Skortur og álag á lögregluþjónum: „Einungis fávitar myndu ganga til liðs við lögregluna“ Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2023 14:48 Umfangsmikil mótmæli vegna innrásarinnar í Úkraínu voru brotin á bak aftur af lögreglu og þúsundir mótmælenda voru handteknir. Nú fer gífurlega mikil vinna í að elta upp ábendingar um að fólk hafi vanvirt rússneska herinn. EPA/MAXIM SHIPENKOV Gífurlegt álag er á lögregluþjónum í Rússlandi, sem má að miklu leyti rekja til fækkunar lögregluþjóna, þó mun fleiri lögregluþjónar séu í Rússlandi miðað við í Bandaríkjunum og Bretlandi. Fækkunin hefur komið niður á forvörnum þeirra gegn glæpum, leitt til spillingar og annarra vandræða. Það hvað rússneskir lögregluþjónar eru uppteknir við að elta uppi fólk sem gagnrýnir innrásina í Úkraínu hefur einnig komið mjög niður á störfum þeirra. Í grein BBC sem skrifuð er af fréttakonu miðilsins í Rússlandi segir að ástandið sé slæmt þó Rússland sé með eina fjölmennasta lögreglulið heimsins og hafi verið með um níu hundruð þúsund lögregluþjóna nýverið en Vladimír Pútín, forseti, skrifaði nýverið undir tilskipun um að fjölga ætti lögregluþjónum í 938 þúsund. Rússneska þjóðin telur um 146 milljónir manna. Það samsvarar um 630 lögregluþjónum á hverja hundrað þúsund íbúa og er meira en tvöfalt hærra en í Bandaríkjunum eða í Bretlandi. Þrátt fyrir það varaði Vladimir Kolokoltsev, innanríkisráðherra Rússlands við því í ágúst að alvarlegur skortur væri á lögregluþjónum. BBC segir að þessi vandræði megi að einhverju leyti rekja til stærðar Rússlands og skorts á starfsmönnum í stuðningsstörf. Þá sé ljóst að lögregluþjónum hafi fækkað mikið að undanförnu og margir þeirra sem hafi hætt hafi verið reynslumiklir. Margir fyrrverandi lögregluþjónar sögðu blaðamanni BBC að þeir hefðu hætt og farið í störf með minna álagi og hærri launum. Einn varð leigubílstjóri og annar varð sendill en báðir segjast með um það bil tvöfalt meiri laun en þeir voru með sem lögregluþjónar. „Ég vann mig upp í tign majors. En samt var manneskja sem vann í verslun með hærri laun en ég og það er varla hættulegt starf. Einungis fávitar myndu ganga til liðs við lögregluna núna,“ sagði einn viðmælandi BBC. Nemar í lögregluskólanum í Pétursborg í skrúðgöngu í september.EPA/ANATOLY MALTSEV Árásin stóð yfir í þrjá og hálfan tíma Í umfjöllun miðilsins er vísað til máls í Krasnodar-héraði frá árinu 2020. Þá heyrðu nágrannar konu í fjölbýlishúsi hana öskra eftir hjálp og virtist sem verið væri að ráðast á hana. Nágrannar hringdu ítrekað eftir aðstoð en enga lögregluþjóna bar að garði. Að endingu ákvað fólkið sjálft að brjóta niður dyrnar að íbúð konunnar en þá var það of seint. Fyrrverandi kærasti hennar hafði barið hana, stungið og kyrkt með snúru úr straujárni. Árásin hafði staðið yfir í þrjár og hálfa klukkustund. Forsvarsmenn lögreglunnar sögðu að enga lögregluþjóna hafa verið á svæðinu svo ekki hefði verið hægt að bregðast við. Fimm lögregluþjónar voru þó seinna dæmdir fyrir vanrækslu og dæmdir í átján mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Færri lögregluþjónar þýðir meira álag á þá sem starfa áfram innan lögreglunnar og fyrrverandi lögregluþjónar segja það leiða til enn meiri spillingar. Lögregluþjónar hafi minni tíma til að rannsaka mál og eigi frekar til að stytta sér leið með fölskum sönnunargögnum og með því að ganga í skrokk á fólki og þvinga það til að játa brot sem það framdi ekki. „Ef þú ert með vísbendingu og þarft að rannsaka hana, er miklu einfaldara að finna þann sem er upprunalega grunaður og berja hann, þar til hann játar,“ sagði einn viðmælandi BBC. Uppteknir vegna innrásarinnar Lögregluþjónum var byrjað að fækka fyrir innrásina í Úkraínu en þegar stríðið hófst kom nokkur stöðugleiki á fjölda þeirra, þar sem störf hjá lögreglunni undanskildu menn frá því að verða kvaddir í herinn. Síðan stríðið hófst og margir menn hafa verið kvaddir í herinn hefur gengið illa að fylla upp í raðir lögreglunnar. Stríðið hefur einnig komið niður á lögreglunni að því leyti að lögregluþjónar mega ekki tjá sig um innrásina, sem Rússar kalla stundum sértæka hernaðaraðgerð“, án þess að eiga á hættu að vera reknir. Þá verja lögregluþjónar miklum tíma í að rannsaka ábendingar um að fólk hafi vanvirt herinn. Það að gagnrýna innrásina fellur undir vanvirðingu við herinn, sem er bannað samkvæmt nýjum lögum í Rússlandi. Fjölmargir hafa verið dæmdir fyrir að vanvirða herinn og getur fylgt því nokkuð langur fangelsisdómur. Þrír viðmælendur BBC sem starfa eða störfuðu hjá innanríkisráðuneyti Rússlands segjast verja mestum tíma þeirra í vinnunni í að rannsaka „endalausar ásakanir“ um vanvirðingu við herinn. „Fólk er sífellt að finna ástæðu til að ásaka einhvern,“ sagði einn viðmælendanna, sem var áður borgarstjóri Tomsk. „Það er enginn til staðar, því allir eru uppteknir við að ræða við einhverja ömmu sem sá gluggatjald sem leit út eins og úkraínski fáninn.“ Maðurinn sagðist búast við því að á næstu árum muni þetta versna áfram. Sífellt meiri áhersla verði lögð á að stöðva meinta glæpi gegn yfirvöldum. Minni áhersla verði lögð á að rannsaka glæpi gegn almenningi eins og mannrán, rán, nauðganir og morð. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Það hvað rússneskir lögregluþjónar eru uppteknir við að elta uppi fólk sem gagnrýnir innrásina í Úkraínu hefur einnig komið mjög niður á störfum þeirra. Í grein BBC sem skrifuð er af fréttakonu miðilsins í Rússlandi segir að ástandið sé slæmt þó Rússland sé með eina fjölmennasta lögreglulið heimsins og hafi verið með um níu hundruð þúsund lögregluþjóna nýverið en Vladimír Pútín, forseti, skrifaði nýverið undir tilskipun um að fjölga ætti lögregluþjónum í 938 þúsund. Rússneska þjóðin telur um 146 milljónir manna. Það samsvarar um 630 lögregluþjónum á hverja hundrað þúsund íbúa og er meira en tvöfalt hærra en í Bandaríkjunum eða í Bretlandi. Þrátt fyrir það varaði Vladimir Kolokoltsev, innanríkisráðherra Rússlands við því í ágúst að alvarlegur skortur væri á lögregluþjónum. BBC segir að þessi vandræði megi að einhverju leyti rekja til stærðar Rússlands og skorts á starfsmönnum í stuðningsstörf. Þá sé ljóst að lögregluþjónum hafi fækkað mikið að undanförnu og margir þeirra sem hafi hætt hafi verið reynslumiklir. Margir fyrrverandi lögregluþjónar sögðu blaðamanni BBC að þeir hefðu hætt og farið í störf með minna álagi og hærri launum. Einn varð leigubílstjóri og annar varð sendill en báðir segjast með um það bil tvöfalt meiri laun en þeir voru með sem lögregluþjónar. „Ég vann mig upp í tign majors. En samt var manneskja sem vann í verslun með hærri laun en ég og það er varla hættulegt starf. Einungis fávitar myndu ganga til liðs við lögregluna núna,“ sagði einn viðmælandi BBC. Nemar í lögregluskólanum í Pétursborg í skrúðgöngu í september.EPA/ANATOLY MALTSEV Árásin stóð yfir í þrjá og hálfan tíma Í umfjöllun miðilsins er vísað til máls í Krasnodar-héraði frá árinu 2020. Þá heyrðu nágrannar konu í fjölbýlishúsi hana öskra eftir hjálp og virtist sem verið væri að ráðast á hana. Nágrannar hringdu ítrekað eftir aðstoð en enga lögregluþjóna bar að garði. Að endingu ákvað fólkið sjálft að brjóta niður dyrnar að íbúð konunnar en þá var það of seint. Fyrrverandi kærasti hennar hafði barið hana, stungið og kyrkt með snúru úr straujárni. Árásin hafði staðið yfir í þrjár og hálfa klukkustund. Forsvarsmenn lögreglunnar sögðu að enga lögregluþjóna hafa verið á svæðinu svo ekki hefði verið hægt að bregðast við. Fimm lögregluþjónar voru þó seinna dæmdir fyrir vanrækslu og dæmdir í átján mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Færri lögregluþjónar þýðir meira álag á þá sem starfa áfram innan lögreglunnar og fyrrverandi lögregluþjónar segja það leiða til enn meiri spillingar. Lögregluþjónar hafi minni tíma til að rannsaka mál og eigi frekar til að stytta sér leið með fölskum sönnunargögnum og með því að ganga í skrokk á fólki og þvinga það til að játa brot sem það framdi ekki. „Ef þú ert með vísbendingu og þarft að rannsaka hana, er miklu einfaldara að finna þann sem er upprunalega grunaður og berja hann, þar til hann játar,“ sagði einn viðmælandi BBC. Uppteknir vegna innrásarinnar Lögregluþjónum var byrjað að fækka fyrir innrásina í Úkraínu en þegar stríðið hófst kom nokkur stöðugleiki á fjölda þeirra, þar sem störf hjá lögreglunni undanskildu menn frá því að verða kvaddir í herinn. Síðan stríðið hófst og margir menn hafa verið kvaddir í herinn hefur gengið illa að fylla upp í raðir lögreglunnar. Stríðið hefur einnig komið niður á lögreglunni að því leyti að lögregluþjónar mega ekki tjá sig um innrásina, sem Rússar kalla stundum sértæka hernaðaraðgerð“, án þess að eiga á hættu að vera reknir. Þá verja lögregluþjónar miklum tíma í að rannsaka ábendingar um að fólk hafi vanvirt herinn. Það að gagnrýna innrásina fellur undir vanvirðingu við herinn, sem er bannað samkvæmt nýjum lögum í Rússlandi. Fjölmargir hafa verið dæmdir fyrir að vanvirða herinn og getur fylgt því nokkuð langur fangelsisdómur. Þrír viðmælendur BBC sem starfa eða störfuðu hjá innanríkisráðuneyti Rússlands segjast verja mestum tíma þeirra í vinnunni í að rannsaka „endalausar ásakanir“ um vanvirðingu við herinn. „Fólk er sífellt að finna ástæðu til að ásaka einhvern,“ sagði einn viðmælendanna, sem var áður borgarstjóri Tomsk. „Það er enginn til staðar, því allir eru uppteknir við að ræða við einhverja ömmu sem sá gluggatjald sem leit út eins og úkraínski fáninn.“ Maðurinn sagðist búast við því að á næstu árum muni þetta versna áfram. Sífellt meiri áhersla verði lögð á að stöðva meinta glæpi gegn yfirvöldum. Minni áhersla verði lögð á að rannsaka glæpi gegn almenningi eins og mannrán, rán, nauðganir og morð.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent