Þúsundir látin eða týnd og heilt hverfi horfið í haf Lovísa Arnardóttir skrifar 12. september 2023 14:56 Á myndinni má sjá eyðilegginguna í kjölfar flóðanna í Derna. Myndinni var dreift á fjölmiðla af ríkisstjórninni í Líbíu í gær. Vísir/AP Um tíu þúsund eru týnd eða þúsundir látin í kjölfar hamfaraflóða í borginni Derna í Líbíu. Stormurinn Daníel gekk yfir landið á sunnudag upp ströndina frá Miðjarðarhafinu. Tíu þúsund eru týnd og þúsundir látin og slösuð í kjölfar flóða í Líbíu á sunnudag. Stormurinn Daniel gekk þá yfir austurhluta landsins. Borgin Derna hefur orðið hvað verst úti. Íbúar segjast margir hafa heyrt gífurleg læti og sprengingar og gert sér þá grein fyrir því að stíflurnar utan borgarinnar hefðu brostið og hleypt vatni niður ánna Wadi Derna. Áin liggur frá fjöllum, í gegnum borgina og út í sjó. Alls búa um hundrað þúsund í borginni Dernu en meirihluti hennar er nú undir vatni eftir að tvær stíflur brustu og fjórar brýr hrundu í storminum. Haft er eftir Mr Chkiouat, flugmálaráðherra landsins, að þegar önnur stíflan hafi brostið hafi heilu hverfin horfið með ofan í haf. „Heilt hverfi er ónýtt. Það eru mörg fórnarlömb og þeim fjölgar með hverjum klukkutímanum sem líður. Núna eru 1.500 látin og 2.000 týnd. Við erum ekki með nákvæmar tölur en þetta er hörmung,“ er haft eftir honum á vef BBC en hann bætti því við að viðhald hafi verið takmarkað síðustu ár við stíflurnar. Vegur við ströndina í Derna er gjöreyðilagður í kjölfar flóðanna á sunnudag. Vísir/AP Fram kemur á vef AP að þegar sé búið að jarða um 700 manns í Derna en heilbrigðisyfirvöld í Austur-Líbíu telja að tala látinna sé í kringum 2.300 eins og stendur. Talið er líklegt að mikill fjöldi látinna hafi horfið út í haf þegar stíflurnar brustu. Stormurinn hefur einnig haft mikil áhrif í borgunum Benghazi, Soussa and Al-Marj austar í landinu. Tamer Ramadan, yfirmaður Rauða krossins í Líbíu, segir í samtali við BBC að fjöldi látinna sé líklega gífurlegur. Hann sagði viðbragðsteymi frá Rauða krossinum á vettvangi og séu að meta stöðuna. Staðan í Líbíu hefur verið afar erfið síðasta áratuginn, eða allt frá því að Muammar Gaddafi var steypt af stóli. Tvær ríkisstjórnir hafa í raun verið við völd, önnur í vestri og hin í austri. Báðar eru þær studdar af ólíkum uppreisnarherjum og erlendum ríkisstjórnum. Dernu er stjórnað af hernaðarhöfðingjanum Khalifa Hifter en hann tilheyrir ríkisstjórninni í austri sem hefur aðsetur í Benghazi. Í erlendum miðlum segir að þessi staða geri björgunaraðgerðir jafnvel erfiðari og hægi á þeim. Haft er eftir Mr Chkiouat á vef BBC að hjálpargögn séu á leiðinni en ríkisstjórnin í Trípóli, sú vestari, hefur sent austur flugvél með sjúkragögnum, líkpokum og um 80 læknum og sjúkraliðum. Hann fullyrðir að ríkisstjórnin í austri muni þiggja aðstoð frá þeirri í Trípólí. Fjölmörg lönd hafa þegar sent teymi og hjálpargögn en það eru til dæmis Bandaríkin, Egyptaland, Þýskaland og Íran sem hafa gert það. Líbía Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Týnda úranið mögulega fundið Hersveitir í austurhluta Líbíu segjast hafa fundið um tvö og hálft tonn af úrani sem leitað hafði verið. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) hefur ekki staðfest fund hersveitanna. 16. mars 2023 20:01 Nokkur tonn af úrani horfin í Líbíu Alþjóðakjarnorkumálastofunin (IAEA) segir að um tvö og hálft tonn af náttúrulegu úrani sem var geymt í Líbíu séu horfin. Rannsókn stendur yfir á hvernig það kom til að geislavirka efnið var fært og hvar það er niður komið. 