Vill taka neitunarvaldið af Rússum Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2023 16:59 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. AP/Craig Ruttle Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði eftir því í dag að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna yrði breytt á þann veg að hægt yrði að svipta ríki sem eiga fast sæti í ráðinu neitunarvaldi. Öryggisráðið og SÞ gætu ekkert gert vegna stríðsins þar sem árásaraðilinn, Rússland, væri með neitunarvald. Selenskí sagði flest alla í heiminum sjá að stríðið í Úkraínu væri óréttlætanlegt landvinningastríð. Hann sagðist þakklátur öllum sem hefðu viðurkennt Rússland sem árásaraðilann og sagði það að hjálpa Úkraínumönnum vera það sama og að verja stofnunarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í ávarpi sínu sagði Selenskí að gera þyrfti breytingar á Öryggisráðinu og svipta Rússland neitunarvaldi þar. „Það er ómögulegt að binda enda á stríðið þar sem allar ályktanir eru stöðvaðar af árásaraðilanum.“ Fimm ríki hafa fast sæti í öryggisráðinu og neitunarvald. Það eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland. Þá ítrekaði Selenskí tíu liða friðaráætlun Úkraínu. Nana Addo Dankwa, forseti Gana, sló á svipaða strengi og Selenskí gerði og gagnrýndi öryggisráðið og samsetningu þess. Hann sagði að neitunarvald Rússa og annarra ríkja í ráðinu gerðu það óskilvirkt. Þá sagði hann Sameinuðu þjóðirnar virðast óviljugar til að hafa áhrif á stríðið í Úkraínu. Sagði innrásina brjóta gegn alþjóðalögum Antónío Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hóf fund öryggisráðsins með því að lýsa því yfir að innrás Rússa í Úkraínu væri klárt brot á stofnsáttmála SÞ og á alþjóðalögum. Innrásin hefði ýtt undir deilur á svæðinu, aukið óstöðugleika í heiminum og bætt á ógnina frá kjarnorkuvopnum. „Þetta stríð hefur banað eða sært tugum þúsunda óbreyttra borgara, rústað lífum, hrellt kynslóð barna, sundrað fjölskyldu, rústað hagkerfi Úkraínu og breytt umfangsmiklum ræktunarlöndum í banvæn jarðsprengjusvæði,“ sagði Guterres. Edi Rama, forsætisráðherra Albaníu, sem stýrði fundinum, byrjaði á því að bjóða sendiherrum margra ríkja sem eiga ekki sæti í öryggisráðinu að sitja fundinn og taka þátt í umræðunni um innrás Rússa í Úkraínu. Vasily Nebenzya, sendiherra Rússlands gagnvart Sameinuðu þjóðunum.AP/Mary Altaffer Vasily Nebenzya, sendiherra Rússlands gagnvart Sameinuðu þjóðunum, spurði Rama, í upphafi fundarins, af hverju Selenskí fengi að ávarpa fundinn á undan öðrum í salnum, þar sem Úkraína væri ekki meðlimur í öryggisráðinu. Rama svaraði á þá leið að það væri svo aðrir leiðtogar og erindrekar gætu brugðist við ummælum Selenskís. „Komandi frá þér, er kvörtun um brot á reglunum nokkuð merkilegt," sagði Rama um þau ummæli Nebenzya að það bryti gegn reglum Öryggisráðsins að Selenskí ávarpaði fundinn fyrst. Rama sagði alla vilja heyra hvað Selenskí hefði að segja. Nebenzya yfirgaf fundinn seinna og tók Sergey Veshinin, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, við af honum. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra, hefur ekki verið á fundinum. „Stöðvaðu stríðið og þá mun hann ekki tala fyrst,“ sagði Rama. Edi Rama, forsætisráðherra Albaníu, stýrði fundi ráðsins í dag.AP/Craig Ruttle Seinna gagnrýndi Rama Rússa harðlega vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þá gagnrýndi hann aðra leiðtoga sem neituðu að kalla innrás Rússa réttu nafni og sagði hana skipta allan heiminn máli. Aðstoðarmenn Selenskís, tístu svo seinna þökkum til Rama fyrir ummæli hans. Dear @EdiRamaal, today at the UNSC you showed the world how to correctly handle Russia, its lies, and its hypocrisy. I thank you for steering the Presidency in such a principled manner. pic.twitter.com/0wKca8xZon— Volodymyr Zelenskyy / (@ZelenskyyUa) September 20, 2023 Sameinuðu þjóðirnar Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Gana Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segjast hafa rofið varnir Rússa við Bakhmut Gagnsókn Úkraínumanna heldur áfram en hefur enn sem komið er skilað litlum árangri í formi frelsaðs landsvæðis. Úkraínskir hermenn sækja þó fram, bæði í suðurhluta landsins og í austri en töluverð óvissa ríkir um mannfall hjá bæði Rússum og Úkraínumönnum. 20. september 2023 09:00 „Illsku er ekki treystandi“ Illsku er ekki treystandi. Þetta voru skilaboð Volodómírs Selenskís Úkraínuforseta þegar hann hélt ávarp sitt á Allsherjarþingi Semeinuðu þjóðanna í gærkvöldi. 20. september 2023 07:45 Sagði engan öruggan ef Pútín yrði leyft að búta Úkraínu í sundur Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir heiminn verða að standa við bakið á Úkraínumönnum og standa gegn ofstopa Rússa. Engin þjóð yrði örugg ef Rússum yrði leyft að búta Úkraínu í sundur. 19. september 2023 16:52 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Sjá meira
Selenskí sagði flest alla í heiminum sjá að stríðið í Úkraínu væri óréttlætanlegt landvinningastríð. Hann sagðist þakklátur öllum sem hefðu viðurkennt Rússland sem árásaraðilann og sagði það að hjálpa Úkraínumönnum vera það sama og að verja stofnunarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í ávarpi sínu sagði Selenskí að gera þyrfti breytingar á Öryggisráðinu og svipta Rússland neitunarvaldi þar. „Það er ómögulegt að binda enda á stríðið þar sem allar ályktanir eru stöðvaðar af árásaraðilanum.“ Fimm ríki hafa fast sæti í öryggisráðinu og neitunarvald. Það eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland. Þá ítrekaði Selenskí tíu liða friðaráætlun Úkraínu. Nana Addo Dankwa, forseti Gana, sló á svipaða strengi og Selenskí gerði og gagnrýndi öryggisráðið og samsetningu þess. Hann sagði að neitunarvald Rússa og annarra ríkja í ráðinu gerðu það óskilvirkt. Þá sagði hann Sameinuðu þjóðirnar virðast óviljugar til að hafa áhrif á stríðið í Úkraínu. Sagði innrásina brjóta gegn alþjóðalögum Antónío Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hóf fund öryggisráðsins með því að lýsa því yfir að innrás Rússa í Úkraínu væri klárt brot á stofnsáttmála SÞ og á alþjóðalögum. Innrásin hefði ýtt undir deilur á svæðinu, aukið óstöðugleika í heiminum og bætt á ógnina frá kjarnorkuvopnum. „Þetta stríð hefur banað eða sært tugum þúsunda óbreyttra borgara, rústað lífum, hrellt kynslóð barna, sundrað fjölskyldu, rústað hagkerfi Úkraínu og breytt umfangsmiklum ræktunarlöndum í banvæn jarðsprengjusvæði,“ sagði Guterres. Edi Rama, forsætisráðherra Albaníu, sem stýrði fundinum, byrjaði á því að bjóða sendiherrum margra ríkja sem eiga ekki sæti í öryggisráðinu að sitja fundinn og taka þátt í umræðunni um innrás Rússa í Úkraínu. Vasily Nebenzya, sendiherra Rússlands gagnvart Sameinuðu þjóðunum.AP/Mary Altaffer Vasily Nebenzya, sendiherra Rússlands gagnvart Sameinuðu þjóðunum, spurði Rama, í upphafi fundarins, af hverju Selenskí fengi að ávarpa fundinn á undan öðrum í salnum, þar sem Úkraína væri ekki meðlimur í öryggisráðinu. Rama svaraði á þá leið að það væri svo aðrir leiðtogar og erindrekar gætu brugðist við ummælum Selenskís. „Komandi frá þér, er kvörtun um brot á reglunum nokkuð merkilegt," sagði Rama um þau ummæli Nebenzya að það bryti gegn reglum Öryggisráðsins að Selenskí ávarpaði fundinn fyrst. Rama sagði alla vilja heyra hvað Selenskí hefði að segja. Nebenzya yfirgaf fundinn seinna og tók Sergey Veshinin, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, við af honum. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra, hefur ekki verið á fundinum. „Stöðvaðu stríðið og þá mun hann ekki tala fyrst,“ sagði Rama. Edi Rama, forsætisráðherra Albaníu, stýrði fundi ráðsins í dag.AP/Craig Ruttle Seinna gagnrýndi Rama Rússa harðlega vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þá gagnrýndi hann aðra leiðtoga sem neituðu að kalla innrás Rússa réttu nafni og sagði hana skipta allan heiminn máli. Aðstoðarmenn Selenskís, tístu svo seinna þökkum til Rama fyrir ummæli hans. Dear @EdiRamaal, today at the UNSC you showed the world how to correctly handle Russia, its lies, and its hypocrisy. I thank you for steering the Presidency in such a principled manner. pic.twitter.com/0wKca8xZon— Volodymyr Zelenskyy / (@ZelenskyyUa) September 20, 2023
Sameinuðu þjóðirnar Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Gana Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segjast hafa rofið varnir Rússa við Bakhmut Gagnsókn Úkraínumanna heldur áfram en hefur enn sem komið er skilað litlum árangri í formi frelsaðs landsvæðis. Úkraínskir hermenn sækja þó fram, bæði í suðurhluta landsins og í austri en töluverð óvissa ríkir um mannfall hjá bæði Rússum og Úkraínumönnum. 20. september 2023 09:00 „Illsku er ekki treystandi“ Illsku er ekki treystandi. Þetta voru skilaboð Volodómírs Selenskís Úkraínuforseta þegar hann hélt ávarp sitt á Allsherjarþingi Semeinuðu þjóðanna í gærkvöldi. 20. september 2023 07:45 Sagði engan öruggan ef Pútín yrði leyft að búta Úkraínu í sundur Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir heiminn verða að standa við bakið á Úkraínumönnum og standa gegn ofstopa Rússa. Engin þjóð yrði örugg ef Rússum yrði leyft að búta Úkraínu í sundur. 19. september 2023 16:52 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segjast hafa rofið varnir Rússa við Bakhmut Gagnsókn Úkraínumanna heldur áfram en hefur enn sem komið er skilað litlum árangri í formi frelsaðs landsvæðis. Úkraínskir hermenn sækja þó fram, bæði í suðurhluta landsins og í austri en töluverð óvissa ríkir um mannfall hjá bæði Rússum og Úkraínumönnum. 20. september 2023 09:00
„Illsku er ekki treystandi“ Illsku er ekki treystandi. Þetta voru skilaboð Volodómírs Selenskís Úkraínuforseta þegar hann hélt ávarp sitt á Allsherjarþingi Semeinuðu þjóðanna í gærkvöldi. 20. september 2023 07:45
Sagði engan öruggan ef Pútín yrði leyft að búta Úkraínu í sundur Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir heiminn verða að standa við bakið á Úkraínumönnum og standa gegn ofstopa Rússa. Engin þjóð yrði örugg ef Rússum yrði leyft að búta Úkraínu í sundur. 19. september 2023 16:52