Telja eldflaugina hafa verið úkraínska Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2023 09:34 Særður maður borinn á brott eftir sprenginguna. AP/Evgeniy Maloletka Útlit er fyrir að eldflaugin sem banaði minnst fimmtán manns og særði rúmlega þrjátíu í bænum Kostiantynivka í austurhluta Úkraínu þann 6. september hafi verið skotið á loft af Úkraínumönnum sjálfum. Eldflaugin lenti á markaði í bænum en innan við tveimur tímum síðar sakaði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, Rússa um árásina. Í ítarlegri greiningu blaðamanna New York Times, sem hafa rætt við vitni, skoðað upptökur úr öryggismyndavélum og skoðað sprengibrot á vettvangi, svo eitthvað sé nefnt, segir að eldflaugin hafi að öllum líkindum komið úr vestri, frá yfirráðasvæði Úkraínumanna. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar í fyrra hafa hersveitir Rússlands gert ítrekaðar árásir á óbreytta borgara í Úkraínu og látið sprengjum rigna yfir byggð ból í landinu. Meðal annars er markmiðið að skjóta almenningi skelk í bringu. Degi áður en eldflaugin lenti í bænum höfðu Rússar varpað sprengjum á hann. Sex manns létu svo lífið í árás Rússa á Kostiantynivka í apríl, þegar sprengjur féllu á heimili og barnaskóla í borginni. Í grein NYT segir að tveimur mínútum áður en eldflaugin lenti í bænum hafi úkraínskir hermenn skotið tveimur eldflaugum, sem hannaðar eru til að skjóta niður flugvélar og aðrar eldflaugar, á loft skammt frá Kostiantynivka. Talið er að um hafi verið að ræða tvær eldflaugar af gerðinni 9M38 sem skotið er með Buk loftvarnarkerfi en Úkraínumenn höfðu sagt að eldflaugin hefði verið af gerðinni S-300 en slíkum eldflaugum, sem búið er að breyta, er reglulega skotið að úkraínskum bæjum og borgum. Blaðamenn NYT voru fyrir tilviljun í bænum Druzhkivka, sem er norðvestur af Kostiantynivka en það er áttin sem talið er að eldflaugin hafi komið úr. Hafi eldflauginni verið skotið frá Druzhkivka hefur hún flogið eingöngu um sextán kílómetra áður en hún lenti og hefur því verið töluvert eldsneyti í henni þar sem þær drífa tæplega tvöfalt lengra. Selenskí birti myndband af því þegar eldflaugin lenti, þegar hann sakaði Rússa um að hafa skotið henni. At least 16 people have been killed by Russian shelling in Kostyantynivka, Donetsk region. Russian terrorists have attacked a regular market, shops, and a pharmacy, killing innocent people. The number of casualties could rise further.Anyone in the world who is still dealing pic.twitter.com/PRfuGih2JD— Volodymyr Zelenskyy / (@ZelenskyyUa) September 6, 2023 Í grein NYT segir að ekki sé ljóst af hverju eldflaugin hafi lent í Kostiantynivka en hún hafi líklega bilað. Fyrir því geti verið ýmsar ástæður. Rafbúnaður um borð í eldflauginni geti bilað eða einn af uggum hennar, sem stýrir henni, gæti hafa bilað eða dottið af, svo eitthvað sé nefnt. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Úkraínu sagði málið til rannsóknar og að hann gæti ekki tjáð sig um það að svo stöddu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Sjá meira
Í ítarlegri greiningu blaðamanna New York Times, sem hafa rætt við vitni, skoðað upptökur úr öryggismyndavélum og skoðað sprengibrot á vettvangi, svo eitthvað sé nefnt, segir að eldflaugin hafi að öllum líkindum komið úr vestri, frá yfirráðasvæði Úkraínumanna. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar í fyrra hafa hersveitir Rússlands gert ítrekaðar árásir á óbreytta borgara í Úkraínu og látið sprengjum rigna yfir byggð ból í landinu. Meðal annars er markmiðið að skjóta almenningi skelk í bringu. Degi áður en eldflaugin lenti í bænum höfðu Rússar varpað sprengjum á hann. Sex manns létu svo lífið í árás Rússa á Kostiantynivka í apríl, þegar sprengjur féllu á heimili og barnaskóla í borginni. Í grein NYT segir að tveimur mínútum áður en eldflaugin lenti í bænum hafi úkraínskir hermenn skotið tveimur eldflaugum, sem hannaðar eru til að skjóta niður flugvélar og aðrar eldflaugar, á loft skammt frá Kostiantynivka. Talið er að um hafi verið að ræða tvær eldflaugar af gerðinni 9M38 sem skotið er með Buk loftvarnarkerfi en Úkraínumenn höfðu sagt að eldflaugin hefði verið af gerðinni S-300 en slíkum eldflaugum, sem búið er að breyta, er reglulega skotið að úkraínskum bæjum og borgum. Blaðamenn NYT voru fyrir tilviljun í bænum Druzhkivka, sem er norðvestur af Kostiantynivka en það er áttin sem talið er að eldflaugin hafi komið úr. Hafi eldflauginni verið skotið frá Druzhkivka hefur hún flogið eingöngu um sextán kílómetra áður en hún lenti og hefur því verið töluvert eldsneyti í henni þar sem þær drífa tæplega tvöfalt lengra. Selenskí birti myndband af því þegar eldflaugin lenti, þegar hann sakaði Rússa um að hafa skotið henni. At least 16 people have been killed by Russian shelling in Kostyantynivka, Donetsk region. Russian terrorists have attacked a regular market, shops, and a pharmacy, killing innocent people. The number of casualties could rise further.Anyone in the world who is still dealing pic.twitter.com/PRfuGih2JD— Volodymyr Zelenskyy / (@ZelenskyyUa) September 6, 2023 Í grein NYT segir að ekki sé ljóst af hverju eldflaugin hafi lent í Kostiantynivka en hún hafi líklega bilað. Fyrir því geti verið ýmsar ástæður. Rafbúnaður um borð í eldflauginni geti bilað eða einn af uggum hennar, sem stýrir henni, gæti hafa bilað eða dottið af, svo eitthvað sé nefnt. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Úkraínu sagði málið til rannsóknar og að hann gæti ekki tjáð sig um það að svo stöddu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Sjá meira