Örlög McCarthy ráðast líklega í dag Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2023 15:30 Kevin McCarthy hefur staðið í ströngu undanfarna daga og er útlit fyrir að honum verði vellt úr sessi sem þingforseti í dag. Hann hefur þó nokkrar leiðir til að komast hjá því, að minnsta kosti í bili. AP/J. Scott Applewhite Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði þingflokki Repúblikanaflokksins í dag að atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu gegn honum fari fram seinnipartinn. Greiði allir Demókratar atkvæði með tillögunni geta einungis fimm Repúblikanar velt McCarthy úr sessi. Lætin á þinginu fylgja mikilli óreiðu og uppreisn hóps fjar-hægri þingmanna Repúblikanaflokksins, sem reyndu að þvinga McCarthy til mikils niðurskurðar, sem hefði aldrei verið samþykktur í öldungadeildinni og því hefði neyðst til að loka opinberum stofnunum í Bandaríkjunum. McCarthy gerði samkomulag við Demókrata um helgina og voru bráðabirgðafjárlög samþykkt á síðustu stundu. Sjá einnig: Samþykktu bráðabirðgafjárlög á síðustu stundu Matt Gaetz, einn áðurnefndra uppreisnarmanna, lagði fram vantrauststillögu í gærkvöldi. Í kjölfarið funduðu þingmenn Repúblikanaflokksins og þar tilkynnti McCarthy að atkvæðagreiðslan færi fram í dag. Ólíklegt þykir að Demókratar muni koma McCarthy til aðstoðar, þó einhverjir þingmenn Repúblikanaflokksins, hafi kallað eftir því. Sjálfur sagðist McCarthy ekki vilja gera einhverskonar samkomulag við Demókrata um að deila völdum á þingi. Þingmaðurinn Matt Gaetz hefur lagt fram vantrauststillögu gegn Kevin McCarthy vegna þess að sá síðarnefndi gerði samkomulag við Demókrata um að samþykkja bráðabirgðafjárlög um helgina.AP/Mark Schiefelbein Hann sagði einnig eftir fundinn í dag að einungis fimm Repúblikanar þurfi að greiða atkvæði gegn sér til að tillagan nái í gegn, greiði allir Demókratar atkvæði með henni. McCarthy sagði að svo virtist sem að minnst fimm Repúblikanar myndu greiða atkvæði gegn honum. Tvö þingsæti sitja þó tóm og minnst einn Demókrati er ekki í Washington DC. Ekki er ljóst hvort allir sitjandi þingmenn geti verið í salnum þegar atkvæðagreiðslan fer fram. Hakeem Jeffries, leiðtogi þingflokks Demókrata, sagði skömmu fyrir birtingu greinarinnar að allir Demókratar ættu að greiða atkvæði með því að velta McCarthy úr sessi. JEFFRIES exiting caucus: This is a serious, solemn and sober moment. House Democrats will continue to put people over politics and hopefully find some common ground with a reasonable set of Republicans who are committed to breaking from their extremist colleagues and doing — Heather Caygle (@heatherscope) October 3, 2023 Demókratar eru ekki sáttir við McCarthy og má það að miklu leyti rekja til ákvörðunar hans um að láta eftir uppreisnarmönnunum í Repúblikanaflokknum og hefja formlega rannsókn á Joe Biden, forseta, fyrir meint brot í embætti. Sjá einnig: Lítið nýtt á „hörmulegum“ fundi um Biden Eftir fundinn ræddi McCarthy við blaðamenn en sjá má hluta af því samtali hér að neðan. McCarthy on a possible power sharing agreement with Dems: "That doesn't work ... we're in the majority. You don't surrender." pic.twitter.com/zkLdqbgfor— Aaron Rupar (@atrupar) October 3, 2023 Seinna í dag mun Gaetz leggja fram tillögu sína formlega og styðji hana einhver, eins og búist er við, hefst þá klukkustundar umræða og svo atkvæðagreiðsla. Áhugsamir munu geta fylgst með þingfundinum í spilaranum hér að neðan. Óljóst er nákvæmlega hvenær Gaetz mun stíga í pontu en það verður líklega skömmu eftir klukkan fjögur, þegar þingfundur hefst aftur. Hvað gerist svo? McCarthy gæti komist hjá því að verða vellt úr sessi, samþykki meirihluti þingmanna í fulltrúadeildinni að leggja frumvarpið til hliðar. Einnig gæti verið lögð tillaga um að flytja málið í nefnd og þannig tefja atkvæðagreiðsluna. Gaetz gæti þó reynt aftur og aftur að koma McCarthy frá með því að leggja fram vantrauststillögu gegn honum. Þegar McCarthy tókst að tryggja sér embætti þingforseta gerði hann það með því að gera samkomulag við Gaetz og hina uppreisnarmennina um að breyta reglum þingsins á þann veg að einungis einn þingmaður þarf að leggja fram tillögu um vantraust og þá verður að halda atkvæðagreiðslu um hana. Fari svo að McCarthy verði vellt úr sessi, eins og stefnir í, verður þingfundi slitið, þar til Repúblikanar ná höndum saman um nýjan þingforseta, eða einhverskonar samkomulag næst milli Repúblikana og Demókrata um að deila völdum. McCarthy þurfti fimmtán atkvæðagreiðslur til að tryggja sér embættið á sínum tíma og útlit er fyrir að minni samstaða sé í þingflokki Repúblikana en var þá. Því gæti þingið mögulega verið óstarfhæft í einhvern tíma. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Gaetz leggur fram sögulega tillögu til höfuðs flokksbróður sínum Þingmaðurinn Matt Gaetz hefur lagt fram tillögu um að flokksbróðir hans Kevin McCarthy verði fjarlægður úr embætti forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins eftir að síðarnefndi reiddi sig á stuðning Demókrata til að koma fjárlögum í gegn um helgina. 3. október 2023 07:36 Tekist á um áframhaldandi fjárstuðning við Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu, jafnvel þótt aukinn fjöldi Repúblikana sé nú á móti auknum fjárútlátum vegna stríðsátakana í landinu. 2. október 2023 07:15 McCarthy enn í gíslingu uppreisnarmanna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er enn lömuð vegna uppreisnar hóps fjar-hægri þingmanna Repúblikanaflokksins. Einungis fimm dagar eru í að stöðva þarf rekstur ríkisins, finnist ekki samkomulag um fjárlagafrumvarp. 26. september 2023 10:04 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Lætin á þinginu fylgja mikilli óreiðu og uppreisn hóps fjar-hægri þingmanna Repúblikanaflokksins, sem reyndu að þvinga McCarthy til mikils niðurskurðar, sem hefði aldrei verið samþykktur í öldungadeildinni og því hefði neyðst til að loka opinberum stofnunum í Bandaríkjunum. McCarthy gerði samkomulag við Demókrata um helgina og voru bráðabirgðafjárlög samþykkt á síðustu stundu. Sjá einnig: Samþykktu bráðabirðgafjárlög á síðustu stundu Matt Gaetz, einn áðurnefndra uppreisnarmanna, lagði fram vantrauststillögu í gærkvöldi. Í kjölfarið funduðu þingmenn Repúblikanaflokksins og þar tilkynnti McCarthy að atkvæðagreiðslan færi fram í dag. Ólíklegt þykir að Demókratar muni koma McCarthy til aðstoðar, þó einhverjir þingmenn Repúblikanaflokksins, hafi kallað eftir því. Sjálfur sagðist McCarthy ekki vilja gera einhverskonar samkomulag við Demókrata um að deila völdum á þingi. Þingmaðurinn Matt Gaetz hefur lagt fram vantrauststillögu gegn Kevin McCarthy vegna þess að sá síðarnefndi gerði samkomulag við Demókrata um að samþykkja bráðabirgðafjárlög um helgina.AP/Mark Schiefelbein Hann sagði einnig eftir fundinn í dag að einungis fimm Repúblikanar þurfi að greiða atkvæði gegn sér til að tillagan nái í gegn, greiði allir Demókratar atkvæði með henni. McCarthy sagði að svo virtist sem að minnst fimm Repúblikanar myndu greiða atkvæði gegn honum. Tvö þingsæti sitja þó tóm og minnst einn Demókrati er ekki í Washington DC. Ekki er ljóst hvort allir sitjandi þingmenn geti verið í salnum þegar atkvæðagreiðslan fer fram. Hakeem Jeffries, leiðtogi þingflokks Demókrata, sagði skömmu fyrir birtingu greinarinnar að allir Demókratar ættu að greiða atkvæði með því að velta McCarthy úr sessi. JEFFRIES exiting caucus: This is a serious, solemn and sober moment. House Democrats will continue to put people over politics and hopefully find some common ground with a reasonable set of Republicans who are committed to breaking from their extremist colleagues and doing — Heather Caygle (@heatherscope) October 3, 2023 Demókratar eru ekki sáttir við McCarthy og má það að miklu leyti rekja til ákvörðunar hans um að láta eftir uppreisnarmönnunum í Repúblikanaflokknum og hefja formlega rannsókn á Joe Biden, forseta, fyrir meint brot í embætti. Sjá einnig: Lítið nýtt á „hörmulegum“ fundi um Biden Eftir fundinn ræddi McCarthy við blaðamenn en sjá má hluta af því samtali hér að neðan. McCarthy on a possible power sharing agreement with Dems: "That doesn't work ... we're in the majority. You don't surrender." pic.twitter.com/zkLdqbgfor— Aaron Rupar (@atrupar) October 3, 2023 Seinna í dag mun Gaetz leggja fram tillögu sína formlega og styðji hana einhver, eins og búist er við, hefst þá klukkustundar umræða og svo atkvæðagreiðsla. Áhugsamir munu geta fylgst með þingfundinum í spilaranum hér að neðan. Óljóst er nákvæmlega hvenær Gaetz mun stíga í pontu en það verður líklega skömmu eftir klukkan fjögur, þegar þingfundur hefst aftur. Hvað gerist svo? McCarthy gæti komist hjá því að verða vellt úr sessi, samþykki meirihluti þingmanna í fulltrúadeildinni að leggja frumvarpið til hliðar. Einnig gæti verið lögð tillaga um að flytja málið í nefnd og þannig tefja atkvæðagreiðsluna. Gaetz gæti þó reynt aftur og aftur að koma McCarthy frá með því að leggja fram vantrauststillögu gegn honum. Þegar McCarthy tókst að tryggja sér embætti þingforseta gerði hann það með því að gera samkomulag við Gaetz og hina uppreisnarmennina um að breyta reglum þingsins á þann veg að einungis einn þingmaður þarf að leggja fram tillögu um vantraust og þá verður að halda atkvæðagreiðslu um hana. Fari svo að McCarthy verði vellt úr sessi, eins og stefnir í, verður þingfundi slitið, þar til Repúblikanar ná höndum saman um nýjan þingforseta, eða einhverskonar samkomulag næst milli Repúblikana og Demókrata um að deila völdum. McCarthy þurfti fimmtán atkvæðagreiðslur til að tryggja sér embættið á sínum tíma og útlit er fyrir að minni samstaða sé í þingflokki Repúblikana en var þá. Því gæti þingið mögulega verið óstarfhæft í einhvern tíma.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Gaetz leggur fram sögulega tillögu til höfuðs flokksbróður sínum Þingmaðurinn Matt Gaetz hefur lagt fram tillögu um að flokksbróðir hans Kevin McCarthy verði fjarlægður úr embætti forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins eftir að síðarnefndi reiddi sig á stuðning Demókrata til að koma fjárlögum í gegn um helgina. 3. október 2023 07:36 Tekist á um áframhaldandi fjárstuðning við Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu, jafnvel þótt aukinn fjöldi Repúblikana sé nú á móti auknum fjárútlátum vegna stríðsátakana í landinu. 2. október 2023 07:15 McCarthy enn í gíslingu uppreisnarmanna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er enn lömuð vegna uppreisnar hóps fjar-hægri þingmanna Repúblikanaflokksins. Einungis fimm dagar eru í að stöðva þarf rekstur ríkisins, finnist ekki samkomulag um fjárlagafrumvarp. 26. september 2023 10:04 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Gaetz leggur fram sögulega tillögu til höfuðs flokksbróður sínum Þingmaðurinn Matt Gaetz hefur lagt fram tillögu um að flokksbróðir hans Kevin McCarthy verði fjarlægður úr embætti forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins eftir að síðarnefndi reiddi sig á stuðning Demókrata til að koma fjárlögum í gegn um helgina. 3. október 2023 07:36
Tekist á um áframhaldandi fjárstuðning við Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu, jafnvel þótt aukinn fjöldi Repúblikana sé nú á móti auknum fjárútlátum vegna stríðsátakana í landinu. 2. október 2023 07:15
McCarthy enn í gíslingu uppreisnarmanna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er enn lömuð vegna uppreisnar hóps fjar-hægri þingmanna Repúblikanaflokksins. Einungis fimm dagar eru í að stöðva þarf rekstur ríkisins, finnist ekki samkomulag um fjárlagafrumvarp. 26. september 2023 10:04