16. mars 2023 10:09 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Tíu þúsund eru týnd og þúsundir látin og slösuð í kjölfar flóða í Líbíu á sunnudag. Stormurinn Daniel gekk þá yfir austurhluta landsins. Borgin Derna hefur orðið hvað verst úti. Íbúar segjast margir hafa heyrt gífurleg læti og sprengingar og gert sér þá grein fyrir því að stíflurnar utan borgarinnar hefðu brostið og hleypt vatni niður ánna Wadi Derna. Áin liggur frá fjöllum, í gegnum borgina og út í sjó. Alls búa um hundrað þúsund í borginni Dernu en meirihluti hennar er nú undir vatni eftir að tvær stíflur brustu og fjórar brýr hrundu í storminum. Haft er eftir Mr Chkiouat, flugmálaráðherra landsins, að þegar önnur stíflan hafi brostið hafi heilu hverfin horfið með ofan í haf. „Heilt hverfi er ónýtt. Það eru mörg fórnarlömb og þeim fjölgar með hverjum klukkutímanum sem líður. Núna eru 1.500 látin og 2.000 týnd. Við erum ekki með nákvæmar tölur en þetta er hörmung,“ er haft eftir honum á vef BBC en hann bætti því við að viðhald hafi verið takmarkað síðustu ár við stíflurnar. Vegur við ströndina í Derna er gjöreyðilagður í kjölfar flóðanna á sunnudag. Vísir/AP Fram kemur á vef AP að þegar sé búið að jarða um 700 manns í Derna en heilbrigðisyfirvöld í Austur-Líbíu telja að tala látinna sé í kringum 2.300 eins og stendur. Talið er líklegt að mikill fjöldi látinna hafi horfið út í haf þegar stíflurnar brustu. Stormurinn hefur einnig haft mikil áhrif í borgunum Benghazi, Soussa and Al-Marj austar í landinu. Tamer Ramadan, yfirmaður Rauða krossins í Líbíu, segir í samtali við BBC að fjöldi látinna sé líklega gífurlegur. Hann sagði viðbragðsteymi frá Rauða krossinum á vettvangi og séu að meta stöðuna. Staðan í Líbíu hefur verið afar erfið síðasta áratuginn, eða allt frá því að Muammar Gaddafi var steypt af stóli. Tvær ríkisstjórnir hafa í raun verið við völd, önnur í vestri og hin í austri. Báðar eru þær studdar af ólíkum uppreisnarherjum og erlendum ríkisstjórnum. Dernu er stjórnað af hernaðarhöfðingjanum Khalifa Hifter en hann tilheyrir ríkisstjórninni í austri sem hefur aðsetur í Benghazi. Í erlendum miðlum segir að þessi staða geri björgunaraðgerðir jafnvel erfiðari og hægi á þeim. Haft er eftir Mr Chkiouat á vef BBC að hjálpargögn séu á leiðinni en ríkisstjórnin í Trípóli, sú vestari, hefur sent austur flugvél með sjúkragögnum, líkpokum og um 80 læknum og sjúkraliðum. Hann fullyrðir að ríkisstjórnin í austri muni þiggja aðstoð frá þeirri í Trípólí. Fjölmörg lönd hafa þegar sent teymi og hjálpargögn en það eru til dæmis Bandaríkin, Egyptaland, Þýskaland og Íran sem hafa gert það.
Líbía Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Týnda úranið mögulega fundið Hersveitir í austurhluta Líbíu segjast hafa fundið um tvö og hálft tonn af úrani sem leitað hafði verið. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) hefur ekki staðfest fund hersveitanna. 16. mars 2023 20:01 Nokkur tonn af úrani horfin í Líbíu Alþjóðakjarnorkumálastofunin (IAEA) segir að um tvö og hálft tonn af náttúrulegu úrani sem var geymt í Líbíu séu horfin. Rannsókn stendur yfir á hvernig það kom til að geislavirka efnið var fært og hvar það er niður komið. 16. mars 2023 10:09 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Týnda úranið mögulega fundið Hersveitir í austurhluta Líbíu segjast hafa fundið um tvö og hálft tonn af úrani sem leitað hafði verið. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) hefur ekki staðfest fund hersveitanna. 16. mars 2023 20:01
Nokkur tonn af úrani horfin í Líbíu Alþjóðakjarnorkumálastofunin (IAEA) segir að um tvö og hálft tonn af náttúrulegu úrani sem var geymt í Líbíu séu horfin. Rannsókn stendur yfir á hvernig það kom til að geislavirka efnið var fært og hvar það er niður komið. 16. mars 2023 10:09