanga sem voru látnir hverfa í tíð herforingjastjórnarinnar. Hún varð vitni að því þegar Luis faðir hennar var handtekinn árið 1975. Fjölskylda hennar hefur fengið misvísandi upplýsingar um örlög hans, meðal annars að líki hans hafi verið kastað út í sjó. „Þessi dagsetning er okkur sár, en einnig von vegna þess að núna sjáum við að það birtir aðeins til. Við vitum ekki hvort við náum einhvern tímann fram fullu réttlæti en það sem við verðum að gera er að komast að því sanna, að komast að því hvar þau eru,“ segir Rivera við Reuters.
Chile Mannréttindi Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira