Hvar skildi pabbi vera á biðlistanum, ætli honum endist ævin að komast af þeim lista? Davíð Bergmann skrifar 28. september 2023 16:01 Hvar skildi pabbi gamli vera í röðinni á biðlistanum að komast inn á hjúkrunarheimili orðinn 90 ára gamall, ætli honum endist ævin að KOMAST AF ÞEIM LISTA? Það er alveg víst að dauðinn sækir okkur að lokum og skatturinn fylgir okkur ofan í gröfina, því hann vill fá 10% af því sem við höfum aflað okkur á lífsleiðinni þrátt fyrir að við höfum greitt skatt af því öllu áður. Hvað fáum við í staðinn, eitt er á hreinu, ekki viðeigandi aðstoð á efri árum. Hvað fær pabbi gamli að loknu dagsverki, búinn að skila sínu til samfélagsins og vel það. Maður sem hefur aldrei stolið krónu, ekki þurft að vera með kennitöluna sína á flótta undan einu né neinu. Alla tíð unnið með tveimur jafn sterkum og aldrei verið í því að naga blýanta eða flytja speki eða reyna að hafa vit fyrir öðrum. Hann hefur þurft að lemja lífi í sængina út á ballarhafi til að geta lagst til hvílu því hún var frosin, þá nýkominn af dekki eftir að hafa verið að berja klakann utan af dallinum svo hann myndi ekki sökkva. Þetta var í kringum 1960, hvort sem hann var til sjós á síðutogurum vertíð eftir vertíð eða í landi þá vann hann vinnu sem krafðist líkamlegs erfiðis og útsjónarsemi. Það síðasta sem hann vann við áður en hann veiktist, þá orðinn 75 ára, var að gróðursetja sjö metra háar fánastangir með skóflu, jaka og járnkalli að vopni. Gróf eins metra djúpar holur og svo var 180 kg steini komið fyrir með lagni sem var boltaður við stöngina. Allt var þetta gert með handafli einu saman og þær skipta tugum, ef ekki hundruð um alla borg þessar fánastangir í dag. Verðskuldar ekki svona maður að eiga áhyggjulaust ævikvöld, tala nú ekki um þegar hann er í lífsloka meðferð. Læknavísindin geta ekki gert meira fyrir hann í dag en að lina þjáningar hans með lyfjum. Orðinn 90 ára með þrjár hjartalokur virkar af fjórum, æxli djúpt í lunga, krepptur af gigt og fætinum styttri vegna viðurkenndra læknamistaka. Hann finnur enn til draugaverkja í „fætinum“ þó svo að fóturinn hafi verið tekinn af árið 2012. Maður hefði haldið, ekki síst vegna allra skattanna sem hann hefur greitt í gegnum árin að hann mætti hvíla sig og eiga áhyggjulaust ævikvöld, en nei hann hefur þurft að deila herbergi með þremur öðrum og tveir þeirra eru heilabilaðir sjúklingar, sem eru gargandi allan sólarhringinn. Hann er sjálfur með gott minni og er ekki að glíma við elliglöp. Eða eins og hann segir sjálfur ,,hausinn virkar fínt". Af hverju er honum komið fyrir á spítala, sem er rándýrt úrræði þegar hann ætti verið á hjúkrunarheimili? Ég er sannfærður að sagan hans pabba er ekki einstök. Ég heyrði frá hjúkrunarfræðingi um daginn, hún sagði mér að það séu 70-80 einstaklingar á spítalanum sem eiga hvergi annars staðar heima en á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða. Þetta ástand er átakanlega slæmt og við feðgar orðið mjög varir við það þegar við höfum farið nokkrum sinnum, síðast liðinn einn og hálfan mánuð, á Bráðadeild Borgarspítalans. Þar eru allir gangar og stofur yfirfullar af veiku gömlu fólki og fíklum sem eru ráfandi um gangana og vita hvorki í þennan heim né annan. Þingmenn og sveitarstjórnarmenn leysið þetta strax, í raun ættuð þið ekki að gera neitt annað en að kippa þessu í liðinn. Ef að stórfyrirtæki eins og m.a Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum og Samherji gátu fengið fé til rannsóknarverkefna og þróunarverkefna úr ríkiskassanum, sem var rúmur milljarður, þá hljótið þið að geta grafið upp fé til að setja í þennan málaklokk. Er það ekki meira aðkallandi en að dæla peningum skattgreiðanda í ríkustu fyrirtæki landsins. Ekki eyða tímanum í að rífast um hvort selja eigi áfengi í búðum eða ekki, klárið þetta mál svo fólkið sem byggði upp stoðþjónustuna fái að deyja með reisn. Megið þið hafa ævarandi skömm fyrir það þingmenn og sveitarstjórnarmenn að hafa ekki tekið þetta málefni af festu og alvöru því hér ríkir neyðarástand í málefnum aldraðra. Þið vitið það að samsetning þjóðar er þannig að lífaldur hækkar á ári hverju. Með allar þær þarfagreiningar sem þið hafið látið vinna og með alla þessa öldrunar sérfræðinga á ykkar snærum, þá á ekki koma á óvart að hér vanti sárlega legupláss fyrir gamla fólkið okkar. Það er engin afsökun að hafa ekki látið hendur standa fram úr ermum og setja þennan málaflokk í algjöran forgang. Þess vegna þarf að byrja að byggja strax þessi 700 hjúkrunarrými sem kemur til með að vanta eftir örfá ár á höfuðborgarsvæðinu. Hundskammist ykkar og hefjast handa. Höfundur er hvítur miðaldra karlmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Davíð Bergmann Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hvar skildi pabbi gamli vera í röðinni á biðlistanum að komast inn á hjúkrunarheimili orðinn 90 ára gamall, ætli honum endist ævin að KOMAST AF ÞEIM LISTA? Það er alveg víst að dauðinn sækir okkur að lokum og skatturinn fylgir okkur ofan í gröfina, því hann vill fá 10% af því sem við höfum aflað okkur á lífsleiðinni þrátt fyrir að við höfum greitt skatt af því öllu áður. Hvað fáum við í staðinn, eitt er á hreinu, ekki viðeigandi aðstoð á efri árum. Hvað fær pabbi gamli að loknu dagsverki, búinn að skila sínu til samfélagsins og vel það. Maður sem hefur aldrei stolið krónu, ekki þurft að vera með kennitöluna sína á flótta undan einu né neinu. Alla tíð unnið með tveimur jafn sterkum og aldrei verið í því að naga blýanta eða flytja speki eða reyna að hafa vit fyrir öðrum. Hann hefur þurft að lemja lífi í sængina út á ballarhafi til að geta lagst til hvílu því hún var frosin, þá nýkominn af dekki eftir að hafa verið að berja klakann utan af dallinum svo hann myndi ekki sökkva. Þetta var í kringum 1960, hvort sem hann var til sjós á síðutogurum vertíð eftir vertíð eða í landi þá vann hann vinnu sem krafðist líkamlegs erfiðis og útsjónarsemi. Það síðasta sem hann vann við áður en hann veiktist, þá orðinn 75 ára, var að gróðursetja sjö metra háar fánastangir með skóflu, jaka og járnkalli að vopni. Gróf eins metra djúpar holur og svo var 180 kg steini komið fyrir með lagni sem var boltaður við stöngina. Allt var þetta gert með handafli einu saman og þær skipta tugum, ef ekki hundruð um alla borg þessar fánastangir í dag. Verðskuldar ekki svona maður að eiga áhyggjulaust ævikvöld, tala nú ekki um þegar hann er í lífsloka meðferð. Læknavísindin geta ekki gert meira fyrir hann í dag en að lina þjáningar hans með lyfjum. Orðinn 90 ára með þrjár hjartalokur virkar af fjórum, æxli djúpt í lunga, krepptur af gigt og fætinum styttri vegna viðurkenndra læknamistaka. Hann finnur enn til draugaverkja í „fætinum“ þó svo að fóturinn hafi verið tekinn af árið 2012. Maður hefði haldið, ekki síst vegna allra skattanna sem hann hefur greitt í gegnum árin að hann mætti hvíla sig og eiga áhyggjulaust ævikvöld, en nei hann hefur þurft að deila herbergi með þremur öðrum og tveir þeirra eru heilabilaðir sjúklingar, sem eru gargandi allan sólarhringinn. Hann er sjálfur með gott minni og er ekki að glíma við elliglöp. Eða eins og hann segir sjálfur ,,hausinn virkar fínt". Af hverju er honum komið fyrir á spítala, sem er rándýrt úrræði þegar hann ætti verið á hjúkrunarheimili? Ég er sannfærður að sagan hans pabba er ekki einstök. Ég heyrði frá hjúkrunarfræðingi um daginn, hún sagði mér að það séu 70-80 einstaklingar á spítalanum sem eiga hvergi annars staðar heima en á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða. Þetta ástand er átakanlega slæmt og við feðgar orðið mjög varir við það þegar við höfum farið nokkrum sinnum, síðast liðinn einn og hálfan mánuð, á Bráðadeild Borgarspítalans. Þar eru allir gangar og stofur yfirfullar af veiku gömlu fólki og fíklum sem eru ráfandi um gangana og vita hvorki í þennan heim né annan. Þingmenn og sveitarstjórnarmenn leysið þetta strax, í raun ættuð þið ekki að gera neitt annað en að kippa þessu í liðinn. Ef að stórfyrirtæki eins og m.a Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum og Samherji gátu fengið fé til rannsóknarverkefna og þróunarverkefna úr ríkiskassanum, sem var rúmur milljarður, þá hljótið þið að geta grafið upp fé til að setja í þennan málaklokk. Er það ekki meira aðkallandi en að dæla peningum skattgreiðanda í ríkustu fyrirtæki landsins. Ekki eyða tímanum í að rífast um hvort selja eigi áfengi í búðum eða ekki, klárið þetta mál svo fólkið sem byggði upp stoðþjónustuna fái að deyja með reisn. Megið þið hafa ævarandi skömm fyrir það þingmenn og sveitarstjórnarmenn að hafa ekki tekið þetta málefni af festu og alvöru því hér ríkir neyðarástand í málefnum aldraðra. Þið vitið það að samsetning þjóðar er þannig að lífaldur hækkar á ári hverju. Með allar þær þarfagreiningar sem þið hafið látið vinna og með alla þessa öldrunar sérfræðinga á ykkar snærum, þá á ekki koma á óvart að hér vanti sárlega legupláss fyrir gamla fólkið okkar. Það er engin afsökun að hafa ekki látið hendur standa fram úr ermum og setja þennan málaflokk í algjöran forgang. Þess vegna þarf að byrja að byggja strax þessi 700 hjúkrunarrými sem kemur til með að vanta eftir örfá ár á höfuðborgarsvæðinu. Hundskammist ykkar og hefjast handa. Höfundur er hvítur miðaldra karlmaður.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar