Tekist á um áframhaldandi fjárstuðning við Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. október 2023 07:15 Matt Gaetz segir Bandaríkjamenn þegar hafa veitt of miklum fjármunum til Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu, jafnvel þótt aukinn fjöldi Repúblikana sé nú á móti auknum fjárútlátum vegna stríðsátakana í landinu. Ríkisstjórn Biden samþykkti fyrir nokkru að veita sex milljörðum bandaríkjadala til viðbótar í hernaðaraðstoð til Úkraínu en fjárútlátin voru tekin út úr fjárlagapakka sem var samþykktur vestanhafs um helgina til að forða lokun opinberra stofnana og þjónustu. Fjárlagafrumvarpinu hafði fram að því verið haldið í heljargreipum af hóp þingmanna á hægri væng Repúblikanaflokksins og komst aðeins í gegn með stuðningi Demókrata. Biden ítrekaði í gær að þetta breytti því ekki að Bandaríkin myndu áfram standa þétt við bak Úkraínu og sagði hann raunar að það mætti ekki undir neinum kringumstæðum gerast að hnökrar yrðu á stuðningnum. „Ég fullvissa Úkraínu um að við náum þangað, að við komum þessu í gegn,“ sagði hann um fjárstuðninginn. „Ég vill fullvissa bandmenn Bandaríkjanna um að þeir geta reitt sig á okkar stuðning; við munum ekki hverfa á braut.“ While the majority of Congress has been steadfast in their support for Ukraine, the bipartisan bill has no funding to continue it.We can't allow this to be interrupted.I expect the Speaker to keep his word and secure the passage of support for Ukraine at this critical moment.— President Biden (@POTUS) October 1, 2023 Háttsettir öldungadeildarþingmenn bæði Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins gáfu einnig út yfirlýsingar þess efnis að þeir myndu tryggja að fjárstuðningur Bandaríkjanna við Úkraínu myndi halda áfram. Þingmenn innan fyrrnefnds „uppreisnarhóps“ innan Repúblikanaflokksins voru hins vegar á öðru máli. „Úkraína er ekki 51. ríkið,“ sagði Marjorie Taylor-Green, þingkona Georgíu. Þá sagði Matt Gaetz, þingmaður Flórída, að þau fjárútlát sem hefðu þegar verið samþykkt væru einhvers staðar á bilinu „meira en nóg og alltof mikið“. Gaetz hefur heitið því að koma Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar þingsins, frá eftir að McCarthy komst að málamiðlun við Demókrata til að koma fjárlagafrumvarpinu í gegn um helgina. Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Ríkisstjórn Biden samþykkti fyrir nokkru að veita sex milljörðum bandaríkjadala til viðbótar í hernaðaraðstoð til Úkraínu en fjárútlátin voru tekin út úr fjárlagapakka sem var samþykktur vestanhafs um helgina til að forða lokun opinberra stofnana og þjónustu. Fjárlagafrumvarpinu hafði fram að því verið haldið í heljargreipum af hóp þingmanna á hægri væng Repúblikanaflokksins og komst aðeins í gegn með stuðningi Demókrata. Biden ítrekaði í gær að þetta breytti því ekki að Bandaríkin myndu áfram standa þétt við bak Úkraínu og sagði hann raunar að það mætti ekki undir neinum kringumstæðum gerast að hnökrar yrðu á stuðningnum. „Ég fullvissa Úkraínu um að við náum þangað, að við komum þessu í gegn,“ sagði hann um fjárstuðninginn. „Ég vill fullvissa bandmenn Bandaríkjanna um að þeir geta reitt sig á okkar stuðning; við munum ekki hverfa á braut.“ While the majority of Congress has been steadfast in their support for Ukraine, the bipartisan bill has no funding to continue it.We can't allow this to be interrupted.I expect the Speaker to keep his word and secure the passage of support for Ukraine at this critical moment.— President Biden (@POTUS) October 1, 2023 Háttsettir öldungadeildarþingmenn bæði Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins gáfu einnig út yfirlýsingar þess efnis að þeir myndu tryggja að fjárstuðningur Bandaríkjanna við Úkraínu myndi halda áfram. Þingmenn innan fyrrnefnds „uppreisnarhóps“ innan Repúblikanaflokksins voru hins vegar á öðru máli. „Úkraína er ekki 51. ríkið,“ sagði Marjorie Taylor-Green, þingkona Georgíu. Þá sagði Matt Gaetz, þingmaður Flórída, að þau fjárútlát sem hefðu þegar verið samþykkt væru einhvers staðar á bilinu „meira en nóg og alltof mikið“. Gaetz hefur heitið því að koma Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar þingsins, frá eftir að McCarthy komst að málamiðlun við Demókrata til að koma fjárlagafrumvarpinu í gegn um helgina.
Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira