Samstaða í stað samsæriskenninga Finnur Th. Eiríksson skrifar 29. september 2023 14:00 Um þessar mundir steðja raunverulegar ógnir að Vesturlöndum, meðal annars frá vopnaskaki Pútíns í Úkraínu og auknum umsvifum kínverskra yfirvalda í Evrópu. Þótt Vesturlandabúar hafi ærið tilefni til að þétta raðirnar, er langt um liðið síðan vestrænt samfélag var jafn sundrað. Það einkennist í auknum mæli af hugmyndafræðilega einangruðum afkimum og skotgrafastjórnmálum. Þessi þróun er reyndar ekki ný af nálinni. Undanfarna áratugi hafa andvestræn alræðisríki markvisst beitt upplýsingahernaði gegn Vesturlöndum. Mikið af áróðri þeirra rekur uppruna sinn til yfirvalda í Rússlandi. En vestrænir fjölmiðlar og samfélagsmiðlar eru einnig meðsekir í útbreiðslu hans. Þeir hafa átt sinn þátt í að skapa umræðuhefð sem er fjandsamleg málamiðlunum og elur á sundrung. Algrímar samfélagsmiðlanna magna öfgaraddir á meðan skynsemisraddir eru kaffærðar. Í þessu óreiðukennda umhverfi er að ákveðnu leyti skiljanlegt að fólk leiðist út á braut samsæriskenninga. Fjölskyldum sundrað Í mörgum samsæriskenningum má finna stök sannleikskorn. En í höndum samsæriskenningafólks er þessum kornum undantekningarlaust hnoðað saman við óstaðfestar og beinlínis rangar upplýsingar. Afleiðingin er sú að kenningarnar eru ekki til þess fallnar að valda vitundarvakningu heldur sundrung.Þrátt fyrir að vera hugmyndafræðilegs eðlis geta þær engu að síður haft raunveruleg og samfélagslega skaðleg áhrif. Ég hef áður skrifað umhvernig þær geta bókstaflega stofnað samfélagshópum í lífshættu. En samsæriskenningar geta einnig haft lúmskari áhrif. Þær hafa meðal annars sundrað vinahópum og fjölskyldum. Stofnaðir hafa verið stuðningshópar fyrir aðstandendur þeirra sem hafa orðið gagnteknir af samsæriskenningum. En hvers vegna ná samsæriskenningar tangarhaldi á ákveðnum einstaklingum? Svarið er að samsæriskenningar eru sérsniðnar til að hafa áhrif á frumstæð varnarviðbrögð heilans. Þessi viðbrögð eru heilbrigð upp að ákveðnu marki, en hjá sumum virðast þau vera öðrum kenndum yfirsterkari. Auk þess getur hópþrýstingur og félagsleg viðurkenning viðhaldið trúnni á samsæriskenningar. Hafi einstaklingur tileinkað sér slíkar kenningar gæti honum reynst erfitt að fylla upp í tómarúmið sem myndast þegar hann segir skilið við þær. Leiðin til baka Margir tengja samsæriskenningar eingöngu við hægri-öfgamenn en staðreyndin er sú að þær er einnig að finna meðal vinstri-öfgamanna. Fyrir um áratug síðan var ég hallur undir ýmsar samsæriskenningar sem nutu vinsælda á vinstri vængnum. En smám saman rann upp fyrir mér að sannleiksgildi þessara kenninga var lítið sem ekkert og að þær höfðu haft neikvæð áhrif á andlega líðan mína. Það var lítil furða því þær ólu á tortryggni og neikvæðni gagnvart öðrum samfélagshópum. Til að losna undan áhrifum þeirra þurfti ég að yfirgefa bergmálshellana sem ég hafði dvalið í. Árið 2016 eyddi ég reikningum mínum á samfélagsmiðlum og byrjaði á nýjum grunni. Í stað reyfarakenndra myndskeiða á Youtube og svipuðum síðum fór ég að afla mér heimilda í virtum fræðiritum. Til dæmis varð ég fljótt mikill aðdáandi alfræðibókarinnar Encyclopædia Britannica, sem hefur verið stöðugt uppfærð frá árinu 1768 og hefur að geyma fjöldann allan af ritrýndum fræðigreinum. Ég er einnig dyggur lesandi Ground News sem safnar sambærilegum fréttum frá ólíkum fréttamiðlum og tiltekur hvort þeir hafi hægri- eða vinstrisveiflu. Þessi breyting krafðist sjálfsaga, en hún hefur einungis haft jákvæð áhrif á líf mitt. Lokaorð Þrátt fyrir sundrungina sem einkennir Vesturlönd um þessar mundir er enn fullt tilefni til bjartsýni. Til dæmis eru lífsgæði og mannréttindi hvergi meiri en á Vesturlöndum. Frjáls fjölmiðlun, þrískipting ríkisvaldsins og fleiri aðalsmerki vestrænna ríkja eru eitur í beinum alræðisríkja sem neita þegnum sínum um slíkan munað. Þau þrá því ekkert heitar en að sjá Vesturlandabúa sóa velmegun sinni í skotgrafastjórnmál og samsæriskenningar. Það er hafið yfir allan vafa að fyrrnefnd alræðisríki hafi markvisst alið á þessari sundrung. Munum við koma þeim upp með það? Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Um þessar mundir steðja raunverulegar ógnir að Vesturlöndum, meðal annars frá vopnaskaki Pútíns í Úkraínu og auknum umsvifum kínverskra yfirvalda í Evrópu. Þótt Vesturlandabúar hafi ærið tilefni til að þétta raðirnar, er langt um liðið síðan vestrænt samfélag var jafn sundrað. Það einkennist í auknum mæli af hugmyndafræðilega einangruðum afkimum og skotgrafastjórnmálum. Þessi þróun er reyndar ekki ný af nálinni. Undanfarna áratugi hafa andvestræn alræðisríki markvisst beitt upplýsingahernaði gegn Vesturlöndum. Mikið af áróðri þeirra rekur uppruna sinn til yfirvalda í Rússlandi. En vestrænir fjölmiðlar og samfélagsmiðlar eru einnig meðsekir í útbreiðslu hans. Þeir hafa átt sinn þátt í að skapa umræðuhefð sem er fjandsamleg málamiðlunum og elur á sundrung. Algrímar samfélagsmiðlanna magna öfgaraddir á meðan skynsemisraddir eru kaffærðar. Í þessu óreiðukennda umhverfi er að ákveðnu leyti skiljanlegt að fólk leiðist út á braut samsæriskenninga. Fjölskyldum sundrað Í mörgum samsæriskenningum má finna stök sannleikskorn. En í höndum samsæriskenningafólks er þessum kornum undantekningarlaust hnoðað saman við óstaðfestar og beinlínis rangar upplýsingar. Afleiðingin er sú að kenningarnar eru ekki til þess fallnar að valda vitundarvakningu heldur sundrung.Þrátt fyrir að vera hugmyndafræðilegs eðlis geta þær engu að síður haft raunveruleg og samfélagslega skaðleg áhrif. Ég hef áður skrifað umhvernig þær geta bókstaflega stofnað samfélagshópum í lífshættu. En samsæriskenningar geta einnig haft lúmskari áhrif. Þær hafa meðal annars sundrað vinahópum og fjölskyldum. Stofnaðir hafa verið stuðningshópar fyrir aðstandendur þeirra sem hafa orðið gagnteknir af samsæriskenningum. En hvers vegna ná samsæriskenningar tangarhaldi á ákveðnum einstaklingum? Svarið er að samsæriskenningar eru sérsniðnar til að hafa áhrif á frumstæð varnarviðbrögð heilans. Þessi viðbrögð eru heilbrigð upp að ákveðnu marki, en hjá sumum virðast þau vera öðrum kenndum yfirsterkari. Auk þess getur hópþrýstingur og félagsleg viðurkenning viðhaldið trúnni á samsæriskenningar. Hafi einstaklingur tileinkað sér slíkar kenningar gæti honum reynst erfitt að fylla upp í tómarúmið sem myndast þegar hann segir skilið við þær. Leiðin til baka Margir tengja samsæriskenningar eingöngu við hægri-öfgamenn en staðreyndin er sú að þær er einnig að finna meðal vinstri-öfgamanna. Fyrir um áratug síðan var ég hallur undir ýmsar samsæriskenningar sem nutu vinsælda á vinstri vængnum. En smám saman rann upp fyrir mér að sannleiksgildi þessara kenninga var lítið sem ekkert og að þær höfðu haft neikvæð áhrif á andlega líðan mína. Það var lítil furða því þær ólu á tortryggni og neikvæðni gagnvart öðrum samfélagshópum. Til að losna undan áhrifum þeirra þurfti ég að yfirgefa bergmálshellana sem ég hafði dvalið í. Árið 2016 eyddi ég reikningum mínum á samfélagsmiðlum og byrjaði á nýjum grunni. Í stað reyfarakenndra myndskeiða á Youtube og svipuðum síðum fór ég að afla mér heimilda í virtum fræðiritum. Til dæmis varð ég fljótt mikill aðdáandi alfræðibókarinnar Encyclopædia Britannica, sem hefur verið stöðugt uppfærð frá árinu 1768 og hefur að geyma fjöldann allan af ritrýndum fræðigreinum. Ég er einnig dyggur lesandi Ground News sem safnar sambærilegum fréttum frá ólíkum fréttamiðlum og tiltekur hvort þeir hafi hægri- eða vinstrisveiflu. Þessi breyting krafðist sjálfsaga, en hún hefur einungis haft jákvæð áhrif á líf mitt. Lokaorð Þrátt fyrir sundrungina sem einkennir Vesturlönd um þessar mundir er enn fullt tilefni til bjartsýni. Til dæmis eru lífsgæði og mannréttindi hvergi meiri en á Vesturlöndum. Frjáls fjölmiðlun, þrískipting ríkisvaldsins og fleiri aðalsmerki vestrænna ríkja eru eitur í beinum alræðisríkja sem neita þegnum sínum um slíkan munað. Þau þrá því ekkert heitar en að sjá Vesturlandabúa sóa velmegun sinni í skotgrafastjórnmál og samsæriskenningar. Það er hafið yfir allan vafa að fyrrnefnd alræðisríki hafi markvisst alið á þessari sundrung. Munum við koma þeim upp með það? Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun